Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 22
VAGNINN ók til Parísar. Himinninn var skýjaður og landslagið regnvott. Öðru hverju tókst sólargeislunum að þrengja sér milli skýjanna. Þeir spegl- uðu sig í pollunum á veginum og mess- ingskrauti vagnsins. En síðan dró jafnskyndilega fyrir sólu, og aftur tók að rigna. Katrín horfði þreyttum aug- um út um gluggann, en tók eftir fáu af því sem fyrir augu bar. Hún gat allt eins hafa ferðast um eyðimörk. Hið eina sem skipti máli að hennar dómi var sá óendanlegi léttir, að hafa aftur fast land undir fótum. Ef hún gæti aðeins gleymt hinni hræðilegu sjóferð til Le Havre. Þetta var í fyrsta sinn sem hún ferðaðist sjóleiðis, og hún hafði heitið sjálfri sér að það skyldi líka vera í síðasta sinn. Enn þá fannst henni allt hreyfast umhverfis sig. Hún þurfti ekki annað en láta aftur augun. Þá fannst henni hún aftur vera komin um borð í skip. Þjónustustúlkan, sem sir Richard hafði ráðið nokkrum dögum áður en þau lögðu af stað, hafði legið allan tím- ann niður í káetunni og beðið um að fá að deyja. Það var ekki mikil hjálp að henni. Sir Richard var hins vegar nákvæmlega eins og við var að búast. Hann lét sig ekkert af þessu neinu skipta, heldur spilaði við einn af far- þegunum. Sá virtist jafn tilfinninga- laus og hann sjálfur. Katrínu hafði aldrei fundizt sir Rich- ard eins miskunnarlaus og ónærgæt- inn. Hin stöðuga sjóveiki hennar var að hans dómi aðeins skapgerðarveila og hann leit á hana með fyrirlitningu, þegar hún, náföl í andliti þaut framhjá honum — til þess að kasta upp. Eitt sinn sagði hann meira að segja, að þannig hegðuðu dömur sér ekki. Yfir- stéttarkonur urðu kannski aldrei sjó- veikar, eða hvað? Enda þótt veður væri svalt síðdegis, hafði hún beðið um að fá að aka í opnum vagni til Parísar. Henni fannst sem hún mundi aldrei fá nóg af fersku lofti — þ. e. a. s. á landi. En sir Richard FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI - 7. HLUTI 22 FALKINN hafði ekki mátt heyra það nefnt. Hann hafði leigt sér lokaðan vagn og ekki hlustað á Katrínu. Þau höfðu samfylgd til Parísar. Þar var kominn spilafélagi sir Richards á skipinu, roskinn maður, og sköllóttur, en með loðnar augnabrúnir. Katrín var raunar staðráðin í að láta sig engu skipta návist þessa manns, en seinna fór henni að leiðast og þá tók hún að hlusta með öðru eyranu á samtal þeirra. Þeir virtust eiga margt sameiginlegt til þess að ræða um. Hvert nafnið á fætur öðru — og flest báru þau virðu- lega titla — bar á góma, en Katrín kannaðist ekki við neitt þeirra. Ein- mitt núna voru þeir að ræða um kon- ungsættina. Katrín hafði ekki hug- mynd um hvernig lífið við hirðina gekk fyrir sig, en samt hlustaði hún á sam- tal þeirra með vaxandi forvitni. Boðið á dansleikinn í Eldon House hafði skyndilega fært þennan ævintýraheim nær henni. Sennilega mundi hún fá að sjá allt þetta merkilega fólk, sem þeir voru að tala um, og jafnvel tala við það. — Fyrir nokkrum dögum síðan, sagði sir Malcom, en svo hét herramaðurinn, — gerðist skemmtilegt atvik í Crock- fords-vínkjallaranum, þar sem hinir ungu hefðarmenn Lundúnaborgar só- lunda tíma sínum og peningum í drykkju og spilamennsku. Prinsinn var kominn aftur úr sumardvöl sinni í Bringhton og eins og venjulega var hann drukkinn og siðlaus. Trúr vana sinum ýtti hann til hliðar bezta spilar- anum og settist í hans stað. Þegar hann sá, hver í hlut átti, gaf hann honum að vísu bendingu um að hann mætti setj- ast og vera með í spilinu. En þá svar- aði viðkoman(di með setningu, sem vakti mikinn fögnuð allra viðstaddra: — Ég sé að þetta spil er einungis fyr- ir siðmenntaða menn! — Svipbrigði hans, hélt sir Malcolm áfram ■—■ gáfu greinilega til kynna hvað hann meinti. Samt hafði hann klætt þessa djörfu athugasemd sína í svo tvíræðan búning, að vel mátti skilja hana sem auðmýkt og undirgefni, eins og hann meinti að hann sjálfur væri ekki nægilega siðmenntaður til þess að sitja til borðs með prinsinum. Prins- inn varð að sjálfsögðu æfareiður, en gat ekkert gert og ungi maðurinn yfir- gaf vínkjallarann og spilabúluna sem sigurvegari kvöldsins. Sir Richard hló. — Ég vildi gjarnan kynnast þessum manni. Við eigum allt of lítið af slíkum mönnum, sem einhver dugur er í. Ég er satt að segja orðinn dauðleiður á þess- um skrautbrúðum, sem slangra úr einni knæpunni í aðra og eyða peningum sín- um. Hvað hét þessi náungi annars? —Glenmore, svaraði sir Malcolm. Katrín reis upp í sæti sínu og glennti augun af undrun. Að hugsa sér, ef þessi maður, sem hafði vogað sér að setja ofan í við sjálfan prinsinn, væri sami maður og sá, sem hún hitti í garð- inum. Hún þurfti ekki að bíða lengi eftir að sú von rættist. Sir Malcolm hélt áfram: — Þér þekkið ef til vill Glenmore, frænda lafði Channing? Katrín starði ringluð á sir Richard. Hvers vegna var hann svona undrandi á svipinn. Það var eins og eitthvað ótrúlegt hefði gerzt. Hann sagði: — Þessu hefði ég satt að segja ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.