Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 38
I Böðullinit Frh. af bls. 33. ávöxtum og rusli rigndi yfir hann — en þegar snaran var lögð um háls honum og maðurinn hvarf snöglega niður um íallhlerann, varð dauðaþögn. EFTIR að þessar heiftugu og haturs- fullu óeirðir höfðu komið fyrir, var á- kveðið að menn skyldi ekki teknir op- inberlega af lífi framar. Enskur al- menningur skiptist í tvo hópa eftir skoðunum um það, hvort halda skuli áfram dauðarefsingum, eða leggja þær niður. En í báðum flokkum eru menn, sem deila um, hvort framkvæma skuli aftökur opinberlega, séu þær annars í lögum leyfðar. Leiðir þessi skoðana- munur öðru hvoru til hatrammrar deilu, sem fer eins og flóðbylgja um landið. Telja sumir, að varnaðaráhrif dauða- refsingar yrðu langtum víðtækari, ef athöfnin færi opinberlega fram, en and- stæðingar þeirra álíta, að opinber af- taka myndi skapa þjóðarandúð gegn dauðarefsingu, þar sem almenningi yrði þá enn ljósara, hversu ósamboðin hún er menningarsamfélagi. — En einn maður þegir við þessum deilum: Pierrepoint. Hann hefur tekið að sér verk til að vinna — og leysir það af hendi. Og ekki mun hann skorta arftaka. Svo margir sækja um stöðuna eftir hans dag, svo og aðstoðarstarf, að utanríkisráðuneyt- ið hefur látið prenta sérstök svarbréf við umsóknunum. Oft og tíðum eru það lærðir og mennt- aðir menn, er bjóða þjónustu sína í þessu skyni, venjulega frá 21 til 32 ára að aldri. Og ef minnsti kvittur kemst á loft um það, að Pierrepoint sé að láta af störfum, berast óðar þúsund- ir umsókna til innanríkisráðuneytisins, frá ótal löndum. Og þetta gerir fólk ekki fyrst og fremst vegna teknanna, þvert á móti skrifa flestir, að þeir kæri sig ekki um gjald fyrir böðulsstarfið. Meira að segja má lesa milli linanna hjá sumum, að þeir líti á það sem föndur, að hengja. Þeir eru ekki svo fáir, er segjast hafa komið upp gálgum heima hjá sér, og að þeir hafi hvað eftir annað framkvæmt eftirlíkingar af ,,af- tökum“ á tilbúnum tuskubrúðum. En komist yfirvöldin á snoðir um, að minnsti vottur af spilltum hvötum eða óeðlilegum, liggi að baki orða hins af- tökufúsa umsækjanda, endursenda þau umsóknina þegar í stað. Ekkert bendir til þess, enn sem kom- ið er, að Pierrepoint muni draga sig í hlé um sinn. Hann leggur alltaf öðru hvoru af stað í leyniferðir sínar til Lundúna, og er fjarri knæpu sinni í nokkra daga. Þegar hann mætir svo aftur í „Rósinni og krónunni“, gengur hann um garða rólegur og raulandi, ber gestum sínum öl og segir sem svo, að venju: „Ég vil ekki hafa, að þið hangið svona fyrir framan afgreiðsluborðið!“ Og forvitnir gestir gefa hvor öðrum olnbogaskot og hvísla út 1 annað munn- 38 FÁLKINN vikið: „Það er hann!“ Það eru nokkur ár síðan hann tók við rekstrinum á „Rósinni og og krón- unni“, en sú veitingastofa er í Much Hoole, nálægt Preston í Lancashire. Áður rak hann knæpu í Oldham í Man- chester. Hún bar nafn, er betur hæfði böðli að gestgjafa en „Rósin og krón- an.“ Knæpan hét sem sé „Help the poor struggler". En það mætti gjarna þýða „Hjálpið voluðum vesalingum“. I 15ACiSmTí§! ÍíiWV Frh. af bls. 29. — Lifið þið eðlilegu lífi hér um borð? spurði fréttamaður útvarpsins. Ég meina fáið þið nógan svefn? — Sýnist þér ég vera syfjulegur? spurði aðmírállinn. — Heldur er hann nú þynnkulegur, hvíslaði Tímamaðurinn að mér. — Er þetta vetnissprengja? spurði Moggamaðurinn og benti á tundur- skeyti. — Af hverju buðuð þið ekki Þjóð- viljanum? spurði Mánudagsmaðurinn. — Heyrðu, þú gengur niður stigann þarna og inn um dyrnar til vinstri, þá finnur þú barinn, svaraði aðmírállinn. Nú sáum við, að það skreið maður upp á þilfarið. — Hvað vilt þú? spurði aðmírállinn. — Ég er frá Myndinni, svaraði mað- urinn eymdarlega. — Það er fyrsta skilyrðið til þess að hægt sé að bjóða blaðamönnum hingað, að blöðin þeirra séu til, svaraði aðmír- állinn. Það gripu nokkrir sjóliðar piltinn og hentu honum útbyrðis. — Sagði ég ekki, strákar, hrópaði Moggamaðurinn, amerískir sjóliðar eru þeir hraustustu í heimi. Dagur Anns. Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. EJ lcnEllcjlEUEiiEnicilBlfEnEHcilEHcnEllglEHcnElBlEl Öílýrar utanferðir 10.900.00 k r ó n u r 17.650.00 k r ó n u r 16.950.00 k r ó n u r 16.500.00 k r ó n u r 18.500.00 k r ó n u r Helsinki á Heimsmót æskunnar og 1900 krónur í viðbót ef þú vilt heimsækja hina fornfrægu LENIN- GRAD 24. júlí—8. ágúst eða 24. júlí —13. ágúst. Alpalönd og Ungverjaland um Hamborg—Vínarborg og Kaup- mannahöfn 28. júlí—15. ágúst. Afríkuferð til Marokko um Gíbraltar—Spán og Frakkland til Parísar og London 24. ágúst—11. september. Belgrad á EM í frjálsíþróttum og suður til ADRÍAHAFS og FEN- EYJA 9.—29. september. Bússlandsferð um Norðurlönd til Kákasus og Úkra- ínu 3.—23. september. Landsýn leiðbeinir yður með hverskonar ferða- þjónustu og farmiðasölu hvort sem leiðin liggur innanlands eða utan. LAN P SVN I FERDASKRIFSTOFA LAUGAVEG118 SIMI 22690

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.