Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 37
Þremur mánuðum síðar fékk Charles tilboð um brauð í litlum stöðvarbæ í Kent. Hann tók því þegar í stað. Þetta var snotur bær og kirkjan var óvenju- lega falleg. Hún stóð rétt við stöðina og það kom hraðlest frá Lundúnum á hverjum sunnudagsmorgni. Lestin kom rétt í þann mund er morgunguðsþjón- ustan hófst, og Sally kom svo reglulega allt sumarið, að frú Fluting lagðist loks í rúmið af gremju og áhyggjum. Þegar hún náði sér aftur fór hún ásamt börn- unum til móður sinnar í Norður-Skot- landi. Charles kom aftur af fundi með biskupnum, þögulli og alvörugefnari en nokkru sinni fyrr. í nóvember fékk Charles skeyti frá Skotlandi. Hann varð að koma þegar í stað. Konan hans var alvarlega veik að þessu sinni. Erfiðleikar trúboðalífs- ins, ótætis skorkvikindin og marrið í skóm Sallyar höfðu loks yfirbugað hana. Sally mætti við jarðarförina, og var klædd þeim dýrasta og fínasta svarta silkikjól, sem nokkurn tíma hafði sézt í sókninni. Gráhærði ekkjumaðurinn var nú fluttur í sókn í Birmingham og skyn- semdar ráðskona á fertugsaldri tók bæði nýja prestinn og móðurlausu börn- in tvö undir verndarvængi sína. Hún tók hinum merkilega gesti frá London sem ,einhverju sem prestar einir upp- lifa'. Sally var annars orðin merkilegri en nokkru sinni fyrr. Hún virtist ekki finna að hún var ekki lengur ung og að allar vinkonur hennar frá því í gamla daga voru orðnar mæður og jafnvel ömmur. Á liverjum sunnudegi klæddist hún fötum sem ungar stúlkur einar bera, svo að Charles gæti róið með hana út á vatnið, farið í hjólreiðaferð með henni eða leikið keiluspil við hana á grasfletinum meðfram fljótinu. Þegar stuttir kjólar komust í móð, klæddist Sally þeim á augabragði. Þegar litlir klukkuhattar urðu nýjasta nýtt, keypti hún sér heilt -dúsín af þeim í öllum regnbogans litum. En hún gat ekki feng- ið af sér að klippa gullnu lokkana sína. Hún lézt ekki taka eftir því, að hár- greiðslan var líka háð duttlungum tízk- unnar hverju sinni. Útlínur lífstykkis- ins mátti greinilega merkja gegnum þrönga og litríka kjólana hennar. Hinar vikulegu ferðir hennar voru að verða opinbert hneyksli. En jafnvel þegar hún var viðstödd brúðkaup Charles Fluting og ráðskonunnar, bar hún höfuðið hátt eins og sá, sem aldrei óttast, að allt muni ekki fara vel að lokum. Hin nýja frú Fluting var skynsöm kona. Hún vissi, að flest vandamál í heimi hér má leysa með góðum skiln- ingi og heilbrigðri skynsemi. Eftir ná- kvæma ráðagjörð og áætlun, tókst henni loks sunnudag nokkurn að koma því til leiðar, að maður hennar og Sally mættust fyrir utan kirkjuna, augliti til auglitis. Hinn gráhærði prestur rétti fram höndina, og þeir, sem næst stóðu, sáu, að hún skalf, enda þótt hún reyndi að brosa. í fyrsta skipti lýsti málað and- Sjá næstu síðú. FÁLKINN V I K U B L A Ð í KOPAVOGSBÍÓI verður sýnd bráðlega kvikmynd sem tekin var í Suður-Afríku 1961 og vakið hefur mikla at- hygli. Framleiðandinn Lionel Rogosin fór ásamt aðstoðarmönnum sínum, til Johannesburg með leyfi yfirvaldanna þar, til þess að gera fræðslu- kvikmynd. Undir lokin komust yfirvöldin að því að hér var ekki verið að vinna að venjulegri fræðslukvikmynd og hugðust stöðva tökuna, en Rogosin tókst að smygla myndunum út úr landinu í tæka tíð. „Come í>ack Africa“ er mjög óvenjuleg mynd fyr- ir margra hluta sakir, í henni eru engir atvinnu- leikarar og öll atriði tek- in á hinum rauverulegu stöðum og gerir það myndina mjög raunveru- lega. Söguþráðurinn: Þegar þrýzt út hungursneyð í Zululandi, ákveður negr- inn Zachariah að fara til Johannesborgar til þes,s að útvega sér at- vinnu svo að hann geti fætt og klætt konuna sína og börnin sem verða eftir í Zululandi. Fyrst fær hann atvinnu í gull- námu í nágrenni Johann- esarborgar, en launin eru svo lág að hann rétt getur lifað af því sjálfur, hvað þá að hann geti sent nokkuð heim til fjöl- skyldunnar. Til þess að reyna að afla sér peninga reynir hann allskonar vinnu — húshjálp, véla- vinnu, þjónustustarf og vegavinnu. Alls staðar er hann af sínum hvítu yfirboðurum meðhödlað- ur eins og tilheyrir ein- um af hinum óæðri kyn- flokki. Ástandið hefur enn versnað í Zululandi, og einn daginn kemur Vinah konan hans til Johannes- arborgar með börnin þeirra. Hún getur ekki lengur klofið örðugleik- ana einsömul. Fjölskyldan býr um sig í aumlegum húsakynnum í negra- hverfinu Sopieborg í út- jaðri Jóhannesarborgar. í sóðaskap, eymd og volæði þessa hverfis reyna þau að hefja nýtt líf. Stuttu síðar fær Zac- haria fyrstu kynni sín af þjóðfélagstaðstæðum Sophiuborgar, þegar vin- ur hans býður honum til „shebeen‘“, eins konar krár, þar sem negrar mega ekki drekka áfengi. Framh. á bls. 38. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.