Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG HRINGUR RDBERTS LAVARÐAR „Ég náði í hann, ég náði i hann,“ skríkti Jörgen og hélt hringn- um á loft. „Frábært,“ sagði Milla gamla, „nú fáum við tölu- vert gull upp úr þessu." En Danni hafði læðzt nær og hlustaði á það, sem þeim fór á milli. Jörgen fór nú að lýsa þeirri hetju- dáð, hverri hann með hringnum hafði náð. En Milla gamla leyfði honum ekki að komast langt í frrásögn sinni. „Við verð- um að fara héðan strax,“ sagði hún. „Hvar eru Tóki og Flóki?“ „Þeir eru enn að berjast upp á lofti,“ svaraði Jörgen. „Hvaða máli skiptir það? Nú höfum við hringinn." „Ha, hringinn....“ sagði rödd Danna um leið og hann gómaði hringinn úr höndum Jörgens. Og áður en Milla gamla og Jörgen höfuð áttað sig, hafði Danni ýtt þeim til hliðar og gengið inn í krána. „Þú þarna, Danni,“ sagði Ottó, sem kom nú niður stigann. „Þú hefðir átt að koma fyrr. Ég hef sigrað tvo af þorpurunum, en sá þriðji hefur komizt brott með hringinn." Iwwjr WK1 Ottó hraðaði sér út. „Það hefur ekki viljað svo til, að þú hafir mætt sköllótta náunganum?“ spurði hann. „Áttu við Jörgen?“ spurði Danni. „Já reyndar mætti ég honum, en....“ „Og hvert fór hann?“ greiþ Ottó fram i. „Ég verð að finna hann áöur en hann losar sig við hringinn." „Þú þarft ekki að flýta þér svona, Ottó,“ sagði Danni, „því að ég er með hringinn hér.“ Ottó stanz aði skyndilega. „Hvað sagðirðu?" spurði hann vantrúaður. Danni opnaði hnefann og i lófa hans lá hringur Róberts lávarð- ar. „Ég sá Jörgen með hringinn og mér fannst hann ekki vera rétti maðurinn til að bera slí'kan grip,“ sagði Danni og deplaði auganu. „Það er gott að hafa svo öruggan mann með sér“, sagði Ottó. „Ég ætla ekki að spyrja þig, hvernig þú náðir i hann. Það er sjálfsagt atvinnuleyndarmál." ..Eins konar,“ svar- aði Danni. „En hvað sem því líður er hættulegt að bera þennan hring,“ sagði Ottó. „Því betra að afhenda hann sem fyrst.“ Danni var á sama máli. Hann hafði séð það svart á hvítu, að Milla gamla og kumpánar hennar skirrðust ekki við að fremja morð, ef svo stóð á og peningar voru í boði. Þeir Ottó riðu nú brott úr borginni áleiðis til Bernarkastala. Þeysireið Ottós olli því, að Danni varð nokkuð á eftir og varð til þess, að hann var farinn að sjá eftir því að hafa farið með. Það var aðeins hugsunin um umbunina sem dró hann áfram. Hann þekkti Ottó það vel, að hann var viss um, að hann gat vænzt mikilla launa. Eftir um það bil klukkustundar reið hægði Ottó á sér. „Ég hef verið að hugsa um það, að það hlýtur að vera einhver, sem vill, að Róbert lávarður komi aftur,“ sagði Ottó. ,,Já, til hvérs heldurðu, að Tóki, Flóki og Jörgen hafi verið leigðir," sagði Danni. „Ég heyrði þá segja, að þeir mundu þe’kkja Róbert af hringnum." „Það er þá hringurinn," hélt Ottó áfram, „sem hefur mest gildi fyrir þá persónu, sem ekki vill Róbert á lífi.“ En nú var Bernarkastali kominn í augsýn. Von bráðar mundu þeir komast þangað. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.