Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 34
Konan jsem el§kaði Frh. af bls. 11 Einu sinni voru það þrjátíu sous, annað skiptið tveir frankar, einu sinni tólf sous (þá grét hún af sorg og auð- mýkt, en þetta hafði verið lélegt ár) og síðasta skiptið fimm frankar, stór kringlóttur peningur og hann hló af ánægju þegar hann sá hann. Hún hugsaði eingöngu um hann, og hann beið með eins konar óþreyju eftir því að hún kæmi aftur, og hljóp á móti henni undir eins og hann kom auga á hana. Þá hoppaði hjartað í henni af gleði. Svo hvarf hann. Hann var sendur í heimavistarskóla. Hún komst að því með klókindum, — með því að^spyrj- ast fyrir hér og þar. Þá sýndi hún ótrúleg klókindi til þess að fá foreldra sína til þess að breyta ferðaáætluninni, þannig að þau kæmu í þorpið meðan hann væri heima í leyfi. En það var ekki fyrr en eftir árs undirbúning, sem þetta tókst. Nú voru liðin tvö ár síðan hún sá hann síðast og hann var orðinn svo breyttur, að hún ætlaði varla að þekkja hann aftur Hann var orðinn svo fal- legur og svo stór og svo var hann líka í skólabúningi með gylltum hnöppum. Hann lét sem hann sæi hana ekki og rigsaði framhjá. Þá grét hún 1 tvo daga og eftir það kvaldist hún sí og æ. Hún kom aftur á hverju ári og gekk beint framhjá hon- um án þess að dirfast að heilsa. Og það var ekki svo mikið sem hann liti á hana. Hún elskaði hann út af lífinu. Hún sagði við mig: — Herra læknir. í minni vitund hef- ur enginn maður verið til á jörðinni nema hann. Mér finnst að allir hinir hafi aldrei verið til.... Foreldrar hennar dóu. Hún hélt á- fram iðn þeirra, en nú hafði hún tvo hunda í stað eins, tvo grimma hunda sem fólk forðaðist að verða fyrir. Einu sinni þegar hún kom aftur í þetta þorp sem hjarta hennar hafði glat ast í, sá hún unga stúlku koma út úr lyfjabúð Chouquets og elskhugi hennar leiddi hana. Þetta var konan hans. Hann var giftur. 34 FÁLKINN Sama kvöldið fleygði hún sér í tjörn- ina við ráðhúsið. Drukkinn maður, sem var á slangri við tjörnina dró hana upp úr og fór með hana inn í apótekið. Chouquet ungi kom niður í hvítum slopp til að líta á hana, og án þess að láta á sér sjá að hann þekkti hana, losaði hann fötin hennar, nuddaði hana og sagði kuldalega: — Þér eruð brjáluð. Það nær ekki nokkurri átt að haga sér svona vitfirr- ingslega. Þetta nægði til þess að hún rankaði við sér. Hann hafði talað við hana! Og nú var hún sæl lengi á eftir. Hann vildi ekki taka neina borgun fyrir þetta, hvernig sem hún nauðaði á honum að fá að borga. Og svona leið öll hennar ævi. Hún fléttaði stólsetur og hugsaði um Chou- quet. Á hverju ári sá hún hann fyrir innan gluggana í lyfjabúðinni. Hún keypti alltaf meðulin sín hjá honum. Með því móti gat hún fengið að sjá hann nærri sér, og hún fékk að tala við hann og fékk tækifæri til að borga honum peninga. Eins og ég sagði yður áðan, þá dó hún í vor. Eftir að hún hafði sagt mér alla raunasögu sína, bað hún mig að afhenda honum, sem hún hafði elskað alla ævi sína svo innilega, alla pening- ana sem hún hafði nurlað saman, því að hún hafði eingöngu unnið fyrir hann, sagði hún, og hún hafði meira að segja sparað við sig mat og fleira til þess að geta haft eitthvað afgangs handa hon- um, svo að hún gæti verið viss um, að hann hugsaði til sín — að minnsta kosti eftir að hún væri komin yfir landa- mærin. Og svo afhenti hún mér tvö þúsund þrú hundruð tuttugu og sjö franka. Ég afhenti prestinum þrjátíu og sjö fyrir útförinni, en