Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 31
Bifreið hennar ók hægar og hægar. Geymirinn var að tæmast. En þá, einmitt er hún hélt, að geymir- inn væri þurrausinn. tók bifreiðin við sér. Hún var komin þangað, sem vegin- um hallaði niður á við. Aftur reyndi hún að aka í hlykkjum, til þess að reyna að sýna, að eitthvað væri að. En hún fékk ekki betri undirtektir en gremju- leg hljóðmerki frá næstu bifreiðum. Enginn stanzaði. Brátt væri hallinn á enda, og þá væri henni dauðinn einn vís. Skyndilega kom hún auga á gráu bif- reiðina, sem lagt hafði verið við hægri vegarbrún. Hún var nú á talsverðri ferð, ef hún næmi staðar, myndu næstu bif- reiðar fyrir aftan hana grípa tækifærið og komast fram úr. Hún vissi aðeins um eitt, sem gat fengið ökumenn til þess að nema staðar. Aðeins eitt. Gráa bifreiðin var rétt við bifreið hennar. Hún beygði til vinstri og beindi síðan bifreið sinni beint að gráu bif- reiðinni. Hávaðinn var ærandi. Hvín- andi hemlar og skarkali heyrðist utan úr myrkrinu umhverfis hana. Bifreiða- stjórar komu hlaupandi, til þess að bjarga henni úr flakinu. Bifreið kom þjótandi hinum megin graseyjarinnar, ók upp á eynna og nam þar staðar. Loksins var komin lögreglubifreið. Martröðin var á enda. Stuttu síðar hélt Tom henni í örmum sér. Hann greip svo fast um hana, að hún leit upp og horfði framan í hann. Hann var náfölur og skelfdur. Hann fann það núna, sem hún hafði fundið skömmu áður. Hann átti bágt með að ná andanum. Hún fann, að hann skalf og kom ekki upp einu einasta orði. Kæri Astró. Ég les alltaf þættina þína með athygli og skaltu hafa þökk fyrir. Ef ég tryði ekki á sannleiksgildi spánna, mundi ég ekki nú skrifa þess- ar línur og biðja þig að at- huga hvað stjörnurnar segja um framtíð mína. Ég er fædd kl. 16 og eftir því, sem ég hef lesið um per- sónuleika fólks, sem fætt er undir sama stjörnumerki, skilst mér að þetta séu ótta- legir vandræðagemlingar, þótt úr rætist kannske með suma. Það er að minnsta kosti mín skoðun, að það sé yfirleitt mesta ergelsi að vera „Ég“. Ég er ákaflega áhrifa- gjörn og það kemur fyrir að ég skipti um skoðun jafn oft og auðveldlega eins og ég skipti um föt. Sama er að segja um skapið, ýmist þung- lynd eða ofsaglöð. Mundi ég mikið vilja gefa fyrir að mega dóla í friði milliveginn. Eigin- lega finnst mér ég ekki vera hæf til neins sérstaks og hef áhuga á öllu en engu sérstöku, nema vera skyldi helzt því, sem ég get ekki stundað. Ég hef ferðast mikið og leitar hugurinn oft til heitari landa, þó Frónið eigi mikið í mér og að maður tali nú ekki um „þarfasta þjóninn“. Kærast- inn minn er fæddur ... og logar vel í á milli okkar. Viltu vera svo góður að segja mér hvað stjörnurnar telja að mér sé fyrir beztu, svo ég geti verið góð manneskja, sjálfri mér og öðrum til ánægju. Þín Ugla. Svar til Uglu: Það er mjög algengt með fólk, sem hefur Mánann rís- andi eins og það er orðað í stjörnuspekinni, að skipta títt um skap. Það er ekki ósvip- að Mánanum sem fer himin- tungla skjótast gegn um stjörnumerkin og er ýmist vaxandi eða minnkandi. Ég mundi ráðleggja þér, ef þú átt stjörnumerkjabók, að kynna þér hvað sagt er um merki Krabbans eða fólk, sem fætt er á tímabilinu 21. júní til 21. júlí. Þar muntu finna margt, sem kemur heim við ýmislegt í fari þínu. Já, þið eigið vel saman að því leytinu að þið bætið hvort annað upp. Það sem þig vant- ar, það hefur hann og öfugt. Þið getið því lært margt í samvist hvors annars. Það er talsvert erfitt fyrir þá, sem á