Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 29
BLAÐAMENN UM Það var hérna um daginn, að mér ásamt öðrum fréttamönnum var boðið út í erlent skip, nánar tiltekið herskip. Fréttamaður frá Þjóðviljanum hafði sagt mér, að þetta væri flugvélamóður- skip og ætti í framtíðinni að hafa að- setur í Hvalfirði. Ég var því eftirvænt- ingarfullur að sjá þetta skip og vildi óður og uppvægur fara um borð. Ég fór því niður að höfn og þar voru blaða- menn frá hinum blöðunum komnir og biðu eftir báti, sem átti að flytja þá um borð. Loksins kom báturinn og kempurnar stigu upp í hann. Veður var hið fegursta eins og alltaf er, þegar blaðamenn eru boðnir eitthvað. Við sigldum út í skipið og tók það rúman hálftíma. Aðmírállinn tók sjálfur á móti okkur með pompi og pragt í fullum herklæð- um. Hann var með öll heiðursmerki og orður, sem hann hafði fengið. Ég sá ekki betur en að það glitti í Fálkaorðuna innan undir jakkanum, á vestinu. Hann leiddi okkur um skipið og sýndi okkur það markverðasta og á meðan notuðu fréttamennirnir tækifærið og spurðu hann spjörunum úr, svo að hann stóð næstum allsnakinn eftir. — Er Rússinn dálítið skæður hérna við ströndina núna? spurði blaðamaður frá Mogganum. — Rússinn er alls staðar hættulegur, svaraði aðmírállinn ljúfmannlega og glotti við tönn. — Hvað er mikið farið með í mat hér á skipinu? spurði blaðamaður frá Tímanum, ég á við á sólarhring. — Svona 4 tonn af kjöti og 100 kg. af gæðasmjöri, og eitthvað af ýsu. — Hvaðan er það smjör? spurði sá sami. — Frá Kóreu, vinur minn, svaraði aðmírállinn brosandi. Ameríkanar eru alltaf brosandi. — Hafið þið samvinnufélag hér um borð? spurði Tímamaðurinn enn. — Já, við skiptumst á um að vaska upp, anzaði aðmírállinn. Nú hallaði aðmírállinn sér upp að mér og spurði: — Segðu mér eitt, frá hvaða blaði er hann þessi leiðinlegi þarna? Hann átti við Tímamanninn. Mér gafst ekki tóm til að svara, því að nú spurði háttvirtur blaðamaður frá Al- þýðublaðinu: — Hafið þið engar skvísur á veggj- unum í káetunum? Áður en aðmírállinn gat svarað, hafði BORÐ I HERSKSPI blaðamaður hjá Vísi gripið fram í: — Það er tungunni tamast, sem er hjartanu kærast. — Á þetta að vera fyndið? spurði maður nokkur húmoriskt vaxinn. Hann var víst frá Vikunni. — Vinir mínir, sagði aðmírállinn, það eru engar káetur hér. — En hvar er barinn? spurði blaða- maður frá Mánudagsblaðinu. — The W. C. is 'there, anzaði Tíma- maðurinn hugsi. Ætlarðu að blanda? — Hvað eigið þér mörg börn? spurði fréttamaðurinn frá Útvarpinu og sneri sér alvörufullur á svip að aðmírálnum. Aðmírállinn hafði greinilega ekki heyrt þessa spurningu, því að hann sneri sér að Moggamaninum, sem spurði mjög gáfulega: — Teljið þér, að íslenzku varðskipin megni að veita eitthvert við- nám, ef til innrásar kæmi? Ég á við, að ef rússneskir togarar gerðu árás? Þá klappaði aðmírállinn góðlátlega á öxlina á Moggamanninum og sagði til svo, að það væri margur knár, þótt hann væri smár. Okkur til heiðurs var nú opnað fyrir íslenzka útvarpið og við heyrðum í Stefáni Jónssyni, þar sem hann var að spyrja einhvern skipstjóra um síldveið- ar. — Er ekki anzi mikið slor af Faxa- flóasíldinni? heyrði ég að Stefán spurði. — Vinur minn, sagði skipstjórinn, þú spyrð eins og maðurinn sem spurði hann Gvend um hvað væri önguli. Nú loksins gat ég spurt aðmírálinn, því að allir hinir fréttamennirnir voru að hlusta á þáttinn um slorið. , — Hvernig líkar yður við íslenzka kvenfólkið? spurði ég í einlægni. — Þið Fálkamenn eruð enn við sama heygarðshornið, sagði Moggamaðurinn og blaðamaður Mánudagsblaðsins hló. — Hvað er heygarðshorn? spurði sá gáfulegi frá Vísi. — Þrífst hér nokkur siðmenning? spurði Alþýðublaðsmaðurinn. — Þetta kom nú úr hörðustu átt, anz- aði Tímamaðurinn. — Sýnið þið kúrekamyndir hér í bíóinu ykkar? spurði Vikukarlinn. — Ert þú kvikmyndakritiker? spurði Útvarpsfréttamaðurinn. — Hvar eru allir sjóliðarnir? spurði ég aðmírálinn. -— Vinur minn, sagði hann, hvar ættu þeir annars staðar að vera en í Thors- kaffé. — Þekkirðu þann stað vel? spurði Tímamaðurinn mig. Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.