Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 33
Böðnllimn Frh. af bls. 28. kvikmynd, hlýtur að berjast fyrir því með hnúum og hnefum, að konur séu ekki dæmdar til hengingar, og yfirleitt alls ekki dæmdar til dauða. Enda er öll myndin í sjálfu sér áróður fyrir því. En vitnisburður Pierrepoints um hugrekki kvenna á síðustu ævistund- unum studdi enn sterklegar sjónarmið þeirra, er hölluðust að dauðarefsingu, heldur en kvikmyndin náði að kveða þau niður. Skoðun Pierrepoints á hengingu sem aftökudómi er sú, að það sé „mannúð- leg, fljótvirk og örugg aðferð.“ Frá tæknifræðilegu sjónarmiði var því lýst yfir við nefndina, að dauði við heng- ingu „væri að öllum líkindum eins skjótvk'k orsök til bana og hver önnur.“ Aftaka í gasklefum, með innspýting- um eða í rafmagnsstólnum, er hvorki álitin betri né verri aðferð til lífláts en henging.Hins vegar telja enskir sérfræð- ingar, að vansæmd sú, er ,,reipið“ hefur í för með sér, veki meiri ótta hjá viss- um tegundum glæpamanna en „stóll- inn“. Þeir menn eru til á Englandi, sem halda því fram, að ef á annað borð sé framvegis haldið fast við hengingar- dóma, beri einnig að taka aftur upp hinn upphaflega sið og fullnægja þeim við opinbera athöfn. Sennilega myndi það líka falla hinum vanaföstu Eng- lendingum vel í geð. En svo er mál með vexti, að eftir uppþot mikið við aftöku hinn 26. maí 1866, varð að nema þann gamla sið úr gildi. Fram til þess tíma mátti heita, að opinberar hengingar væru alþýðu- skemmtanir. Bæði böðull og glæpa- maður nutu mikillar lýðhylli. Komu þeir báðir fram sem hreinir skopleik- arar og tóku kveðjum áhorfenda, er þeir gengu upp á aftökupallinn. í þann tíð var böðullinn tíðum glæpamann- inum engu betri. Átti sjálfur langt og myndarlegt syndaregistur og endaði ósjaldan ævi sína í gálganum. En þegar síðasta opinbera aftakan fór fram, hafði almenningsálitið snúist algjörlega við. Það var árið 1866. Um langt skeið áður hafði þróast almenn- ingsálit, sem var andvígt dauðarefs- ingu, og iðulega heyrðist mannfjöld- inn hrópa til böðulsins skammaryrði eins og „morðingi“. Samúð fólksins var yfirleitt með morðingjanum. Þetta var oi’ðið breytt við aftökuna árið 1866. Glæpamaðurinn var 25 ára gamall námumaður, Róbert Kó að nafni. Hafði hann myrt vinnufélaga sinn, John Davis, sem var átján ára, til þess að stela vikukaupi hans, sem var átján krónur. Síðan hafði hann hlutað líkið sundur, grafið það — og síðan tekið þátt í leit að hinum myrta, sem talinn var brotthlaupinn. En kvöld eitt hafði hann tekið sér duglega neðan í því, og talaði af sér. Hann var dæmdur til dauða fyrir morðið, og hengingin fór fram í Swan- see. í sambandi við slíkar aftökur voru ævinlega frídagar og hátíðisdagar. Menn þyrptust því til Swansee kvöld- ið áður, til þess að komast í beztu staði á torginu. Þar drukku menn öl og döns- uðu, slóust og sungu sálma eins og venja var til, en þegar leið á nóttu sofn- uðu flestir. Þá er þeir vöknuðu um dagmálabil, sáust aftökupallurinn og gálginn bera svartir við bláan morg- unhimin.' Það var ekki fyrr en glæpamaðurinn kom og gekk upp á aftökupallinn, að yfirvöldunum varð ljóst, að múgurinn sauð af hatri til morðingjans. Fanginn gerði sér þó ekki grein fyrir því enn. Hann steig upp á pallinn, brosandi og rólegur, hopaði nokkrum sinnum á fall- hleranum og kallaði til böðulsins: „Heyrðu mér, — er þessi útbúnaður ekki lífshættuleg'ur?" Hann bjóst við háværum hrifningarópum, því sjálfur hafði hann heyrt öðrum glæpamönnum klappað lof í lófa undir sömu kringum- stæðum. En nú heyrðist enginn hrópa. Harm leit vonsvikinn kringum sig. Samkvæmt venju hafði kirkjuklukkum verið hringt um alla borgina, meðan hann var færður til aftökustaðarins, og hróp- ið kvað við: „Takið ofan!“ Nú sá hann að enginn hafði hreyft við höfuðfati sínu, og heyrði að öskrið, sem nú hóíst umhverfis hann, var ekki fagnaðar- læti, heldur logandi hatur. Þá rak hann tunguna út úr sér fram- an í fólksfjöldann og glotti. Ung stúlka, sem var systir hins myrta manns, stökk upp á pallinn og ætlaði að ráðast á morðingjann, en verðirnir slógu hana niður. Því næst reyndu þrjár konur, vopnaðar hnífum, að komast til hans, en lögreglan hrakti þær til baka. Því- líkt ofsahatur gegn afbrotamanni hafði aldrei sést þarna fyrr. Grjóti, úldnum Framhald á bls. 38. KODAK VELOX pappírinn tryggir yður góðar og fallegar myndir. Við afgreiðum í yfirstærð — t. d. 6x6 cm. filmu skilum við yður á 9x9 cm. mynd. Störar myndSr- i afgreidsla FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.