Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 15
illtozt hana þar. Asíumenn eru mjög góðir í þessari íþrótt og þá sérstaklega Malay- arnir. Af Evrópuþjóðum eru Bretarnir góðir og þá má nefna frændur vora Dani sem oft hafa staðið sig frábærlega vel. í svonefndu ensku leikjunum sem beztu spilarar heimsins taka þátt í hafa Danir oft staðið sig með mikilli prýði. Annars eiga Indónesar heimsmeistarana í karlaflokkunum en Bandaríkin í kvennaflokkunum. — Hvenær barst þessi íþrótt hingað? — Það mun hafa verið um 1930. Það var hinn kunni fimleikamaður Jón Jó- hannesson sem fyrstur varð til að kynna hana. Hann var formaður TBR í mörg ár og er eini heiðursfélagi þess. — Badminton er lítið stundað utan Reykjavíkur? — í Stykkishólmi hefur íþróttin ver- ið mikið stunduð og notið mikilla vin- sælda enda eru þaðan komnir nokkrir af okkar beztu spilurum. UMF Snæfell í Stykkishólmi og TBR eru svo til einu félögin sem sent hafa keppendur á Is- landsmótið. Ég veit til að menn á Ak- ureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði hafa verið að fást við þetta, en það mun í litlum stíl. — Hver eru helztu vandamál ykkar? — Það er nú fyrst og fremst húsnæðið sem okkur skortir. Við höfum mikinn hug á að eignast okkar eigið húsnæði og eigum nú orðið all myndarlegan byggingarsjóð. Enn sem komið er er þetta allt á byrjunarstigi og okk- ur vantar lóð undir húsið. Þá er það yngri kynslóðin. Við leggjum mikið kapp á að hæna hana að okkur og veit- um henni ókeypis húsnæði og kennslu ásamt tækjum. Þessir tímar eru á laug- ardögum kl. 15.30 í þessu húsi. — Hvað um aldur fólks í badminton? — Það er á öllum aldri. Ef menn ætla sér að ná einhverjum árangri er bezt að byrja sem fyrst, en menn eru aldrei of gamlir til að leika sér í þessu. Hér eru menn allt undir fimmtugt sem keppa enn, en keppnin er ekkert aðalatriði heldur leikurinn. * 3. Við náðum í Albert Guðmundsson í einu búningsherbergjanna og spurðum hvort hann væri búinn að iðka bad- minton lengi. — Ég var í þessu talsvert fyrst eftir að ég kom heim, en sló svo slöku við í nokkur ár, en er nú að byrja aftur. Ég hef ekki lagt neina sérstaka rækt við badminton, en það verður maður að gera ef árangur á að nást. — Er þetta skemmtileg íþrótt? — Já þetta er mjög skemmtileg íþrótt og mjög heppileg fyrir þá sem þurfa Lárus Guðmundsson. hreyfingu. Þetta er mjög heppileg íþrótt fyrir þá sem vinna á skrifstofum eða slíku. Það er dásamlegt að geta verið í þessu á veturna. — Er badminton lítið stundað í Fraklc- landi? — Já þeir eru lítið með badminton. Það er aðallega í Bretlandi og svo eru Danirnir góðir. Þeir segja að þetta sé eina íþróttin sem þeir sigri Svíana í. Við erum að fara úr húsinu þegar Kristján Benjamínsson kemur og spyr hvort við viljum ekki koma á ball hjá þeim í kvöld. — Við verðum í félagsheimili Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. — Er ekki vont að finna þetta hús? — Nei það er ekki minnsti vandi. Það standa saman þarna tvö hús, og eru hænsni í öðru en við í hinu. Það fór sem okkur grunaði að ekki reyndist auðvelt að finna húsið. Það var ekki fyrr en eftir mikinn þvæling sem okkur tókst að finna hænsnabúið og þá var stutt eftir í félagsheimilið. Það var verið að dansa kokkinn og músikkin barst út til okkar. Okkur var vel tekið þegar við komum inn og eftir að hafa virt fyrir okkur samkomuna góða stund náðum við í- Ragnar Georgsson ritara TBR. — Hvað eru margir félagar í TBR? — Þeir eru hátt á fjóða hundrað. — Er ekki erfitt að fá tíma fyrir allan þennan fjölda? — Jú, það er mjög erfitt. Við tókum alla þá tíma sem við gátum fengið og l> FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.