Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 23
una lýsa eftir malaranum, áður en langt um liði. Goritsky snýr sér aftur að lögreglu- þjóninum. Rödd hans er þrungin ís- kaldri fyrirlitningu. — Það er í yðar verkahring, Barði, að þagga niður ill- girnislegt bæjaslúður, en ekki að halda því á lofti. Blygðunarroði hleypur fram í andlit Barða. Hin kuldalega rósemi Goritskys hefur endurvakið minnimáttarkennd lögregluþjónsins, og hann fokreiðist. — Ha, þér hafið svei mér breytzt æði mikið á þessum árum, sem þér hafið ver- ið fjarri görðum, Goritsky. Það er ekki einu sinni orðið hægt að tala við yður, eða hvað? Drottinn minn dýri! Hvers vegna eruð þér orðinn svo skapstirður? Er það af því að Kristín sé farin að líta í aðra átt, það skyldi þó ekki vera? Það hneggjar illgirnislega í Barða úti í myrkrinu. Goritsky stendur uppi á dyrapallin- um og snýr baki við Ijósinu í glugg- anum. Andlit hans er í skugga, svo Barði fær ekki séð áhrif háðsyrða sinna. Hann sér einungis háan og herða- breiðan baksvip hans bera við birtuna. Sér ekkert annað en óbifanlega ró. Hann langar til að sundra þessari ró, þessu jafnvægi, þessum virðuleik. Og hann heldur áfram af magnaðri mein- fýsi: — Ha! Hún hefur komizt í kynni við þá, sem betri eru, Goritsky ... bæði Pál Glomp og þenna Martein Brunner. Eða hvað voruð þér að hugsa meðan þér voruð fjarri? . . . Datt yður í hug, að Kristín,litla gætti sakleysis síns sí og æ, þangað til yður hentaði að koma heim til að njóta þess? Barði snarþagnar og bregður nokk- uð. Utan úr myrkrinu heyrist dimmt og ógnþrungið hljóð, blendingur af hásu hrópi og ógnandi urri. Þetta er óskemmtilegt augnablik. Stormurinn ýlir í upsum hússins fyrir aftan Goritsky, sem gengur hægum skrefum n|ður þrepin og til lögreglu- þjónsins. Hryðja af regni fer yfir, há- reysti berst neðan frá kránni. Síðan er allt þögult á ný. Gorisky nálgast stöð- ugt. Barði fær ekki séð svip hans, en grunar, hvernig hann muni líta út. Og við þann grun er sem kverkar hans herpist saman af kvíða. Hann leitar eftir einhverju til að snúa þessu upp í gaman, en man ekki eftir neinu að segja, engu. Skelfingin lamar hann, þegar hann sér að Goritsky reiðir upp hnefann og ræðst öskrandi á hann í myrkrinu. Barði hrasar aftur á bak. Grípur eft- ir einhverju til að styðjast við, en fell- ur svo endilangur aftur fyrir sig. Ein- kennishúfan flýgur eitthvað út í nátt- myrkrið og hnakkinn skellur niður á veginn með dumbum dynk. Goritsky situr á hækjum sér uppi yf- ir lögregluþjóninum eins og válegt villi- dýr. Svo grípur hann fyrir kverkar Barða. — Kvikindi, hvæsir hann. — Bölvuð illgirnisnaðra. Barði reynir að losa sig úr greipum andstæðingsins. Árangurslaust. Takið herðist æ meir að hálsi hans, og Barði berst nú fyrir lífi sínu. Ef hann gæti bara náð til byssunnar. Hann finnur til byssuhylkisins undir baki sér, en nær ekki til hennar, getur ekki annað en fálmað út í loftið. Angist dauðans veitir honum ofur- mannlegt afl. Hann fær varpað sér til hliðar með snörpum rykk, og eitt and- artak losnar hengingartakið um háls honum. — Hjálp! Skelfingarópið berst út í náttmyrkrið og fólk rennur á hljóðið. Brátt hefur safnazt hópur manna um- hverfis þessa áflogaseggi sem veltast um á götunni. Þarna er hrópað og baðað út höndum. — Hættu þessu, Goritsky! Þú gengur af honum dauðum! Goritsky heyrir það ekki. Tekur varla eftir því, að hann er þrifinn af sterkum höndum og dreginn ofan af fórnarlambi sínu. Síðan stendur hann riðandi og starir vitfirrtum augum á manninn sem liggur fyrir fótum hans. Barði er ekki einfær um að rísa á fætur. Hjálpsamar hendur veita hon- um stoð og styttu. Grannur blóðtaum- ur rennur niður háls hans úr rispu á kinninni. — Þetta verður dýrt spaug! kallar einhver í hópnum. — Minnst tvö ár! Nú er Goritsky farinn að átta sig. Hann lítur í kringum sig, sér hvarvetna forvitin og óttaslegin andlit og strýkur hendinni snöggt yfir augun. Barði óttast nýja árás af hans hálfu. Hann hörfar eitt skref aftur á bak og bregður skammbyssunni á loft. En áður en honum vinnst tími til að miða henni, snýr Goritsky sér við, slær ógnandi um sig með hnefunum og reynir að brjóta sér braut út úr mannþrönginni. — Stöðvið hann! öskrar Barði. Nokkrir menn grípa til Goritsky, en hann lætur höggin ríða og tekst að snúa sig út úr öllum þessum handleggj- um, sem eru eins og flækja umhverfis hann. Nú stendur hann fyrir utan þyrp- inguna. Eina — tvær sekundur er hann í vafa, ... svo þýtur hann af stað, út úr þorpinu. — Stöðvið hann, stöðvið hann! heyr- ir hann gjammað að baki sér. Svo er hann horfinn út í myrkrið. Goritsky hleypur fyrir hornið á veit- ingakránni og heldur þaðan áfram upp hlíðina. Andartak nemur hann staðar í hléi við stórt, blaðlaust linditré. Þaðan sér hann hvar áætlunarvagninn frá Aschaffenburg ekur upp að kránni. Bíllinn nemur þar staðar og tvær mann- eskjur stíga út úr honum. Goritsky Framh. á bls. 24 FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.