annað borð eru á- hrifagjarnir eða næmir fyrir áhrifum frá öðrum, að stilla sig af í nútíma þjóðfélagi, auglýsinga, fjöldasefjunar og dáleiðslu. Annars eru margar stofnanir erlendis, sem leitast við að bæta úr ástandinu og koma vitinu fyrir fólk, svo sem ýmsar trúarstefnur, yoga- skólar og heimspekiskólar. Þú minnist á það í bréfi þínu, að það sé hið mesta „ergelsi að vera Ég“. Þetta minnir mig á goðsögnina um gyðinginn gangandi, sem er alltaf ungur og rápar um ver- öldina í leit að hamingju og endurlausn. Þessi stutta saga er talsvert táknræn, því í henni má sjá leit mannkyns- ins að hamingjunni um allan heim, erlendis, hérlen,dis og yfirleitt alls staðar annars staðar en á hinum rétta stað. Nefnilega í sjálfri „ÞÉR“. Þessi orð mín muntu aldrei skilja fyrr en þú snýrð leit þinni að hamingjvmni inn á við í fylgsni hugans og hjart- ans. Bak við þær dyr. sem enginn annar hefur aðgang að til að trufla, ef dyranna er gætt. Á þessar dyr benda trúarbrögðin, yogarnir, heim- spekin og lífið, ef aðeins er staldrað við og gáð. En svo við víkjum aftur að kortum ykkar þá er kort kær- asta þíns sérlega fínt og ég held hann hafi allar aðstæð- ur til að verða mjög efnaður maður þegar frammí sækir. Eins og þú ef til vill veizt er hann fæddur þegar sól var í Hrútsmerkinu og þar eru einn- ig fleiri plánetur ásamt mörg- um plánetum í merki Ljóns- ins og væri því ekki að undra þó hann síðar meir á ævinni og jafnvel nú væri mjög framstandandi á sínu sviði. Að minnsta kosti held ég að hann muni njóta mikillar virðingar síðar meir fyrir vel unnin störf. Ég sé ekkert í stjörnukortum ykkar sem mælir gegn því að þið náið saman. Eitt það athyglisverðasta, sem ég sé í korti þínu er hve margar plánetur eru í áttunda húsi eða áttunda geira hrings- ins. Þessi hluti himinsins á þessari stund hefur áhrif á dulargáfur fólks og það er sér- staklega hrifið af því sem er dulrænt og leyndardómsfullt. Því er sérstaklega ráðlagt að kynna sér drauma og merk- ingu þeirra, því þeir hafa oft djúpa merkingu og vara fólk oft við hættum. En það er nú þannig með sálarlífið eins og annað, að ef ekki er lögð rækt við það, þá hefur maður ekk- ert gagn af því. Einnig er al- gengt um fólk með þessar af- stöður að lesa mikið um sviðin handan grafar, þar sem sagt er að enn meira vitundarlíf ríki heldur en hér á jarðsvið- inu, sem sé að því er talið er hin eiginlega gröf. Um fjármál þín er það að segja, að ég mundi ekki ráð- leggja þér að stunda mikið af happadrættum, veðmálum eða þátttöku í getraunum, þar sem fé er lagt undir, því hætt er við að þú vinnir aldrei þar sem heppnin þarf að vera annars vegar. Einnig ættirðu aldrei að undirrita kaup- greiðsluskilmála til langs tíma án þess að kynna þér vel öll ákvæði og hvort þú getur staðið við allt. Þú ættir frek- ar að fela öðrum að standa í slíku fyrir þig, sem þú hefur fulla ástæðu til að treysta. Ég hygg að þú verðir fyrir ein- hverjum vonbrigðum með fjármál maka þíns til að byrja með að minnsta kosti. Láttu þér að minnsta kosti ekki bregða, þó eitthvað verði öðruvísi heldur en ætlað var. Þú ættir heldur aldrei að vera í atvinnu eða verzlunarfélagi með öðrum. það mun ekki gef- ast þér vel, heldur skaltu reyna að standa á eigin fót- um í þeim efnum, ef þú skyld- ir reyna að starfa sjálfstætt. Ég álít að þú eigir eftir að sigla út enn, en einhverjar ferðirnar verða í sambandi við heilsufarið hjá þér. Þér mun ekki verða margra barna auðið. * ★ ☆ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.