Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 28
Böðullinii Framh. af bls. 9. til líksins og sannfærir sig um, að lífið sé slokknað. Fara nú allir út úr her- berginu, en líkið er látið hanga þar enn í eina klukkustund. Þá tekur böð- ullinn það niður, opinber líkskoðun fer fram, og um hádegisbil er ’hinn látni jarðsettur í garði fangelsisins. Tilkynn- ing er fest upp, úti fyrir fangelsinu um, að dómnum sé fullnægt. Fer þá oft svo, að fjöldi forvitinna manna safn- ast utan um auglýsinguna. ÞEGAR Albert Pierrepoint stóð fyrir máli sínu hjá stjórnarnefndinni, sýndi hann fulltrúunum hvernig aftaka færi fram. Var einn fangavörðurinn látinn leika hlutverk hins dauðadæmda, bund- inn á höndum og færður á aftökustað. En LITLA SAGAN: NÆTURUÓD Hinn glæsilegi ungi dægurlagasöngv- ari, Bob Twist, gekk hröðum og léttum skrefum um götuna. Alls staðar, sem Bob kom fram, litu stúlkurnar hann hýru auga, því að Bob taldist til þeirra manna, sem stúlkurnar gátu ekki sofn- að, er þær hugsuðu um. Klukkustund eftir klukkustund liggja þær vak- andi í rúmum sínum og stara í daufri skímu mánans á mynd söngvarans, sem hefur umhyggjusamlega verið klippt úr vikublaði og sett álíka umhyggjusam- lega í ramma. En þær liggja bara og stara unz kominn er morgunn og Bob kemur ekki, því að hann er hamingju- samlega giftur og hefur ekki vitund áhuga á þeim stelpuskara, sem eltir hann og dáir, en þær vita það ekki, og það kemur heldur sögunni ekkert við. Bob stanzaði. Nokkrir feitir og sterkir menn, sveittir og másandi bera þunga kommóðu þvert yfir gangstéttina. Bob biður þolinmóður þangað til þeir hafa komið kommóðunni inn í ganginn, þá heldur hann áfram, en aðeins nokkur skref. Hver er það, sem kemur þarna? Er það ekki snarvitlausa stelpuskjátan, sem hafði klippt af honum bindið á miðjum tónleikum til þess að eiga til minja. Hún mátti ekki sjá hann. En hvar átti hann að fela sig? Flutningabíllinn, hann stökk leiftursnöggt upp í hann, hvarf inn í stóran klæðaskáp og lokaði hurð- inni á eftir sér. Hann ætlaði að bíða þangað til hún væri komin fram hjá og ætlaði þá að 28 PALKINN Pierrepoint var venju fremur lengi að búa sig undir að þessu sinni. ,,Þetta var heldur ekki nema uppgerðaraf- taka,“ sagði hann seinna. „Hið venju- lega andrúmsloft var ekki fyrir hendi.“ Til dæmis lifði fangavörðurinn sig of mjög inn í hlutverk sitt, og lék það þó alls ekki rétt. Því þegar binda skyldi hendur hans á bak aftur, veitti hann viðnám, en það gera dauðadæmdir fangar aldrei, að sögn Pierrepoints. Venjulega eru þeir mjög rólegir. Mest ber á skelfingu og taugaspennu nokkr- um klukkustundum fyrir aftökuna, en því er að mestu aflétt, þegar þeir ganga á aftökupallinn. Aðeins einu sinni hefur Pierrepoint þurft að fást við erfiðan „aðila“, er sparkaði, sló og öskraði af heift, þeg- ar hann var fluttur úr dauðaklefanum. Þegar Albert skýrði nefndinni frá þessu, bætti hann við: „En það var nú reynd- ar ekki heldur Englendingur.