Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 8
SYNDIN Hin fallega Sally Forsythe opnaði aldrei hjarta sitt fyrir neinum. Hún elskaði hinn unga og alvörugefna prest, Charles Fluting. Ef hún hefði sagt nokkrum frá því, hefði það hvarvetna vakið glymjandi hlátur. Það var aðeins í skáldsögum sem ungar stúlkur giftust prestum. Sally var þögul. Maður gat haldið, að það stafaði af því, að hún hefði ekki neitt að segja. Hún var ljós yfirlitum og ósköp venjuleg. Hvernig gat slík vera verið á höttunum eftir Charles Fluting, sem leit út eins og hann væri uppfullur af allri alvöru heimsins. Já, Charles Fluting var í sannleika sagt alvörugefinn maður. Vesalings maðurinn! Hann gat ekki fundið neinn til þess að trúa fyrir öllu því sem beið hans. í hjarta hans stóð skrifað logandi letri: Trúboðið á austurströndinni, hið skítuga kolahérað, formælingar fyrir utan hinar upplýstu ölknæpur, negra- börnin, sem sungu sálma í foraðinu og hin kuldalega, hvíta enska kirkja. í tesamkvæmi hjá doktor Arendales vildi svo til, að þau sátu hlið við hlið, Charles Fluting og Sally Forsythe. Sally var þögul og Charles byrjaði að tala. Honum geðjaðist vel að því, hvern- ig hún horfði á hann þögulum aðdáun- araugum. Það var bersýnilegt, að hún hafði mikinn áhuga á atvinnu hans. í tesamkvæminu talaði hann um trú- boðið á austurströndinni. Á dansleik stuttu síðar sátu þau saman úti á svöl- um undir stjörnum og litríkum lömp- um og hann sagði henni frá námuverka- mönnunum. í hjólreiðarferð nokkrum dögum síðar sagði hann henni frá negrabörnunum, sem sungu sálma í foraðinu. Sally hlustaði ekki á hann. Henni var það nóg, að hann talaði við hana. Það skipti ekki máli hvað hann sagði. Hún hallaði undir flatt meðan hann sté pedalana í ákafa og hlustaði og hlustaði á hina dimmu og hljóm- miklu rödd, og rankaði fyrst við sér, þegar framhjólið fór allt í einu að riða. Charles Fluting gaf frá sér aðvörunar- óp, Sally hrópaði upp yfir sig og í næstu andrá lágu þau bæði á þjóðveginum. Charles kraup fyrir framan hana, lyfti henni upp á örmum sér og hvíslaði að henni sinni djúpu prédikunarrödd. •—• Eruð þér meidd? — Nei, hvíslaði Sally. — Ég er .... bara hrædd. — Hrædd, endurtók hann og tók eftir hversu hún skalf. — Já, hvíslaði Sally. — Ég er hrædd um að eitthvað komi fyrir yður, þegar þér farið til austurstrandarinnar til þess 8 FÁLKINN að vinna við þær hræðilegu aðstæður, sem þar eru, hitabeltissólin, eitruðu skordýrin og...... Charles Fluting brosti annars hugar: — Sennilega fer ég aldrei til austur- strandarinnar. Hann stundi um leið og hann sagði þetta og Sally misskildi þá stunu. Jesús minn, sagði hún. Hann hættir við að fara til Afriku — mín vegna! Hann elskar mig sem sagt! í fyrsta skipti í lífi sínu fann Sally þörf hjá sér til að tala. Enda þótt hún væri þögul að eðlisfari, varð hún að trúa einhverjum fyrir þessu hjartans leyndarmáli sínu. Hún ákvað að trúa Doris, beztu vinkonu sinni, fyrir þessu. Doris hlustaði áköf á hana og lofaði að steinþegja um þetta að eilífu. Doris hugsaði um þetta. Þetta var raunar leyndarmál, en ef hún nú segði einni manneskju frá því, og sú lofaði að segja ekki nokkurri lifandi manneskju það. . . . Síðan fékk Joan að vita þetta. Joan bjó hjá Cleo og Cleo neitaðin ein- faldlega að trúa þessu. Hið sama var að segja um Mary, Eileen og Grace. En frú Hardcastle sannfærði þær. Hún hafði næstum frá fyrstu hendi, eins og hún orðaði það, að dómprófasturinn hefði þegar gefið samþykki sitt. Og eins og gamla frú Clump sagði, þá var þetta svo sem ekki amalegt........ Þetta kvöld var frú Clump félagi Charles Fluting í wist á prestsetrinu. Hún afsakaði það við hann, hversu utan- gátta hann var. Það var ekkert undar- legt, að hugur hans beindist að öðru en hversdaglegri wist, eins og í pottinn var búið. Og Charles var vissulega ann- ars hugar. Hann var að hugsa um trú- boðið á austurströndinni. Sally kom og leysti einn af við spila- borðið. Hún roðnaði og leit ekki upp frá spilunum. Allir sem viðstaddir voru störðu á Charles og Sally og meira að segja Charles veitti þessu eftirtekt. Hann leit upp undrandi. Á hvað var fólkið eiginlega að glápa? Og hvers vegna var Sally svona rjóð í framan? Hvað hafði hann sagt henni, þegar þau fóru í hjólreiðaferðina. Hann leit upp og í augum hennar sá hann það, sem hann óttaðist mest. Hún tók spilin af honum brosandi meðan allir í stofunni héldu niðri í sér andanum. Þegar miðdegisverður var borinn á borð, voru allir óvenjulega nærgætnir. Þau læddust út og lofuðu honum að vera einn með Sally. Hún snéri sér að hon- um og svipurinn í augum hennar var þannig, að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann var einföld, Smásaga eftir Noel Baylis en heiðarleg sál, og hann skorti ekki hugrekki. Hann var kannski dálítið ósamkvæmur sjálfum sér, honum tókst ekki alltaf að velja hugsunum sínum rétt orð, en hann vildi alltaf hafa allt á hreinu. Og þetta var misskiiningur. Það urðu engin átök, engar háværar afsakanir eða tár. Sally féll bara í yfirlið og þegar hjálpandi hendur höfðu komið með lyktarsaltið, gekk Charles heim og skrifaði biskupnum. Tveimur vikum síðar iagði hann áf stað til austurstrand- arinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.