Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 32
KATRÍIV Framhald af bls. 23. buxum. Allt í einu skaut illgirnin upp kollinum í hug Katrínar. Hún óskaði þess, a8 vesalings sir Richard mundi detta í göturæsið, svo að allur hans glæsileiki hyrfi í einni svipan. Hún brosti við tilhugsunina. Leikhúsið, þar sem leika átti Othello innan skamms með frægri leikkonu í aðalhlutverki var ekki ýkjalangt frá. Gatan fyrir utan var full af fólki og þarna voru vagnar af öllum gerðum, frá fátæklegum skröltandi görmum og upp í skrautvagna. Út úr hinum síð- arnefndu stigu virðulegar hefðarfrúr klæddar í silki og brókaði og við hlið þeirra hefðarmenn annaðhvort í ein- kemnisbúningi eða samkvæmisklæðn- aði samkvæmt nýjustu tízku: Ilmvatns- lykt, raddir, hlátrar .. . og ofan á allt þetta angan af byrjandi hausti. Katrín drakk í sig andrúmsloft Parísarborgar. Þau gengu upp tröppurnar að stúku sinni og mörg íorvitnisleg augu fylgdu þeim. Sumir þekktu sir Richard aftur og brostu til hans, en ílestir horfðu aðeins á fegurð Katrínar, ekki sízt kon- urnar. Sjálfri fannst Katrínu hún hljóta að vera fátækleg útlits við hliðina á öllu þessu skrauti og öllum þessum glæsileika. Henni fannst hún ekki nógu skrautleg, en það var Suzu, sem hafði ráðið því. — Náttúran hefur gefið yður svo dásamlega húð, að þér þurfið ekki skart- gripi og stáss, hafði hún sagt. Það var svalt og notalegt í hálf- rö'kkrinu inni í stúkunni. Leikhúsið fylltist af fólki smátt og smátt. Sir Richard benti henni á fjöldann allan af frægu fólki. Loks hringsnerust öll þessi nöfn í höfðinu á henni. Þýzkur píanóleikari með hár niður á herðar sat skammt frá þeim umkringdur af vin- um sínum. Hún mundi eftir honum mestmegnis af því að hann var svo einkennilegur útlits. Síðan voru greif- ar hér og markgreifar þar, ung dökk- hærð stúlka, sem skrifaði skáldsögur, og ákaflega fögur leikkona. Þrír kóng- ar og fjórir ráðherrar voru í hópi elsk- enda hennar . .. Hvað eftir annað tók Katrín eftir að leikhúskíkjum var beint að henni. Sir Richard tók einnig eftir því og var á- nægður. Hann sagði: — Þú hefur skapað öngþveiti í her- búðunum. Líttu bara á þessa hræðilegu Rochault greifynju, sem situr hérna á móti okkur. Hún ímyndar sér að hún sé Afrodite nýstigin upp úr vatninu, — þótt hún sé komin hátt á sextugs- aldur. Hrukkurnar hennar verða fleiri og dýpri með hverjum degi og „herr- arnir“ hennar yngri og dýrari. Einmitt núna heldur hún viftunni fyrir munn- inum svo að ekki heyrist þegar hún húðskammar herrann sinn fyrir að vera að horfa á þig. Katrín var farin að venjast kald- hæðni sir Richarde, en í fyrstu hafði hún gert henni mjög gramt í geði. Nú stalst hún til að kíkja á þetta par, sem sir Richard hafði lýst svo skemmti- lega ... Allt í einu hrökk hún við. Ungur og bláklæddur maður var rétt kominn í eina af stúkunum skammt frá þeim. Hún sá aðeins vangasvip hans en þekkti hann strax. Þetta var Bruce Glenmore — í fylgd með ungri stúlku ... (Framh. í næsta blaði). Kvenþjóðin Framh. af bls. 27. Rabarbari í bitum í móti. % kg. rabarbari. 2 dl. sykur. Rabarbarinn þveginn og skorinn í fingurlanga bita. Lagðir í lögum með sykri í eldfast mót. Látið lok eða málm- pappír yfir. Soðið í ofni í 10—15 mín- útur, eða þar til hann er mjúkur. Borið fram sem ábætir með þeyttum rjóma eða vanillusósu. Einnig ágætt með steiktum kjötréttum. Þá eru bitarnir hafðir minni. Rabarbarapie. 3 dl. hveiti. V2 tsk lyftiduft. 100 g. smörlíki. 2 msk. kalt vatn. V2 kg. rabarbari. 1V2 dl. sykur. IV2 msk. kartöflumjöl. (1 dl. rúsínur). Hveiti og lyftidufti sáldrað saman, smjörlíkið skorið saman við. Vætt í með röskum handtökum. Hnoðað fljót- lega. Látið bíða á köldum stað um eina klst. Deigið flatt út, eldfast mót hulið að innan. Rabarbara, sykri og kartöflu- mjöli blandað saman, sett í mótið. (Rúsínur með ef vill). Búið til grind- verk ofan á úr deigi, leggið rönd á brún mótsins. Smurt með eggi eða rjóma. Bakað við 225° í nál. 35 mínútur. Borið fram volgt með þeyttum rjóma eða vanillusósu. Furðuleg fyrírbæri Frh. af bls. 36. kunningjakonu minnar á eftir, en ekkert virtist hafa komið fyrir. Nokkru síðar las ég lát móður hennar í blöðunum. Það hafði orðið brátt um hana. Fyrirboði minn hafði reynzt réttur. Eirný frá Dal. í, U fí E'Ib nm !'!;!* % p R fí R ■6KI s Ó 1 lovx -- p " .5 .K R fí u T B P p gs l fi K £ ' 0 J u £ L u R k s L £ N ú r 'M fl T fí 9 J I f R fí K fí f? 1 § ■ 'M • Rfl L L 'fí H fí u Ð u a u R T i f 1 T £ k r fí' /V G fí £ ZÚ F os R k\ R r> ú:. s‘ 1 L u u íSí R b L L b 0 f' " " R '0 T L/ JT T B i VUU1 F' p L L F 1 \F 'F> R ÍL I s [A fí u Þ‘ 1 s 1 S 5 O L V r H fí ■1 H K L f V: V b iE_ A. fí m- N 'p R n u L n V S & R fí lSj Ú ft f L 1 Ð fi u s / M A' A N G F li q: G £l. i H u R 1 0 . r n R. £ l F u G L I H R R H n _ 1.1 ■i R, N u S b L H t.rxi £ u T. 'fíuii n Ó T r R{T iöifí L fí L 1 n K k t fí U r< u s fí L L fí H L fí D n r ■FlfiíS T fí fi, |Z l P L fí s fí D) u 1. AX T s R 'Ð fí L L ut'M fí\ H ú /? fí' L U<f} £ K fí I £ E’ D Y R it i/> s ■'p tAÍJg R £T" y b G X u N n íoLr R b r e ■ UA /? 0 s S G n T u .0 u G A1 L F -VS'b K X s P rA T D U G R S A’ í- H a r p P R F" 0 R 1> I f, Fjölmargar lausnir bárust við 13. krossgátunni og var dregið úr þeim réttu eins og venja er til. Verðlaunin hlýtur: Finnur Logi Jóhannsson, Sval- barði 3, Hafnarfirði. Rétt lausn birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.