* yfirgefa felustaðinn, en þá var ekki hægt að opna dyrnar. Hvað var þetta? Hann barði með krepptum hnefum á dyrnar, en það var árangurslaust. Skáp- urinn fór allt í einu að hristast svo undarlega ■—■ flutningabifreiðin var komin á stað. Utlitið var ekki gott, en aftur á móti var engin ástæða til þess að verða hræddur. Fyur eða seinna hlaut vagninn að stanza, svo að hann gæti gert flutn- ingamönnunum það skiljanlegt, að skápurinn væri ekki galtómur eins og þeir héldu augsýnilega. Á meðan var ekki hægt að gera annað en að reyna að hafa það sem þægilegast. Hann lét sig falla niður á botn skápsins og gróf höfuðið í höndum sér og geispaði svo- lítið. Þegar bifreiðin loksins stanzaði, svaf Bob eins og steinn. Flutningamennirnir burðuðust með skápinn og fóru með hann til hins rétta eiganda. Sá bjó á fjórðu hæð og hét, ungfrú Rósa Lind. Bob Twist svaf enn eins og steinn. Undanfarnar nætur hafði hann ekki sofið mikið og var nú langt í burtu í draumheimum sínum. Þar var hann að vinna hverja verðlaunakeppnina á fæt- ur annarri. Framh. á bls. 36. Stöku sinnum hefur það komið fyrir, að fangar hafa fallið í öngvit á síðasta augnabliki, eða brostið í grát. „Hvað er tekið til bragðs, ef fangi fellur í öngvit, þegar hann er kominn á fallhlerann?“ spurði einn nefndar- manna. „Það breytir engu,“ svaraði Pierre- point. „Ég tek í handfangið eigi að síð- ur.“ „En ef hann missir meðvitund eða taugar bila á leiðinni úr klefanum?“ „Breytir engu að heldur. Þá er hann borinn þangað. Því sé aftaka ákveðin á vissum tíma, er henni fullnægt á þeirri stundu.“ Þessi ummæli kunna að virðast hörð og hrottaleg. En svo er ekki í augum Alberts. Hann hefur fyrirmæli um, að leysa ákveðið verk af hendi, sem þjóð- félagið hefur falið honum, og það ger- ir hánn. „Færir starfsemin yður þrautir og þjáningar andlega séð?“ var spurt. „Ég er orðinn því vanur nú. Aftaka hefur ekki nokkur minnstu áhrif á mig, nú orðið.“ „Ekki heldur, þótt sjálft líflátið fari í handaskolum hjá yður?“ „Það hefur aldrei komið fyrir — aldrei.“ Albert Pierrepoint hefur þá skoðun, að konur séu hugrakkari gagnvart af- töku sinni en karlar yfirleitt. Svo ein- kennilega vildi til, að þessi ummæli böðulsins voru þau sem mesta athygli vöktu innan vissra vébanda á Englandi, af öllum hugleiðingum áðurgreindrar stjórnarnefndar. Má vera, að það hafi á einhvern hátt verið af þeirri ástæðu, að einmitt um sama leyti var sýnd athygl- isverð, amerísk kvikmynd, er predikaði svo harkalega gegn því að konur væru dæmdar til dauða og teknar af lífi, að bannað var að sýna hana opin- berlega í Englandi. Hins vegar var hún sýnd nokkrum sinnum fyrir lokuðu húsi, og eingöngu vissu boðsfólki, svo sem lögfræðingum, dómurum, stjórnmálamönnum og blaða- mönnum. Þessi kvikmynd hafði gífurleg áhrif á þá, er hana sáu. Hún fjallar um konu, er fellir hug til manns, sem er sjö ár- um yngri en hún, og hjálpar honum til að myrða eiginkonu sína. Þau eru bæði dæmd til dauða. Síðustu atriði myndarinnar sýna, þegar hún er færð til aftökunnar og fær taugaáfall á leið- inni. Hún gengur ekki, heldur draga tveir fangaverðir hana æpandi eins og brjálæðing, en skelfingin gerir hana líkasta dýri., Að lokum fellur hún í öngvit og inn- an úr aftökuklefanum heyrist stóll dreg- inn til. Er auðheyrt, að hún hefur verið sett á stól, sem kippt hefur verið und- an henni um leið og fallhlerinn opn- aðist. Myndin er grimmileg og and- styggileg, en þó er hún byggð á raun- verulegum atburðum, harmleik sem gerðist í Englandi á öldinni sem leið. Hver og einn, er séð hefur þessa Framh. á bls. 33.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.