Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 14
Dag'stund i badm Þeir höfðu verið að skrifa um bad- minton á íþróttasíðum dagblaðanna, og eftir þeim skrifum að dæma var mikið að gera hjá þeim badmintonmönnum. Þeir sögðu að badminton væri oft 140 tíma í viku hverri af hátt á fjórða hundrað manna í fimm íþróttahúsum, og nú í haust hefðu um áttatíu nýir fé- lagar farið að æfa. Þetta voru glæsilegar tölur og forvitnilegar. Það var nú næsta lítið sem við vissum um badminton. Vissum samt að notaður var spaði til að slá fjaðrabolta yfir net, og leikurinn annaðhvort leikinn af tveimur eða fjórum, en þá var þekking- in uppurin. Svo var það einn daginn að hingað á skrifstofuna kom maður, einn þeirra manna sem er í öllu og veit allt — og við spurðum hann um badminton. — Þetta er ákaflega skemmtileg íþrótt, sagði hann, og ekki svo mjög erfið. Þið gætið þess bara að hitta boltann rétt á réttu augnabliki og slá hann ekki í netið, þá er þetta komið. Það getur að vísu verið atriði í málinu að hitta völl- inn hinsvegar við netið, en það er sæmi- Þorvaldur Ásgeirsson. leg landspilda svo það ætti að takast. En ef þið viljið fræðast um badminton þá farið í íþróttahús Vals á laugardag- inn kemur. Og laugardaginn næsta þar á eftir lögðum við leið okkar í íþróttahús Vals að horfa á nokkra leiki í haustmóti TBR — Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur. —■ Þegar við komum í sal- inn er þar fyrir talsverður fjöldi af fólki, sem stendur fram með veggjunum og horfir með mikilli athygli á þá, sem úti á gólfinu heyja baráttu sína með spöðum og boltum. Þeir leika þvert yfir salinn og í gólfinu eru rauðar línur sem marka leikvöllinn. Það eru fjórir leik- vellir í salnum, en þessa stundina er aðeins verið að keppa á tveimur þeirra. Á öðrum þeirra eigast þeir við Albert Guðmundsson og Þorvaldur Ásgeirsson á móti Kristjáni Benediktssyni og Gunn- ari Petersen. Við horfum á þá leika með spaðana á boltann, um leið og við hugsum til vinar okkar sem sagði að- ekki væri erfitt að leika badminton. Okkur sýndist það í fljótu bragði vera nokkur ,,kúnst“ að hitta boltann rétt á réttu augnabliki. Og það sem meira er, það Albert Guðmundsson. virðist þvælast fyrir þeim að hitta völl- inn hinsvegar við netið, og þegar svo ber undir kallar maður sem stendur uppi á stól við netið: Útaf. Þetta mun vera dómarinn og hann hefur spjald í hendinni og færir inn á það þegar mönnum mistekst. Þá er hann að telja stigin. Það er gaman að fylgjast með þeim hvernig þeir beita spaðanum á boltann , og þetta kostar mikla hreyfingu og skjóta. Og' stundum ná þeir góðum slætti og mótspilararnir koma engum vörnum við og boltinn liggur í gólfinu < eða þeir slá hann í netið. Áhoi'fendur klappa þegar þeim finnst vel unnið og þeir eru ólíkir áhorfendum að knatt- spyrnu eða handknattleik sem sí og æ eru æpandi fúkyrði. Hér heyrast ekki fúkyrði. Við náðum tali af Gunnlaugi Þorvalds- syni og hann fræðir okkur um eitt og annað í sambandi við íþróttina. — Hvaðan er þessi íþrótt upprunnin? —- Þessi íþrótt er austan úr Asíu og eftir því sem ég bezt veit er hún heitin eftir höll í Indlandi. Það voru Bretar sem báru hana til Evrópu og kynntu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.