Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 6
Undarlegir dómar. Kæra pósthólf. — Varla líður svo mánuður, að ekki sé togari tekinn í landhelgi og dæmdur fyrir landhelgisbrot. Auðvitað er svo þrjóturinn dreginn eða honum skipað að sigla til hafnar og þar sezt skipstjórinn á ákærendabekk- inn og ekki þarf langar yfir- heyrslur eða mörg vitni, því að mér virðist sú vera raixnin á, að hvernig svo sem brotið er, þá fær landhelgisbrjótur- inn alltaf sömu sekt. Það er sama hvort togarinn reynir að sigla varðskipið niður eða setur á fulla ferð og siglir til hafs, þá fær sá togari sömu sekt og hinn sem kannski er tekinn rétt innan við línuna og er Ijúfur eins og lamb. Þegar búið er að kveða upp dóminn, siglir skipstjórinn með veiðarfærin auðvitað, en þau voru gerð upptæk af dómurunum. Ég man ekki betur en á þessu ári hafi ég heyrt að sektin væri alltaf sama upphæðin, eða 260 þús. kr.. Að sumu leyti minnir þetta háttalag mig á sjóræn- ingja, en það orð er víst held- ur dýrt að taka sér í munn, en ég hygg að blessaður Tjall- inn líti þessa dóma við öll- um brotum, stórum og smá- um, heldur óhýru auga, og þegar á allt er litið, þá er þetta ekki til að bæta sambúð þjóð- anna, svo að notuð séu orð stjórnmálapúkanna. Óðinn. Svar: Viö erum liræddir um, að þessi dómur falli ekki islenz'kum dóm- urum % geö. Berast á banaspjótum . ... ? Kæri Fálki. — Mikið skelf- ing langar mig til þess að spyrja þig um svolítið, sem EINANGRUNAR GLER 20 ára reynsla hérlendis sannar ágæti K«K UTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. smii i — 14 — oo "RHSHI z’tTT' Z /ffll $ 1 '* s. M : ^"nTnYtOKKS ÁBYRGDARTR YGOINC SLYSATRYGGING TRYGGI INNANSTOKKSMUNA VATNSTJONI HÚSMÓDUR NADI 0 HEIMILISTRYGGING j@|f' BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGS1 NG GEGN ÞJÓF G INNBROTI A R VEGI 105 Ml 24425 mér liggur ákaflega þungt á hjarta. Svo er mál með vexti, að ég þykist vera aðalmál- hreinsunarmaðurinn í hópnum og vil helzt að félagar mínir tali rétt og fagurt mál, en ekki einhvern bölvaðan rudda. Um daginn komst einn af mínum ágætu félögum þann- ig að orði, að kapparnir í myndinni hefði borizt á bana- spjótum og að myndin hefði gengið út á það, hvor kapp- anna hreppti yngismeyju þá, sem þarna var í boði. Það er nú orðið skelfing langt síðan ég var í skóla og ég búinn að tína niður flestu af því sem ég lærði þar. En íslenzkuna lærði ég, að ég held vel, og ég þoli ekki að heyra slettur eða bögumæli. En nú segir einn félagi minn að hann hafi heyrt orðatiltækið, berast á banaspjótum í útvarpinu og sögnina að ganga út á, hafi hann oftar en einu sinni séð á bókum og — í blöðum. Virðingarfyllst, Þ. Þ. Svar: Oröasambandiö lieitir AÐ BERAST A BANASPJÖT (bera banaspjót hver á annan) og í staö sagnarinnar aö ganga út á mundum við lcjósa sögnina AÐ FJALLA UM. Ó þessar elskulegu hækkanir. Kæri Fálki. — Ég er ein af þessum skrifstofustúlkum, sem þeytast á milli fyrirtækisins og heimilisins fjórum sinnum á dag, oftast með strætisvögn- um, nema þegar blessaður bossinn býðst til að skutla manni heim í mat. Það eru alls ekki svo fáar spírur, sem fara í strætisvagna hjá manni á viku og enn fleiri eru þær, síðan gjöldin hækkuðu, sælla minninga. Ég man þá tíð, þeg- ar maður borgaði tuttugu og fimmeyring í strætó og þótti flestum alveg nóg. En upp frá því hækkuðu gjöldin svo að segja á hverju ári. Það fer nú bara um mig sæluhrollur, þegar ég minnist þess, að eitt sinn gat maður fengið fjörtíu miða fyrir fimmtíu krónur. En heimur versnandi fer, nú fær maður tuttugu miða fyrir sama monninginn. Þó segja ráðamenn vagnanna, að far- gjöld hér séu lægri en víðast hvar annars staðar. Það má vel vera. En ef ráðamenn strætisvagnanna ætla sér að koma upp því fyrirkomulagi, að flestir fari í og úr vinnu á reiðhjóli, þá þeir um það. 'Nú ætla ég að gera að tillögu 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.