Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 18
FÁLKINN heíur hér nýjan og skemmtilegan greinaflokk um konur í lífi Napoleons keisara. Alls verða greinarnar sex og birtast í þessu og næstu fimm blöðum. I þessari fyrstu grein segir frá hin- urn skemmtilegu kynnum Napoleons og Désirée og viðbrögðum hennar þegar hún fréttir, að Napoleon ætli aS kvænast hmni alræmdu Madame Talhens. KONUR í LÍFI NAPOLEONS DESI Désirée vaknaði og brosti til systur sinnar, Julie, sem þegar var komin á fætur. Síðan lokaði hún aftur augunum, sneri sér á hina hliðina og gróf andlitið niður í koddann. Henni mundi áreiðanlega leyfast að sofa stundarkorn í viðbót. Það var venjan, þegar von var á gestum. „Hún Désirée litla flækist bara fyrir“ sögðu þau, móðir hennar, stóra systir hennar, hún Julie, og öll hin. Það var bara faðir hennar, sem ekki tók undir þessi ummæli. „Þú ert fjölskyldunni mest virði“ var hann vanur að hvísla að henni. „En við skulum lofa þeim að komast að raun um það sjálfum“. En nú var faðir hennar illu heilli látinn. Désirée hafði ráð undir rifi hverju. Henni var til dæmis þegar orðið ljóst, að ef hún átti að losna við hið eilífa nöldur í Julie systur sinni, þá var ekki nema eitt ráð til við þvi: Julie varð að eignast góðan eiginmann og ala honum hóp af börnum, sem hún gat nöldrað við. Og einmitt í gær hafði hún fundið mann handa Julie. Það var snotur ungur maður á bezta giftingaraldri, — með hvítar tennur og fjörleg, grá augu. Hann talaði að vísu dálítið einkenni- lega frönsku og nafnið hans var í hæsta máta einkennilegt og erfitt að muna það. En hann var sonur greifa frá Korsiku og bróðir hans var hershöfðingi. Hún hafði boðið þeim báð- um til miðdegisverðar á miðvikudag, og nú var sá dagur runninn upp. Auðvitað hafði Désirée fengið ákúrur fyrir að gerast svo djörf að bjóða þessum ókunnu mönnum heim, en engu að síður var allt kvenfólk hússins í óða önn að undirbúa komu þeirra. Désirée reis upp í rúmi sínu og teygði sig. Það var víst kominn tími til að fara á fætur. Hún þurfti að koma því í kring að Julie klæddist hvíta kjólnum sínum. Þegar hún var í honum kom barmur hennar svo vel í ljós. Og einnig þurfti hún að sjá um, að Julie og ungi maðurinn höfnuðu loks í sýrenulystihúsinu í garðinum. Hann bítur áreiðanlega á agnið, hugsaði Désirée, um leið og hún hoppaði út úr rúminu. Hún hafði verið svo' hyggin að koma því að í sam- tali sínu við unga manninn, að faðir þeirra, silkikaupmaður- inn, hefði látið dætrum sínum eftir ríflegan heimanmund. Hundrað og fimmtíu þúsund gullfranka! Ungi maðurinn lézt að sjálfsögðu ekki hafa hinn minnsta áhuga á því. Désirée brosti með sjálfri sér. Hún smeygði náttkjólnum yfir höfuðið, fleygði honum frá sér og stillti sér upp fyrir framan spegilinn. Hún mundi vissulega klæðast öðruvísi náttkjólum, þegar hún gifti sig sjálf. Hún dillaði sér ofurlítið fyrir framan spegilinn og sagði við sjálfa sig: — Vöxturinn er alls ekki sem verstur. Og ég sem er ekki nema fimmtán ára! Hún sté nokkur skref aftur á bak til þess að geta skoðað sig betur í speglinum. — Alls ekki sem verst, sagði hún og brosti. — Eða hvað finnst yður, herra hershöfðingi, bætti hún við og lyfti öðrum fætinum. — Hafið þér nokkurn tíma séð svona nettan fót? — Við hvern ert þú eiginlega að tala? Hurðinni var hrundið upp og Julie systir birtist í dyra- gættinni. — Þú ættir að skammast þín, Désirée, sagði hún. — Klæddu þig og það á stundinni! — Vertu róleg, Julie mín, svaraði Désirée. —■ Ég var bara að æfa mig í að umgangast hershöfðingja. Já, meðan ég man: Þú ættir að klæðast hvíta kjólnum þínum í dag. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.