Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 30
FIMM MÍNÚTUR UM FURÐULEG FVRIRIIÆRI Fyrirboði Það er segin saga, ef ég heyri undar- lega klukkuhljóma fyrir eyrum mér, að þá berst mér andlátsfregn skömmu síðar. Hljómarnir eru misjafnlega hvellir, og það virðist fara eftir styrk- leika þeirra hversu mikið ég þekki viðkomandi persónu, sem látizt hefur. Ég hef mjög oft orðið var við þetta, en aldrei sagt neinum frá því. Hinn hvíti pappír, sem ég hripa á núna, á að verða trúnaðarvinur minn að þessu sinni. Sömuleiðis hafa mörg önnur fyrir- bæri hent mig, en ég ætla ekki að telja upp nema eitt til viðbótar í þetta skipti. Fyrir nokkrum árum fór ég í heim- sókn til kunningjakonu minnar, sem býr hér í Reykjavík. Hún var heima og bauð mér inn til sín. Þetta var kona rúmlega fertug, vel hraust og góð heim að sækja. Hjá henni dvaldist móðir hennar, sem var ern vel, og stóð hún við eldhúsborðið og var að þvo upp og virtist hin hressasta. Ég settist inn í eldhús og fór að spjalla við þær mæðgur. Var allt gott af þeim að frétta. En strax varð ég þess áskynja, að önnur hvor þessara kvenna var feig, en hvor þeirra það var vissi ég ekki. Mér er ekki gefin svo sterk yfirnáttúruleg skynjun, að ég gæti aðgreint það. Mér er ómögu- legt að lýsa þeim einkennilegu straum- um. sem ég varð þarna fyrir. Ég lét ekki á neinu bera, en hafði stutta við- stöðu þarna á heimilinu að þessu sinni. Mér leið síður en svo vel. Ég hringdi nokkrum sinnum til Framh. á bls. 32. 30 FÁLKINN Ein iiti á þjoðvegiiium Framh. af bls. 15. í blöðunum. Fyrst var Kinnick myrtur, síðan Holtz, því að hann vissi of mikið um mennina fjóra, sem voru taldir við- riðnir Kinnick-málið .. . Fjórir menn . .. Littleton . .. Laura starði fram fyrir sig. Gráa bifreiðin hafði komið frá Littleton! Mennirnir fjórir sviplausu höfðu starað á Tom, þegar hann skrifaði í vasabók sína. Lögreglan myndi fá uppgefið númerið. Ef mennirnir í gráu bifreiðinni höfðu drepið Denny Holtz, myndi fjarvistar- sönnun þeirra gjöreyðilögð, og um það væri Tom einum að kenna. Númerið var í rauninni dauðadómur yfir þeim. Úr því þeir drápu Holtz, vegna þess að hann var þeim hættulegur, hvað þá með Tom? Litli smellurinn, sem hún hafði heyrt, var það .. .? Holtz hafði verið skotinn úr bifreið, sem fór fram hjá. Þegar lang- ferðabifreiðin fór fram úr þeim, hafði verið bifreið á eftir þeim með sterk ljós. Þá hafði smellurinn heyrzt. Ef þetta hefði verið gráa bifreiðin, hlaut hún að hafa elt þau . . . Laura hafði ekki hugsað hugsunina á enda, er hún sá gráu bifreiðina úti á þjóðveginum. Hjartað barðist í brjósti hennar, á meðan hún horfði á bifreið- ina aka á fleygiferð eftir þjóðveginum, hægja ferðina nokkuð í hallanum, þar til hún sá glampa á rauð bakljósin, sem lýstu eins og hættumerki, þegar bif- reiðin nam staðar. Fóru mennirnir fjórir út úr bifreið- inni? Skyldu þeir læðast að henni í myrkrinu? Nei, þetta var vitfirring, hún mátti ekki hugsa svona. Rétt við bifreið hennar óku menn fram hjá — velviljaðir og hjálpfúsir .. . Það væri nú skynsamlegast að gæta að því, hvort ekki væri kúlugat á benzíngeyminum, til þess að leiða burt allar grunsemdir. Hún tók á öllu sínu viljaþreki og steig út úr bifreiðinni. Hún hélt sér fast í aurbrettið, á meðan hún beið þess, að Ijósin frá næstu bif- reið lýstu á benzíngeyminn. Þegar Ijósin skullu loks á geyminum, var sem hjarta hennar hætti að slá Gatið á geyminum var greinilega