Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 23
trúað um hann. Virðing mín fyrir að- dáenda þínum, mín kæra Catherine, hefur vaxið mikið. í fyrsta skipti alla ferðina sneri hann sér að henni. Nú var einnig eins og sir Malcolm uppg'ötvaði að Katrín hafði verið þarna í vagninum allan tímann. Hann skoð- aði hana í krók og kring og á svip hans mátti sjá, að hann komst að þeirri nið- urstöðu, að þessi föla stúlka væri ótrú- lega og furðulega fögur. Vagninn ók inn í Parísarborg. Skýin dreifðust á himninum. í görðum var angan af hálfútsprungnum í'ósum. Hæg- ur andvari feykti þurrum kastaníu- blöðum. Grasið var eilítið tekið að fölna og sitthvað fleira vitnaði um ná- lægð haustsins. Katrín glaðvaknaði um leið og hún heyrði hófadyninn á steinlögðum göt- unum. Strætin voru full af fólki og hvarvetna iðaði allt af lífi og fjöri. Innan skamms færi að rökkva. Fyrsta kvöldið mitt í París, sagði hún við sjálfa sig um leið og hún leit yfir húsin, göturnar og fólkið í þessari gömlu borg. Jú, það var þrátt fyrir allt dásamlegt að lifa. Eða var hún ef til vill hamingjusöm eingöngu vegna þess, sem sir Malcolm hafði sagt um Glenmore? Það var enginn efi á því, að Bruce Glenmore var hinn fullkomni riddari, sem ekkert óttaðist. Önnur minning skaut upp kollinum í hug hennar andartak, minningin um stefnumótið í Bond Street. Hún fann hvernig roðinn hljóp fram í kinnar henni. En þá þvingaði hún sig til þess að hugsa aftur um Bruce Glenmore, og lengi sat hún og lét sig dreyma ljúfa drauma. Meðal annars gekk hún við hlið hans um gyllta sali upplýsta af voldugum kristalskrónum og á báðar hliðar stóð hefðarfólk Lundúnaborgar og starði öfundaraugum á þau. Og einn- ig sat hún í stóru og fallegu húsi úti á landi og beið þess, að Bruce kæmi aft- ur úr stríðinu — hlaðinn heiðurs- merkjum! Hún gat ekki gert sér grein fyrir hvers konar stríð þetta var, en það skipti hana engu máli meðan hún sá hann fyrir sér sitja á hesti í glæsi- legum einkennisbúningi. Það var ekki laust við að hjarta hennar berðist hraðar en það átti vanda til. Að hugsa sér að sjá hann þar sem hann reið í fararbroddi og menn hans á eftir eða sjá hann standa í stafni á stríðsskipi sínu og skipa mönnum sínum fyrir. Hún heyrði ölduganginn við skipshlið- ina. Nei, nei. Síðasta draumsýnin vakti með henni óblíðar minningar . . . — Við erum komin, Catherine! Hún hrökk upp við þurrlega rödd sir Richards. Hann var rétt búinn að kveðja sir Malcolm, sem ætlaði að búa hjá vini sínum í nágrenninu. Kona að nafni madame Rocher hafði yfirumsjón með húsinu, þar sem Katr- ín átti að búa. Húsið var heldur óásjá- legt að utan, en hún hafði dásamlegt útsýni yfir Tuilleri-garðinn. Stofustúlkunni Suzu, sem var upp- runnin í Vestur-Indíum og talaði ensku með sterkum frönskum hreim, var vísað til herbergis í kjallara hússins. Skömmu síðar var Katrín komin inn í svefnherbergi sitt, sem var klætt ljósbláu veggfóðri með hvítum rönd- um. Rúmið var klætt efni með sama mynstri. Hún komst að raun um að dýnan í rúminu var dúnmjúk og skúff- urnar í náttborðinu hennar lyktuðu af ilmvatni. Hún varð gagntekin feginleik og vel- líðan, slengdi af sér kápunni og hatt- inum og fannst enn þá vera saltvatns- lykt af því. Hún settist við gluggann klædd örþunnum undirkjól og horfði á kynlega skugga rökkursins í garðin- um fyrir utan. — Baðið er til reiðu, mademoiselle Catherine. Djúp rödd Suzu barst henni úr rökkrinu. Katrínu geðjaðist vel að því hvernig Suzu bar nafn hennar fram, — með aðaláherzlu á síðasta atkvæð- ið. Það gerði það að verkum, að henni fannst hún vera önnur persóna en sú, sem sir Richard hafði fundið upp og vildi gera að fullkominni hefðarmey. Henni geðjaðist einnig vel að þeirri virðingu sem Suzu sýndi henni. Sir Richard fullyrti að hann hefði valið þessa hörundsdökku ungu konu með skjannahvítar tennur og mjúkar hreyf- ingar einungis af því að hún minnti hann svo mikið á negramyndastyttur sem hann átti. Katrín lá í baðinu og lét Suzu skrúbba sig á bakinu. Katrín óskaði þess heitt að fröken Brown og Perkins-hjónin sæju hana á þessari stundu. — Nú hef ég jafnað mig. Nú get ég loksins séð vatn án þess að verða sjó- veik, sagði Katrín ánægð. — Já, en ekki meira magn af því en þetta. Þetta er að minnsta kosti nóg fyrir mig, sagði Suzu og brosti. Síðan hélt hún áfram: — Jæja, þá er þessu að verða lokið. Hún þurrkaði brúnar hendur sínar og fékk Katrínu stórt baðhandklæði sem lá á spegilsléttu marmaraborðinu. Hvað hún er falleg, hugsaði Katrín FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.