Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 19
Ef ég hefði svona þrýstinn og fallegan barm eins og þú, þá mundi mér ekki koma til hugar að klæðast kjólum sem eru alsettir blúndum alla leið upp í háls. Þú verður að fylgja mínum ráðum, Julie. Mundu, að það var ég sem útvegaði þér þennan fallega unga mann, sem kemur hingað í dag. — O, þú ert hræðileg, Désirée, sagði Julie og stundi þungan. Samt lét hún tilleiðast og klæddist hvíta kjólnum sínum. Þegar gestirnir komu og stöfuðu umhyggjusamlega nöfnin sín, kom í ljós, að maðurinn sem Désirée hafði ætlað systur sinni, hét Guiseppe Buonaparte, en hann kaus helzt að kalla sig Joseph upp á franskan máta. Hershöfðinginn, bróðir hans, hét því einkennilega nafni Napoleone. Þetta var sá minnsti hershöfðingi, sem Désirée hafði augum litið. Hann var ekki nema rétt hálfu höfðinu hærri en hún sjálf. Hann var grannvaxinn og lipur, en þurr og ókurteis í framkomu. Hann þagði lengi vel meðan á borð- haldinu stóð, og svaraði aðeins einsatkvæðisorðum, ef á hann var yrt. Og svo var hann svo hversdagslega til fara. Það gat varla heitið að neinir gullhnappar væru á einkennis- búningi hans. Désirée andvarpaði af vonbrigðum. Þá allt í einu leit hershöfðinginn upp, mætti augum hennar og hló. Eftir það varð stemningin ögn léttari og ekki eins þvinguð. Það reyndist auðvelt að koma Julie og unga manninum í lystihúsið að miðdegisverðinum loknum. — Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvort marmara- platan í lystihúsinu er ekki frá Ítalíu, sagði Désirée. Þá leit Napoleone til hennar og brosti. — Við skulum athuga málið, sagði hann og bauð henni arminn. — Það hlýtur að vera róla í þessum lystigarði, sagði Napoleone við Désirée, þegar þau höfðu skilið Julie og Joseph eftir við hina umtöluðu marmaraplötu. — Hvernig vissuð þér það, herra hershöfðingi? — Ég er bezti stjórnandinn í franska hernum, sagði hershöfðinginn. — Góður stjórnandi verður að vita við hverju er að búast á hverjum stað. Þau gengu hægt um garðinn og aldrei þessu vant þagði Désirée og virti hann fyrir sér á laun. Hann hafði nettar hendur. Og eiginlega var hann alls ekki svo lítill. Hann var herðabreiður undir einkennisbúningnum, og á hökunni mátti sjá, að hann vissi hvað hann vildi. Og hann hafði skær, grá augu. Og hann var unglegur. Það var ekki hægt að ímynda sér, að hann væri tuttugu og fimm ára. Og munnur hans, þegar hann brosti eins og núna . . . Désirée roðnaði skyndilega. — Þú ert laglegri en systir þín, sagði hershöfðinginn og lyfti henni upp í róluna. — Ég veit það, sagði Désirée og fékk nú aftur málið. Hershöfðinginn hló og ýtti rólunni af stað. — Alveg rétt. Maður á ekki að skýla sér að baki fölsku lítillæti. — En hún hefur stærri barm en ég, sagði Désirée, sem var barn síns tíma og unni réttlætinu. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því, sagði Napoleone og ýtti rólunni rösklega. — Hversu mikinn heimanmund sagðir þú, að systir þin fengi? — Hundrað og fimmtíu þúsund gullfranka, hrópaði Dé- Framh. á bls. 28. fXlkinn 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.