Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 30
billinn Nokkrir punktar um CARDINAL Vart hefur jafnmikið verið rætt og ritað um nokkurn bíl, áður en hann hefur komið á markaðinn, en Ford Car- dinal. Um haustið 1960 fór sá orðrómur að breiðast út um gervöll Bandaríkin, að Ford-verksmiðjurnar þar í landi hefðu í hyggju að hefja framleiðslu á smábíl, er settur væri beint til höfuðs Volkswagen og öðrum evrópskum smá- bílum, sem þá voru fluttir inn í stórum stíl (ca. 700.000 1959). Síðar átti einnig að setja bíl þennan saman hjá Ford bæði í Bretlandi og Þýzkalandi, og þannig að keppa einnig beint á hinum evrópska markaði. Þetta sama haust komu „hinir þrír stóru“ þ. e. General Motors, Ford og Crysler með hina svonefndu ,,Compact“- bíla (Corvair, Falcon, Valiant og Lark), á markaðinn. Þessi stærð af bílum vakti þegar i stað gífurlegar vinsældir meðal fólks þar í landi og varð salan í þessum bílum mun meiri en framleiðendurhöfðu þorað að vona. Með kynningu þessara nýju bíla varð stórkostleg breyting á hinum bandaríska bílamarkaði. Salan í evrópskum bílum í Bandaríkjunum hrapaði niður í það, að vera um helm- ingi minni en árið 1959. Nú var það sem Ford kippti að sér hendinni méð að hefja framleiðsluna á Cardinal. Þeim hafði áður orðið á í því að framleiða bíl sem ekki féll vel inn í hinn kröfuharða bandaríska bílamarkað sbr. Edsel, svo þeir hættu ekki á annað svipað ævin- týri. Aftur á móti létu þeir Ford í Bret- landi og Þýzkalandi í té allar þær tækni- legu upplýsingar, sem þeir höfðu þegar aflað á síðastliðnum 4 árum, sem þeir höfðu unnið að byggingu bílsins. Nú nýlega hafa þessar tvær verk- smiðjur, hvor fyrir sig, kynnt sína út- gáfu á Cardinal. í Bretlandi nefnist hann Consul Cortina og er með hinni frægu Anglia-Consul 315 vél sem hefur reynzt mjög vel og hlotið frægð sína af því að vera í Lotus-Formula Junior kappakstursbílnum er hefur unnið marga kappaksturskeppni síðastliðin tvö ár. Drifið er á afturhjólunum eins og venjulegast er. Er því ekki hægt að segja að nein raunveruleg bylting sé í þeim bíl. Aftur á móti er hægt að segja um þýzku útgáfuna — Taunus 12M — að hún sé alger bylting í bílaiðnaðinum. Vélin er fjórgengis V-laga fjögurra strokka og sú fyrsta sem þannig er byggð fyrir bíl í heiminum. Bíllinn er búinn framhjóladrifi og sá fyrsti, sem Ford-verksmiðjurnar framleiða þannig. Gefur það bílnum gríðarmikið gildi fyr- ir þá sök, að hann er mikið stöðugri á beygjum og í hálku. Einnig eykur það rýmið inni í bílnum því gólfið er alveg slétt. Kælikerfið er þannig útbúið, að í bílnum eru tveir vatnskassar, sá minni sem tengdur er beint við miðstöðina, fyrir aftan vélina hefur innbyggt „automat“ þannig, að ef hitinn fer yfir 80° C þá fer annar stærri vatnskassi sem er fyrir framan vélina, af stað líka og fari hitinn yfir 98° C fer viftan í miðstöðinni af stað og blæs köldu lofti niður með vélinni en slekkur sjálfkrafa á sér, þegar hitinn er kominn niður fyrir 92°C. Miðstöðin er orðin funheit 3 mín. eftir að bíllinn hefur verið gangsettur kaldur. Eitt er það enn, sem vekur sér- staka athygli, og það er að bíllinn er með þverfjöður að framan. En þannig var ameríski Ford-bíllinn útbúinn allt frá hinu fræga T-modeli til ársins 1947 og þykir það auka stöðugleika bílsins á vegi. Skipta þarf um olíu eftir hverja 10.000 km. og er það stór sparn- aður í rekstri bílsins. Taunus 12M er næst því að vera hinn raunverulegi Cardinal. í útliti eru bílarnir báðir mjög líkir, því þeir eru byggðir nær ein- göngu eftir bandarísku teikningunum. Hér eru nokkur mál og upplýsingar um bílana. Consul Cortina: Vél 53 hö., lengd 4.27 m, breidd 1.58 m og hæð 1.38 m, þyngd 790 kg, eldnseytiseyðslan er 7.5 1/km. Taunus 12M: Vél 50 hö., lengd 4.24 m, breidd 1.59 og hæð 1.45, þyngd 845 kg., eldsneytiseyðsla 7.5 1/km. Um þessar mundir eru þessir bílar í þann veginn að koma á markaðinn hér á landi. Bú- izt er við því að verðið verði um kr. 140.000.00. Síðasii roðu i*iiiii Framhald af bls. 11. hann við drenginn. — Ekki veitir af að hafa eitthvað að melta, því haust- nóttin er löng. Þeir sitja og tala saman um stund. En þá stendur Jóhann upp og segir: — Jæja, þá er víst bezt að fara að hugsa um að komast út á voginn. Þetta er talsverður róður. Og til þess að segja eitthvað svarar drengurinn. — Ég held það verði gott að láta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.