Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 24
og virti fyrir sér með aðdáun brúnt og fíngert andlit hennar undir appel- sínurauðum túrbaninum. Nokkrir svita- dropar voru eins og perlufesti á hálsi hennar. Suzu mætti augnaráði hennar og varð undrandi. Katrín fann, að nú hafði hún gert eitthvað sem ekki átti við og flýtti sér að spyrja um nýja kjólinn, sem hún hafði fengið skömmu áður en þau lögðu af stað til Parísar. — Við ætlum í leikhúsið, sagði hún eins þurrlega og hún gat. í fyrsta skipti hafði sir Richard lát- ið að ósk Katrínar og gefið henni blá- an kjól, sem hún fór nú í. — Ó, mademoiselle Catherine, lítið bara á yður í speglinum! Katrín horfði á eigin spegilmynd. Það . var satt, hún var dásamleg, enda var gj þetta sá fegursti kjóll, sem hún hafði augum litið. Suzu virti hana fyrir sér frá öllum hliðum. Þessi stúlka er meistaraverk skaparans, hugsaði hún full aðdáunar. En allt í einu fann hún til stolts og hlýju yfir því að fá að vera þjónustustúlka hennar og einhvern veginn fann hún á sét, að Katrín mundi þurfa á aðstoð hennar og hjálp að halda í framtíðinni. Hún var glöð yfir hlutskipti sínu. — Ég vorkenni leikurunum sem eiga | að leika í kvöld. Allir munu aðeins 1 horfa á yður, mademoiselle, sagði Suzu i og brosti. í fyrsta skipti hafði sir Richard ekk- H ert við útlit Katrínar að athuga. Hann I stóð niðri í forstofunni og ræddi við madame Rocher, þegar Katrín birtist í stiganum. Hún gekk hægt og virðulega, af því að hún var ekki vön að ganga í svo viðamiklum klæðnaði. Þegar hann kom auga á hana, hætti hann í miðri setningu. Henni hafði næstum tekizt að gera hann orðlausan af undrun. — Ekki svo slæmt, alls ekki svo slæmt, tautaði hann. Madame Rocher hneigði sig virðulega fyrir Katrínu og sir Richard hélt áfram: — Erfiði mitt er farið að bera ávöxt, Catherine. Væri ég tuttugu árum yngri hefði ég gripið andann á lofti af að- dáun. Nú læt ég mér nægja gleði lista- mannsins, þegar hann sér að sköpunar- verk hans er brátt fullunnið. Katrín leit tortryggin á hann. Bros hans var þurrt og hún vissi ekki hvort honum var alvara eða ekki. Hún fór að velta fyrir sér, hvernig sir Richard hefði verið, þegar hann var ungur. Eða hafði hann aldrei verið ungur? Það var eins og hann hefði lesið hugs- anir hennar. Hann sagði: — Sumt fólk er fætt til þess að lifa lífinu, Catherine. Annað til þess að skoða það. Ég er í hópi hinna síðar- nefndu. Að svo mæltu gekk hann á undan henni að vagni, sem beið þeirra fyrir utan. Hún gekk þegjandi á eftir hon- um. Hann var glæsilega klæddur, það vantaði ekki. Hann var í fjólubláum silkafrakka og kremlituðum þröngum Frh. bls. 32 000 kr. gólfteppi V N hlýtur sá, sem ræður fimm krossgátur rétt í röð. Eftir vin- sældum krossgátunnar að dæma og öllum þeim fjölda af rétt- um lausnum, sem okkur berast vikulega, er ekki að efa, að þátttakan í þessari nýju verðlaunakeppni verður mikil, og það verður að draga á milli þess stóra hóps, sem ræður kross- gáturnar fimm rétt. — Keppnin hófst í síðasta blaði og hér birtist því annar hluti hennar. Þátttakendur eiga að safna gátunum fimm og senda okkur þær allar í einu, þegar keppn- inni lýkur. Takið þátt í skemmtilegri dægradvöl og freistið gæfunnar! Þetta eru myndarlegustu krossgátuverðlaun, sem í boði eru. Vinnið glæsilegt AXMINSTER-teppi! 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.