eftir byssukúlu! A meðan hún stóð álút yfir benzín- geyminum, án þess að geta hreyft sig úr sporunum, óku þrjár bifreiðar hratt fram hjá, hver á eftir annarri. Hvin- urinn frá þeim skall á hljóðhimnum hennar. Hún rétti úr sér. Rauð afturljós voru að hverfa sjónum. Þjóðvegurinn var skyndilega auður, svo auður, að hún heyrði tístið í skordýrunum. Þá heyrði hún skyndilega rödd. Hún heyrði ekki orðin. Hún fann, að þetta var skipun, sem kom einhvers staðar frá útan úr myrkrinu. Hún stirðnaði af skelfingu, en gekk þó hægt að opnum dyrum bifreiðarinnar. Hún staulaðist inn, lokaði á eftir sér og læsti. Skelf- ingin greip hana enn heljartökum. Ljósin frá næstu bifreið skullu á afturrúðunni. Hún starði inn í myrkrið frammi með veginum og sá eitthvað hreyfast. En aðeins eitt andartak. Þegar ljósið var sem sterkast, sást ekkert. Hún sá aðeins fyrir sér arfaskúfa og gadda- vír — annað ekki. Hún vissi, að þeir voru að leita að vasabók Toms. Hún vissi líka, að ef hún fengi þeim hana, væri dauði hennar enn vísari — því að hún vissi hvað þeir vildu. Þeir voru komnir! Hún heyrði ein- hvern segja: — Láttu eins og þú sért að gá að því, hvort hjólbarðinn sé sprunginn, Joe — Án þess að koma upp stunu seig hún niður úr sætinu og þrýsti sér undir mælaborðið. Þeir myndu naumast koma auga á hana, því að hún var dökkklædd, en hurðina yrðu þeir samt að brjóta upp, til þess að ná í vasabókina. Þá hlytu þeir að rekast á hana. Einhver tók í hurðina. Síðan heyrðist blótað, og einhver sagði: — Ég verð að brjóta rúðuna. Látið eins og þið séuð að glápa á afturhjólið ... Laura vissi mætavel, að enginn myndi veita þessu athygli. Það var engin ný- lunda við að sjá þrjá menn horfa á sprunginn afturhjólbarða. Sá fjórði ætti auðvelt með að brjóta rúðuna. Og þegar hann kæmist inn, myndi hann koma auga á Lauru og skjóta hana umsvifa- laust — og hvað þá með Tom? Honum var dauðinn vís, þarna sem hann gekk eftir graseynni. Til þessa hafði hræðslan lamað hana, en hugsunin um Tom kom henni til sjálfrar sín. Hún smeygði sér varlega upp að framsætinu. Ljósið frá vasaljósi lýsti á andlit hennar. Maðurinn hafði komið auga á hana. Hún heyrði hann blóta og berja vasaljósinu við rúðuna. Þá settist hún við stýrið, setti í gír og ræsti bifreiðina. Hún hreyfðist reyndar með hikstandi rykkjum, en hreyfðist þó. Maðurinn sló enn til rúðunnar, sem molnaði öll, þótt ekki kæmi á hana gat. Laura kveikti á ljósunum, og bifreiðin mjakaðist hægt út á akbrautina. Síðan heyrðist freklegt hljóðmerki frá næstu bifreið. Hún var komin út í vinstri ak- greinina — þá akgrein, sem ætluð var hröðustu umferðinni. Einn mannanna hafði reynt að hlaupa á eftir henni. Henni fannst hún sjá út- undan sér, að hann hörfaði til baka, er bifreið kom brunandi eftir veginum og næstum straukst við bifreið hennar með miklum hvin. Bifreiðin sniglaðist enn áfram. Rafgeymirinn hlaut að vera að tæmast. Það er reyndar hægt að mjaka bifreið með því að síræsa hana, en það gjöreyðileggur hana. Enn þutu bifreiðarnar fram hjá og þeyttu hornin í bræði. Tveir mannanna komust út á graseyna og eltu hana þar. Þegar færi gæfist og ekki sæist til neinna bifreiða, myndi annar þeirra hlaupa að rúðunni og skjóta hana misk- unnarlaust. Hún ók í hlykkjum eftir ak- brautinni. Við borð lá, að næsta bifreið skylli á móti henni, en bifreiðarstjórinn gat forðað árekstri á síðustu stundu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.