afganginn fór ég með, þeg- ar hún hafði gefið upp öndina. Daginn eftir fór ég til Chouquets. Hjónin voru að enda við morgunverð- inn og sátu hvort andspænis öðru, gild og rjóð og angandi af apóteki, mett og mikil á lofti. Þau buðu mér sæti og mér var boðið ,,kirsch“, sem ég þáði og hrærður í huga fór ég nú að skila erindinu, sannfærð- ur um að þau mundu bæði fara að gráta. En þegar honum varð ljóst að hann hafði verið elskaður af þessari flökku- kind, þessari tágafléttukerlingu, þess- ari griðku, varð Chouquet fokreiður, alveg eins og hún hefði fyrirgert hans góða nafni og mannorði og rænt hann áliti allra góðra manna og meitt sóma- tilfinningu hans, sem var honum dýr- mætari en lífið sjálft. Konan hans var alveg eins reið og hann sjálfur, endurtók í sífellu: — Þessi kvensnift, þessi kvensnift, þessi kvensnift, — og gat ekki fundið neitt annað að segja. Hann hafði staðið upp og skálmaði fram og aftur um stofuna með frýgiski- húfuna á skakk. Hann stamaði: — Hvílík undur, læknir, að annað eins skuli geta komið fyrir mann. Hvað á maður að gera? Ef ég hefði vitað um þetta meðan hún lifði, mundi ég hafa látið lögregluna taka hana og setja hana í svartholið. Og hún skyldi aldrei hafa fengið að sleppa aftur, það get ég sagt yður. Ég var eins og steini lostinn. Ég hafði komið þarna í bezta tilgangi, en afleið- ingarnar urðu svona. En ég varð að reka erindið, sem ég hafði tekið að mér. Ég hélt áfram: — Hún hefur falið mér að afhenda yður að fullu og öllu spariféð sitt, sem nemur tvö þúsund og þrjú hundruð frönkum. En af því að mér virðist þetta, sem ég hef sagt yður, snerta yður svo ónotalega, er kannski bezt að við látum þessa peninga renna til fátækra. Hjónin störðu á hann með skelfingu. Ég tók peningana upp úr vasa mín- um, þessa vesælu peninga úr öllum áttum og með alls konar mótun: Kop- arhlunka og gullpeninga í einni kássu. Svo spurði ég: — Hvað ætlið þér að gera? Frú Chouquet tók fyrr til máls: — En úr því að það er síðasta ósk konunnar finnst mér við getum ekki neitað..... Maðurinn hennar var á báðum áttum og sagði: — Við getum kanski keypt eitthvað handa börnunum fyrir þá. Ég sagði byrstur: — Eins og ykkur þóknast. Hann hélt áfram: — Við skulum að minnsta kosti taka við þeim, úr því að hún hefur óskað þess. Það er alltaf hægt að nota þá til einhverrar líknarstarfsemi. Ég afhenti honum peningana, kvaddi og fór. Daginn eftir kom Chouquet til mín og sagði formálalaust: — Hún hefur líka látið eftir sig vagn hérna, þessi kvenmaður, hvað ætlið þér að gera við hann? — O, ekki neitt, þér getið hirt hann, ef þér viljið. — Ágætt, það kemur sér vel. Ég ætla að búa til úr honum lystihús úti í græn- metisgarðinum mínum. Hann fór; Ég kallaði á eftir honum: — Hún lét líka eftir sig hest og tvo hunda. Viljið þér fá þá líka? — Nei, heyrið þér, hvað ætti ég að gera við þá? Þér getið hirt þá. Og hann hló. Svo rétti hann mér höndina og ég tók í hana. Hvað á maður að segja? Það má ekki eiga sér stað, að læknirinn og lyfsalinn í sama þorpinu séu óvinir. Ég tók hundana að mér. Presturinn, sem hefur mikil útihús tók hestinn. Chouquet notar vagninn sem lystihús, og hann hefur keypt járnbrautarhluta- bréf fyrir peningana. Lítið þér á: Þetta er eina sanna ástin, sem ég hef rekizt á alla mína ævi. Læknirinn þagði. Þá andvarpaði markgreifafrúin með tárin í augunum: — Já, það er mála sannast — það eru eingöngu konurnar sem geta elskað.. .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.