Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 38
lit Ealíyar örvæntingu og skelfingu. Hun leit í kringum sig eins og hrætt dýr. Hún átti sér ekki undankomu auð- ið. Hún sniðgekk sannleikann, eins og hún hafði gert í rúm fimmtán ár. Hún féli í ómegin. Frú Fluting var ráðvillt, en heiðarleg. Hún hélt tveimur blaða- mönnum burt frá prestsetrinu, en þó var minnzt á atburðinn í blaði staðarins. Próíessorinn skrifaði Charle.s. Næsta sunnudag var Sally á sínum stað aftur. Andlitið var náfölt en lýsti fyrirgefn- ingu er hún leit mót manninum í pré- dikunarstólnum. Charles leit til hennar og reyndi að prédika, en viss, að það var vonlaust. Frú Fluting sagði ekkert. Hún sendi börnin í heimavistarskóla og einn morg- uninn var hún horfin og hafði ekki skihð nein boð eftir. Charles sat einn eftir á prestsetrinu og hugsaði. Hann megnaði ekki að lifa einn einasta sunnudag hér eftir. Hann brenndi bunka af pappírum og lagði var- lega til hliðar fáeina smáhluti, sem heyrðu tii einkalífi hans. í fjölium Cumberlands stóð klaustur og að hlið- um þess hélt nú hinn aldraði prestur. Yfirmaður reglunnar var veraldarvan- ur, enda þótt hann hefði kvatt heiminn um sama leyti og Charles hafði haldið til Afríku. Hann spurði ekki hvað það væri, sem hefði leikið sál þessa manns svo grátt. Eftir mánaðartíma kom bróðirinn sem hélt vörð við hliðið til ábótans og sagði að gestur hefði spurt eftir nýliðanum. Ábótinn spurði um nafn gestsins, en var sagt, að það væri kona. Þá hristi hann höfuðið. Læknirinn sagði, að Sally hefði dáið af hjartaslagi. Hann vissi ekki, að hún lézt, af því að hún hafði misst síðasta hálmstrá sitt í lífinu. Síðustu tvö árin hafði hún farið í margar ferðir, en eftir hina síðustu, frá Cumberland til Lund- úna, átti hún enga von framar í hjarta sínu. Bróðir Charles var vel látinn í klaustrinu. Hann varð feitur og alvöru- gefinn munkur, þögull, en dyggur þjónn herra síns. Nýliðarnir hlustuðu á það með athygli, þegar þeim var sagt, að hér í klaustrinu væri maður, sem bæri á herðum sér þunga byrði ósegjan- legrar syndar...... KVÍKMYNDIR 1 Framhald af bls. 37. Atvinnuleysi og skortur ,sá og hörm- ungar sem því fylgja, ógna brátt tilveru fjölskyldunnar. Vinah óttast að fátækt- in muni hafa það í för með sér, að son- ur þeirra leiðist á glapstigu. Til þess að koma í veg fyrir það, lýsir hún því vfir, að hún muni fá sér vinnu sem þjón- ustustúlka í heimahúsi. En Zachariah er andvígur þessari fyrirætlun hennar. Hann veit, að ef Vinah gerist þjónustu- stúlka hjá hvítri fjölskyldu, á hann á hættu að slitna úr öllum tengslum við hana, þar sem karlmönnum er meinað að heimsækja þjónustustúlkur á her- bergi þeirra. Á meðan lendir Zachariah í deilu við Marumu, foringja flokks ódæðismanna, sem vinna hermdarverk í Sophiuborg. Zachariah leitar hælis á kránni. Þar heyrir hann vini sína ræða um það, að þær þjóðfélagsaðstæður sem ríki í landinu geti af sér menn eins og Mar- muru, sem þekki aðeins eitt baráttu- vopn — ofbeldi. Frá Marmuru vex tal þeirra, unz Zachariah hefur fengið glögga mynd af kynþáttavandamálinu í Suður-Afríku. Þrátt fyrir mótmæli manns síns, ger- ist Vinah þjónustustúlka. Nótt eina þegar Zachariah dvelst í herbergi henn- ar, brýzt lögreglan inn til þeirra og handtekur hann. í fjarveru Zachariah kemur Marmuru á fund Vinah, sem á sér einskis ills von. Hann gerist nær- göngull við hana, og þegar hún neitar að eiga mök við hann, drepur hann hana. Sársauki Zachariah, þegar hann skömmu síðar losnar úr fangelsinu og finnur konu sína látna, speglar þann mikla harmleik sem Suður-Afríka er nú á dög- um. MHrlC! ÞU FER6 fclJNT HEIM 05 FEEYGIR PÍP(JNN\ ÞINNl i ELPINN. SKILURÓU I Þ/H-Ð? 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.