Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKA5TALA Vörn kastalans hvíldi svo að segja öll á herðum Ottós. Faðir hans, sjálfur lénsmaðurinn, hafði falið honum verkið. Hann gekk niður stigann, sem lá niður i kastalagarðinn í þungum þönkum. Menn Fáfnis voru ekki marwir, en vel vopnum búnir og vel þjálfaðir. Þeir gátu orðið mjög hættu- legir hinu illa vopnaða heimavarnarliði kastalans. Lambi var önnum kafinn við að skipuleggja Vörnina. 1 garðinum voru bogamenn að æfa sig og Ottó varð að játa, að þeir hittu vel í mark. Drengur, sem var að æfa sig, stóð nærri Ottó og spennti bogann. Örin flaug af stað og hæfði i miðjuna. ,,Frábært“, sagði Ottó, og klappaði drengnum á öxlina. „Hvar fannstu þennan ágæta hermann?" spurði Ottó Lamba. „Hérna rétt hjá, hann var þá að reka uxahóp“. Sérhver maður í kastalanum fékk vopn í hendur og allir voru i óða önn að gera við vopn og verjur. Allir unnu af miklum krafti ekki sízt vegna þess að þeir fundu, að þeir voru að vinna fyrir sig sjálfa. Ottó athugaði athafnir Lamba með ánægju. Þetta féU allt saman inn í áætlun hans. Lambi gat varið kastalaveggina meðan hann sótti liðs- aukann ... „Og nú eru það hestarnir, Lambi“, sagði Ottó, „fimm tugir hesta og vopn handa mönnum Stefáns, sem nú eru í felum i skóginum." „Þeir munu koma, Ottó lávarð- ur“, var svarið, „leiguliðarnir hér í kring hafa verið varaðir við. Flaggið hefur sagt sitt.“ Þeir gengu til hliðsins, þar sem hópur fólks streymdi inn um. „Þarna sjáið þér, nægir hestar.“ Ottó kinkaði kolli. „Kallaðu á Stefán, við erum á förum“. Ottó og Stefán yfirgáfu kastalann og fóru hratt. Þeir voru með hóp hesta og við hvern hest var baggi, sem fullur var af vopnum. Ottó hafði valið vopnin með um- hyggju; bogar og örvar, örvamælar, sverð og léttar lensur. Þannig vopnum búnir gátu menn Stefáns komið i stað léttvopnaðs riddaraliðs og gert skyndiárásir. Þeir stönzuðu aðeins í nokkrar klukkustundir á leiðinni til þess að sofa og gleypa í sig einhvern matarbita. Nú hafði Fáfnir án efa lokið undirbúningnum að árásinni á Arnarkastala. Þegar þeir félagar höfðu ferðast í nokkra daga voru þeir komnir inn á hættulegt svæði. Stefán fór fyrir þeim, hann þekkti þarna hvern hól og hvern stein og gat þvi auðveldlega bent á þá leið, sem bezt var að fara til þess að komast til þeirra rústa, sem menn hans höfðu falið sig. Það var tekið á móti þeim félögum með miklum fagnaðarlátum. Hestar og vopn, loksins gátu þeir veitt þorpurum Fáfnis viðnám. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.