Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 4
seu & neyrt Það vildi til í London fyrir skömmu, að inn á sýningu dansmeyja kom lítill api og sýndi listir sínar. Hann hafði sloppið úr búri, og er hann kom inn á senuna, varð uppi fótur og fit og dansmeyj- amar reyndu hver sem betur gat að reka apann út af senunni. En hann lék alltaf á þær. Þetta vakti svo mikla kátínu meðal sýningargesta, að sýningarstjórinn hefur í hyggju að endurtaka þetta atriði á naestu sýningum. Fyrir allmörgum árum gekk Gillian Payne í heil- agt hjónaband. Fór vígslan fram í kirkju og brúð- guminn leiddi brúði sína út úr kirkjunni. Þegar þau komu út á kirkjutröppurnar, bað brúðguminn sína heittelskuðu að bíða andartak, því að hann þyrfti rétt sem snöggvast að bregða sér frá. Síð- an hefur hann ekki sézt. Það er ótrúlegt en satt, að kona nokkur, sem var allmikill ljónaveiðari, særðist af völdum dýrs, ,sem var dautt. Hún hafði látið stoppa höfuð þess upp og hengt það upp á vegg með gapandi gini. Eitt sinn er hún stóð undir hausnum af ljóninu, datt hann ofan á hana og særðist hún mikið í andliti. Maður nokkur kleif fjall eitt í Wales. Hann gekk aftur á bak alla leiðina upp. Þetta er ótrú- legt, en það er furðulegt, hvað sumt fólk legg- ur á sig að gera, ef það ætlar að enginn hafi gert svo áður. Þannig stofnaði læknastúdent í Manchester í Englandi félag, sem hafði að mark- miði að setja met í andkannalegum íþróttagrein- um. Einn meðlimur þessa félags iðkar einkum að reyna að setja met í að hjóla á barnareiðhjóli. Til þess að gera íþróttina erfiðari, leggur hann hnén á sætið en knýr hjólið áfram með höndunum. Dag nokkurn ætlaði G. K. Chesterton í ferðalag. Einmitt þegar hann ætlaði að fara að láta ofan í ferðatöskuna, kom vinur hans í heimsókn. — Hvert ertu að fara? spurði hann. —■ Ég er að fara til Lundúna, gegnum París, Belfort, Heidelberg og Frankfurt. — Þarf ég að segja þér, að þú ert staddur í Lundúnum? spurði vinurinn. — Alls ekki, svaraði Chesterton. Ég get ekki séð Lundúnir eða England héðan. Vaninn bregður þoku fyrir augu mín og einasta leiðin til þess að komast heim, er að fara burt. Markmið mitt er ekki að troða ókunnar slóðir í nýju landi, heldur langar mig að ganga á gamalkunnri jörð og finna að nú sé ég kominn í nýtt og betra land. FALKINN Walter Ulbricht, forsætisráðherra A,- Þýzkalands, var eitt sinn heimsóttur af kínverskum stjórn- málamanni. Walter spurði þann kín- verska, hve marga andstæðinga kín- verska stjórnin ætti meðal Kínverja sjálfra. Gesturinn svaraði því til, að þeir væru svona hér um bil 2,6% af íbúunum. — Hm, sagði Walter Ulbricht, 2,6% af 650 milljónum gera 17 milljónir. Já, reynd- ar höfum við ekki heldur fleiri andstæðinga. (Það sakar víst ekki að geta þess, að íbú- ar Austur-Þýzkalands munu vera um 17 millj- ónir manna.) ★ Unglingar hér á landi þekkja nafnið Knud Meister. En hann er kunnur rithöfundur og blaðamaður í heimalandi sínu, Danmörku. Einkum er hann þekktur fyrir viðtöl sín, og er hann hefur fundið „fórnardýr“, lætur hann ekkert standa í vegi fyrir sér að ná í það. Eitt sinn vildi hann eiga viðtal við ný- ríkan kaupsýslumann, sem átti óskaplega annríkt, og sagði við Meister, að hann hefði engan tíma til að eyða í kjaftæði. En Knud Meister mætti stundvíslega við golfvöllinn sýslumaðurinn undan og sagðist skyldu eiga við hann viðtal, meðan hann léki golf. Knud Meister mætti stundvísllega við golfvöllinn og kaupsýslumaðurinn svaraði spurningunum á meðan hann lék golfið. En hann gat ekki einbeitt sér að hvorutveggja, golfinu og sam- talinu við Meister og því var það, að hann sló oftar í grassvörðinn en kúluna. Og gras og mold flugu í andlitið á blaðamanninum. En kaupsýslumaðurinn lét sem ekkert væri, og til þess að leggja áherzlu á að honum þætti þetta ekki leitt, sagði hann: — Þetta er yndislegur golfvöllur. — Já, og einstaklega lystugur, — er það ekki? sagði Knud Meister. —- Lystugur, sagði kaupsýslumaðurinn. Hvað eigið þér við? — Nú, ég meina bara, ,sagði Knud Meister, að ég vissi ekki áður, að golfbrautir smökk- uðust svo vel.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.