Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 24
LITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST Ráðgóðir mannræningjar Glæponarnir Nikki stórnefur og Bússi ör í eyra, sátu yfir wiskíglasi, daprir á svip. Nokkrum tímum áður höfðu þeir gert tilraun til bankaráns í stórum banka í Chígakó, en Stórnef- ur hafði verið taugaóstyrkur og þegar nokkrir lögregluþjónar höfðu komið inn til að skakka leikinn hafði hann hleypt af nokkrum kúlum fyrir fram- an hina stóru breiðu skó lögregluþjón- anna til þess að láta þá vita, að þeir ættu að kunna fótum sínum forráð. Það varð mikill glundroði, en Bússi hafði í öngþveitinu krækt í nokkra búnka af óborguðum víxlum og nú sátu þeir og skulduðu eina og hálfa milljón dala. — Nei, þetta eru erfiðir tímar, sagði Stórnefur og andvarpaði. Bankarán eru ekki lengur eins og þau voru í gamla daga, þegar fólk sparaði og lagði peningana inn. Þegar manni dettur í hug nú að krækja sér í örfáa skildinga er kassinn tómur. Þetta er eins og að koma á baðströnd á að- fangadagskvöld. Þá er þar ekki sála. Við verðum að finna upp á einhverju nýju. Þeir sátu lengi og hugsuðu málið. Þá fékk Bússi hugmynd. — Mannrán, sagði hann og setti wiskíglasið frá sér. Mannrán er aftur komið í tízku. Stórnefur var ekkert sérlega hrif- inn. — Ég hef aldrei dáðst að barnavæli, sagði hann. — Hver var að segja að við ættum að ræna börnum?. Ég hef miklu betri hugmynd. Endurnýjun á hinni göf- ugu list, mannráninu. Nennirðu að heyra hver hún er? Stórnefur kinkaði kolli og hellti í glasið sitt. — Manstu, þegar ég losaði feitu kellinguna, sem poppkorn kóngurinn Markús Fróbiss er giftur. við kjöltu- rakkann? Þá gerðist ég þjónn hjá þeim hjónum til þess að koma öllu í kring. Það var alls ekki svo leiðinlegur tími, því þá kynntist ég því, að peningar eru ekki eintóm hamingja. Hún, frú Fróbiss, hafði mjög stíft taumhald á manni sínum. Þetta var skelfing leið- inleg kelling og herra Fróbiss hafði það hvorki vont né gott. En þegar hann kom seint heim...... — Farðu nú að koma að þessu, greip Stórnefur fram í, hvoru eigum við að ræna. Honum eða henni? —■ Henni. — Ef hún er í raun og veru svo leiðinleg sem þú heldur fram, þá verður það engin sæla að gæta hennar. — Það verður allt í lagi. Maður verður að ieggja eitthvað á sig, ef maður ætlar að krækja í hálfa mill- jón. Stórnefur fékk stöðu sem einka- bílstjóri hjá poppkornkónginum og dag nokkurn þegar hann hafði troð- ið frúnni inn í Kátiljákinn, ók hann beint niður að pakkhúsi við höfnina í stað þess að aka til snyrtistofunnar, þar sem flikkað var upp á fegurð frú- arinnar. Við pakkhúsið beið Bússi með kefli, sem stungið var upp 1 hina æpandi frú. Síðan var hún bundin Framhald á bls. 32. RA1JÐA FESTIN Framhald af bls. 23. þekkir gjörla að það er Kristín og gamli malarinn. Síðan halda þau af stað út veginn og leiðast í áttina heim til gömlu mylnunnar. Malarinn er þreytulegur og dregur fæturna eftir sér. Hann gengur eins og öldungur, sem lífið hefur leikið grátt. Goritsky varpar öndinni þunglega, síðan heldur hann áfram hlaupum sín- um í myrkrinu. Óðs manns tryllingur stendur uppmálaður á örum settu and- liti hans. Alltaf bætist við æpandi mannfjöld- ann, er safnast hefur saman utan um Barða lögregluþjón. — Hvað er eiginlega um að vera? spyr einhver í útjaðri þyrpingarinnar. — Goritsky er búinn að hálfdrepa hann Barða, er svarað úr mörgum átt- um í einu. Barði stingur byssu sinni aftur í hylkið og dustar óhreinindin af einkenn- isbúningi sínum. Því næst þurrkar hann blóðið framan úr sér og setur embættis- húfuna á hálfsköllótt höfuð sér. — Ég verð að hringja á auga lifandi bagði, stynur hann loks upp. — Þú getur hringt handan úr kránni, Barði. Óðamála múgurinn ýtir nú Barða á undan sér í átt til veitingahússins. Stór- tíðindi hafa nú gerzt í þessu litla þorpi þau berast eins og eldur í sinu frá einu húsi til annars. — Goritsky hefur ráð- izt á sjálfan lögregluþjóninn. Karlarnir smeyja sér í stígvél, fleygja yfirhöfn yfir herðar sér og hlaupa til knæpunn- ar. Konurnar hópast saman og ræða viðburðinn aftur og fram yfir kaffiboll- anum. Barði hefur naumast stigið yfir þrös- skuldinn, er hann æðir að símanum. Hann hringir til yfirvaldanna í ná- grannabæjunum og skýrir þeim frá því sem gerzt hefur. Hann lýsir Goritsky. — Takið manninn fastan, hvað sem það kostar! En gætið ykkar! Hann er stór- hættulegur viðureignar! Þegar því er lokið, sezt hann eins og ættarhöfðingi við aðalborðið, en spurningunum rignir yfir hann eins og stórskotahríð. Allir vilja ryðjast að borð- inu. — Það verður að finna hann og það verður að hegna honum! lýsir Barði yfir um leið og hann þurrkar ölfroðu af munni sér.....Árás á embættismann við starf sitt. Það verða svei mér alvar- leg málaferli þetta, fyrir Goritsky. Hann kemst ekki hjá því að verða ákærður fyrir .... tilraun til mann- dráps! Barði litast um í hópnum, og þegar hann er að virða fyrir sér öll þessi ótta og furðu lostnu andlit, sem raða sér kringum borðið í svælu tóbaksreyks- ins, lýstur eitt örsnöggt augnablik niður í vitund hans óþægilegri hugsun. Framh. í næsta blaði. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.