Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 27
JljóÚakaiat kókut mel kafáim Gallopkringla. 125 g. smjörlíki. IV2 msk. sykur. 1 egg. 1 Vz tsk. kardemommur. 2 msk. súkkat. IV2 dl. rúsínur. iy2 dl. mjólk. 250 g. hveiti. 2 tsk lyftiduft. Ofan á: Mjólk, sykur, möndlur. Smjörlíki og sykur hrært lint, egginu hrært saman við, einnig rúsínur og súkkat. Hveiti, lyftdufti og kardemomm- um sáldrað saman við, hrært saman við ásamt mjólkinni. Sett í hring á vel- smurða plötu. Smurt með mjólk, sykri og möndlum eða kokosmjöli stráð ofan á. Rúsínubollur. 100 g. smjörlíki. 1 dl. sykur. 1 egg. 3V2 dl. hveiti. 2 tsk. lyftiduft. 2 dl. rúsínur. 2 msk. appelsínubörkur, sykraður. Smjörlíki og sykur hrært lint, egginu hrært saman við. Rúsínunum og appel- sínuberkinum hrært saman við ásamt sálduðu hveitinu og lyftiduftinu. Sett með stórri tesk. á smurða plötu, rúsín- um (sem geymdar voru) stungið ofaní. Bakað við nál. 225°. Skipt í tvennt Hvor hluti flattur út í aflanga köku. Raðað eplasneiðum þétt (skarað) eftir miðjunni, kanelsykri stráð yfir. Brúnirnar brotnar yfir eplin, smurt með eggi, kanelsykri stráð yfir. Bakað við meðalhita. Smyrjið sykurbráð á lengjurnar meðan þær eru heitar, skornar í bita, þegar þær hafa kólnað dálítið. Fljótbökuð vínarbrauð. 100 g. smjörlíki. 1 dl. sykur. 1 egg. 3 msk. mjólk. 1 tsk. kardemommur. 3 bollar hveiti. 3 tsk. lyftiduft. Aldinmauk. Egg ofan á. Flórsykurbráð: 1 dl. flórsykur. y2 msk, Vanillusykur. IV2 msk. appelsínusafi. Smjörlíki, sykur og egg hrært vel. Mjólkinni og kardemommum hrært saman við. Hveiti og lyftidufti sáldrað saman við. Deigið hnoðað léttilega. Skipt í þrennt mótaðar lengjur, sem settar eru á smurða plötu. Þrýst niður í miðju lengjanna, svo myndist rauf, sem í er sett aldinmauk eða eplamauk. Brúnirnar smurðar með eggi. Bakað við góðan hita 250°. Smurðar með sykur- bráð. Skornar í snotra bita. Eplabitar og rúsínubollur. Kanelsnúðar. 3 bollar hveiti. 3 tsk. lyftiduft. 2 msk. sykur. 3 msk. smjörlíki. 1 egg. 1 bolli mjólk. Innan í: Brætt smjör: sykur, kanell (möndlur). Ofan á: Egg, sykur. Hveiti og lyftdufti sáldrað á borð, sykri blandað saman við, smjörlíkið mulið. Vætt í með egginu og mjólkinni. Deigið hnoðað. Flatt út í aflanga köku, sem smurð er með bræddu smjöri; kan- elsykri stráð yfir og möndlur ef vill. Vafið saman, skorið í bita. Látið á smurða plötu. Smurt með eggi; sykri stráð yfir. Bakað við góðan hita 250°. Eplabitar. 100 g. smjörlíki. 75 g. sykur. 1 egg. 3 msk. rjómi. 250 g. hveiti. 1 tsk. kardemommur. 3 tsk. lyftiduft. 3—4 epli. Ofan á: Egg, sykur, kanell. Flórsykurbráð: 2 dl. flórsykur. 2 msk sítrónusafi. Smjörlíki, sykur, egg, rjómi og kar- demommur hrært saman. Hveiti og lyfti- dufti sáldrað saman við. Deigið hnoðað. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.