Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 7
holur; það verður að skriða út og inn til þess að ná í yfir- höfn sína. Auk þess eru af- greiðlustúlkurnar stirðar, oft- ast gamlar kerlingar, sem varla geta hreyft sig úr spor- unum. Eigendur húsanna fá varla betra fólk vegna þess hve þeir borga illa. T. V. Svar: Það eru margir, sem grœða á heimsku samborgaranna. Það virðist vera mál til kom- iff aff stemma stigu fyrir skemmtanafíkn manna. Hitaveitan bætir allt. Kæri Fálki! — Hitaveitu inn á hvert heimili, það er orðið. Þá verður öll fjölskyldan allt- af með kvef. Stutt er síðan ég fékk hitaveituna inn í húsið mitt. Upp frá því er mér alltaf kalt. Á sumrin er mér kalt úti undir beru lofti, því að þá er vel heitt inni, en á vet- urna er mér bæði kalt inni og úti. Jæja, svei, sagði kerl- ingin, hún amma mín, þegar hún heyrði minnzt á þessa ómynd, sem hér er kölluð hita- veita. Konan mín líkir henni við mjólkurhyrnurnar, ein- tómt svindl og svínarí, bruðl og bríarí. Þá eru nú gömlu kolaofnarnir betri eða blessuð rússneska olían, sem brennur allra vökva bezt. Mér var sagt einu sinni, að þeir kyntu sig upp með vodka, félagar mínir í Garðaríki. Það er ekki að spyrja að því, þar sem velmeg- unin ríkir, þar er ekkert nema það bezta notað. Ég held nú bara, að það dugi ekkert ann- að fyrir okkur neytendur en að segja upp samningum við hitaveituna og leggja málið fyrir hann Torfa, sem allar deilur sjötlar með þolinmæð- inni. Þá loks færi manni að hitna, hitna í hamsi, og svo er mér sagt að samninganefnd- irnar fái koníak með kaffinu, svo að manni hlýnaði þá líka um hj artaræturnar, þótt eng- ar yrðu kjarabæturnar. Hvern- ig er það, er prentvillupúkinn alltaf að skottast á síðum Fálk- ans? Kulvís. Svar: Já, liann fer á kreik, þegar 'prentararnir okkar gleyma aff signa sig á morgnana og gera krossmark yfir síðurnar áffur en þær fara í prentvélina. Fyrsta skáldsagan, íslenzka. Kæra pósthólf! — Getur þú leyst úr miklum vanda? Hann er, að við erum þrír ungir sjó- menn á síldveiðum og höfum núna verið að þræta um hver sé fyrsta íslenzka skáldsagan. Ég sagði, að hún héti Halla og heiðarbýlið, en félagar mín- ir héldu því fram, að Piltur og Stúlka væri sú fyrsta. Hver hefur rétt fyrir sér? Sjómaður. P. S. — Ég skal senda ykk- ur þrjár síldar, ef þið svarið þessu fljótt og vel. Svar: Fyrsta skáldsaga síðari alda mun heita Sagan af Parmes og liðinbirni, en sumir frœði- menn vilja telja sumar íslend- ingasögur fyrstu skáldsögurn- ar. Hæðarmismunur. Kæri Fálki! — Viltu segja mér hvernig ég á að fara að því að kynnast stúlku, sem er höfðinu minni en ég og nokkr- um cm betur. Ég hef alltaf verið bálskotinn í henni en aldrei lagt í að bjóða henni upp á dansleik, (við erum í sama skóla) vegna hæðarmis- munar. Segðu mér einhverja betri aðferð til að kynnast stúlku en að bjóða henni upp í dans. Því ég verð að kynn- ast henni einhvern veginn. Einn sautján ára. P. S. Ég er nýbyrjaður að kaupa Fálkann, þ. e. a. s. í hvert skipti sem hann kemur út. Áð- ur hef ég bara keypt hann, þegar ég vissi um eitthvað efni, sem ég varð að lesa. En hvenær verður viðtalið við Ragga Bjarna söngvara. Svar: Hvernig vœri aff lœffast aft- an aff henni og kitla hana. Og ef hún œpir ekki, aff bjóffa henni þá upp á pylsu og kók. Viff þekkjum engan söngvara meff þessu nafni. ATHUGASEMD. Að beiðni fru Ást-. hildar Björnsdóttur, ekkju Steins Stein- arrs, skálds, skal það tekið fram, að smá- saga sú, sem birtist í jólablaðinu, mun ekki vera eftir Stein, held- ur að öllum líkindxun erlendan liöfund með sama nafni. Blaðið biður frú Ásthildi vel- virðingar á þessum mistökum. MYNDAMÚT H.F. | í / ■ MORGUNBLAÐS •ÍfiSlr HUSINU I 7. hœð \ s f/ \ III Framleiða allar \ II II gerðir o/:J || i 11 MYNDAMÚTUM Vönduð vinna Fljót afgreiðsla I * PRENTMYNDAGERDIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHÚSINU - SfMI 17152 FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.