Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 21
Ólafsson. Hann er maður hviklegur í hreyfingum og sýnir okkur enga miskunn. Hann öslar um stöðina og við skrifstofumennirnir á eftir. Stöðin er þrifaleg og vel um allt gengið, en þefurinn er ógurlegur. Magnús verk- stjóri sýnir okkur stað þann, sem kjötið til manneldis er geymt. Það er kaldur staður, en hreinlegur og við flýtum okkur út aftur. Leið okkar liggur upp á skurðpallinn aftur. Það er erfitt að fóta sig þar. Pallurinn er sleipur og ef svo skyldi fara, að manni skrikaði fótur, gæti hann runnið beina leið ofan í kjötpottana. Þeir eru sex kjötpottarn- ir og heldur væri óþægilegt að detta þar ofan í. Það hefur þó komið fyrir, að menn hafi dottið niður í pottana. Og eitt sinn skaðbrenndist ungur maður, er datt ofan á pott, sem sauð í. Verk- stjórinn segir okkur, að þetta starf sé mjög hættulegt. Helzt megi líkja því við starf á togara. Þarna geti allt gerzt, f ef menn hafi ekki augun hjá sér. En , sem betur fer hafi hann úrvals fólk í vinnu. Hann bendir á verkamennina: — Þarna er nú til dæmis tannlækna- f nemi, og þarna læknanemi, og sjáið manninn þarna með hnífinn, hann er í tryggingafræði. Svo fáum við sex stú- denta, þegar prófunum lýkur fyrir sunnan. Þetta er fólk, sem gengur af áhuga að verkunum. Það er aðalkost- urinn við það. Okkur hafði verið sagt, að mikið væri um kveðskap meðal verkamanna í hvalveiðistöðinni og við innum Magn- ús verkstjóra eftir því. — Talið við Halldór Blöndal, hann kemur á vakt kl. 4. Hann er þeim hnút- um kunnugastur. Það rennir rauður vöruflutningabíll í hlað. Út úr honum stíga allmargir menn. Hár og slánalegur, ungur maður í bláum vinnufötum stekkur út. Vel er honum sprottin grön. Hann kemur til okkar og spyr; — Vilduð þið eitt- hvað tala við mig eða var Magnús að gabba mig. Halldór fær sér í nefið, laundrjúgur á svip. — Eg er nú búinn að vera hér í níu sumur. Það er mikið upp úr þessu að hafa. Segið ekki hvað mikið. Hann fær sér aftur í nefið. — Annars er ég í mjölinu núna. Ég má ekki vera að tala við ykkur lengur. Blessaðir. Halldór hleypur af stað upp á skurð- arpallinn, klofar fyrir og yfir hvað sem er og hverfur á bak við skúr. Og við höldum heimleiðis með lykt- ina af hvalnum í nefinu. Það er ennþá rok og fjörðurinn er úfinn. Ef til vill skýtur Rauðhöfða upp aftur í firðinum í þessu veðri. Hver veit? Hvalbátar tveir eru úti á firðinum og vii'ðast velta ógurlega í ölduganginum. Það fljúga tveir hrafnar frá hvalstöðinni í áttina til fjallsins, Þyrils. Hvalsliurður er erfitt verk og engan veginn þrifalegt. Og ekki er lyktin góð, að minnsta kosti ekki fyrir þá, sem eru óvanir henni. Flensararnir á myndinni efst til vinstri hafa tekið sér hvíld andartak, en á myndinni hér að neðan eru þeir aftur lagðir til atlögu við hval- inn. A neðri mynd til vinstri er hval- kjötið sett í suðupott, og loks er myndin hér að ofan af verkstjóra hvalstöðvar- innar, Magnúsi Ólafssyni. ríií’*:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.