Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 12
— Komdu blessaður og gakktu inn. Við skulum vita hvort hún Gerða á ekki sopa á könnunni, ég er að loka hvort sem er, — þetta er búið í dag, sagði Jens Kristjánsson um leið og hann greip fat með fiskflökum og hellti úr því í stamp á gólfinu. — Hvort ég sé búinn að vera lengi í þessu? Já, ég er að drepa þá alla af mér, nema Steingrím. Hann er eldri en ég, en í þessu er maður búinn að vera í næstum þrjátíu ár, væni minn, að selja fisk og þar áður alltaf í fiski, — á togurunum eftir að þeir komu og þar áður á skútunum og árabátunum, alltaf í fiski. Hafnfirðingum er óþarft að kynna Jens fisksala Kristjánsson. Þeim finnst 12 FALKINN ábyggilega eins sjálfsagt að Jens selji fisk í búðinni við Reykjavíkurveg, og að Hamarinn sé á sínum stað. Þó er Hamarinn sem að líkum lætur eldri Hafnfirðingur, því Jens er ættaður úr öðrum firði og stærri; hann er Breið- firðingur. Þau Gerða og Jens húa á Nönnu- stígnum í húsi, sem er eins og húsin í Hafnarfii’ði voru flest fram að síðari heimsstyrjöld reyndar lengur, því margir héldu tryggð við hið hefð- bundna byggingarlag þeirra í Firðin- um. Þetta eru timburhús með risi, oft- ast máluð í Ijósum lit og þessi hús hafa gert Hafnarfjörð að hlýlegum bæ og þau hafa sál. Eitthvað sem nýju stein- húsin vantar. r ■— Þú vilt vita hvað ég var að bedrífa í Grimsby árið 1911. Ég fór þangað á togara, við sigldum þangað með aflann. Manni fannst þetta mikið ævintýri. f London 1911. Svo fórum við fjórir til London. Okkur langaði til að sjá þá miklu borg. Þar fórum við í neðanjarðarlest. Þær voru þá fyrir stuttu teknar í notkun. Svo fórum við aftur með lest til Grims- by. Þá var búið að selja. Við stóðum við eitthvað þrjá eða fjóra daga. Ég var mikið með Halldóri frá Möðruvöll- um í Kjós. Okkur leiddist báðum sjopp- urnar. — Nei, ég drakk aldrei brennivín. Hef alltaf verið á móti brennivíni, og hafði ekkert gaman af „búllunum“. Ég fór hins vegar á söngskemmtanir og bíó og í leikhús. Aðalsjoppan í Grimsby hét „Empire“. Það var ljóta sjoppan. Eða þá kvenfólkið sem þar var. — Hvort mér hafi ekki litist á þær? Nei og aftur nei. — Iiann þorir ekkert að segja þér frá Grimsby þegar ég heyri til, segir Gerða, sem í þessu kemur inn með kaffið. — Það er ekkert leyndarmál. Ég hafði engan áhuga fyrir sjoppunum, en manni þótti gott að sigla. Hlakkaði til þess allt árið því þetta var hvíld frá þrældómnum á fiskiríinu; það var oft ekkert sældarlíf áður en vökulögin komu. Upphafið. — Já, það er bezt að byrja á byrj- uninni. Ég er fæddur í Bár í Eyrarsveit 1888, einn fimmtán systkina og eini strákurinn. Ég var látinn heita Jens í höfuðið á séra Jens á Setbergi. Það klóklega var að hann ætlaði að kenna mér til prests. Ég varð nú samt aldrei prestur. Aðeins fimm af okkur syst- kinunum komumst á legg. Hin dóu í bernsku. Foreldrar okkar voru Sigur- lína Þórðardóttir og Kristján Þorsteins- son. Þau fluttust síðar að Máfahlíð í Fróðárhreppi. Maður fór snemma að vinna og á skútu fór ég þrettán ára. Sú skúta hét Kiðey og var gerð út frá Flatey en við lögðum upp á Patreks- firði. Við vorum á handfærum og ég hafði mikið upp úr mér eftir því sem þá gerðist. Þetta var árið 1901.. Ein- hvern veginn fór það svo að ég lærði aldrei neitt nema það, sem ég hafði lesið í bókum. Var aldrei í skóla nema nokkra tíma hjá séra Jens á Setbergi. Skútuskak. Maður var næstu árin á skútum á sumrin og heima á veturna. Ég var formaður á árabátum heima á veturna. Þá réru þeir hjá mér sem ég var svo með sem skipsctjórum á sumrin. Sérstaklega man ég eftir Sig- urði Eggertssyni skipstjóra sem var hjá mér með drengina sína. Var sæmi- lega fiskinn og þetta gekk allt vel. Það var hálfgert sklarkaralíf á skút- FÁLKINN ræiir vií Jens Kristjánsson, fisksata í Hafnarfirii, sem Sengi var á skútum, árabátum og toguriím ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.