Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 12
KONUR I LIFI NAPOLEONS ÞAÐ VAR kalt og hráslagalegt veður. Það snjóaði eins og í Stokkhólmi, stórar snjóflygsurnar loddu við skinnhúf- una. Désirée vafði pelsinum fastar utan um sig. — Yðar konunglega tign ætti ekki að klæðast svona dýr- mætri skinnkápu í hvaða veðri sem er. Rödd gömlu, tryggu barnfóstrunnar hljómaði fyrir eyrum hennar. Gamla, góða María, sem hafði elskað hana og hug- hreyst svo lengi sem hún mundi eftir, og þótti enn þá jafn vænt um hana, þótt hún ávarpaði hana með svo virðulegum hætti. Einmitt þennan dag hafði María ekki talað eins giaðlega til Désirée sinnar eins og hún var vön. Þvert á móti hafði hún hjálpáð henni til að laumast út bakdyramegin, svo að enginn af þjónunum yrði var við hana. Það mundi nefnilega ekki talið hæfa Désirée krónprinsessu af Svíþjóð, að vera ein á gangi um götur Parísarborgar. Það gegndi allt öðru máli þótt Désirée Clary fengi sér ofurlitla gönguferð. Henni varð kalt á fótunum og hún leitaði skjóls í dyra- skyggni. Hann mundi áreiðanlega koma þessa leið, þegar hann færi heim til Tuileriene. Það fór vart hjá því, að hann æki um þessa götu. Hvernig mundi hinn mikli Napoleon líta út, núna, þegar hann hefði ekki lengur neinn her. Mundi mega lesa í hörkulegum andlitsdráttum hans, að hann hafði orðið að skilja hermenn sína eftir á hinum miklu, snævi- þöktu steppum Rússlands, soltna, særða, helfrosna? Og Jean-Baptiste, sem sat í vetrarríkinu sínu lengst í norðri mundi hann nú leggja sitt af mörkum til þess að umkringja sinn særða örn? Hvað mundi hann segja, ef hann vissi, að eiginkona hans, Desidaria krónprinsessa, stóð her og þrýsti sér upp að dyraskyggni á almannafæri, til þess að endur- heimta ofurlítið leiftur af æskuást sinni? Það voru fáir á ferli. Það voru lítil líkindi til þess að hún mundi þekkjast. Fólkið sem framhjá gekk var á hraðri ferð og var auk þess niðurlútt og þungbúið. Hinn mikli her frönsku þjóðarinnar var glataður. Herferðin til Rússlands hafði orðið ömurlegur harmleikur. Allir höfðu vonað hið bezta í lengstu lög. Mikill fagnaður hafði ríkt í París, þegar gleðifréttirnar bárust: „Moskva hefur verið tekin!“ En síðan fréttíst ekkert frekar. Hver vikan leið á fætur annarri, unz keisarinn lýsti því yfir, að „herinn ósigrandi“ væri liðin undir lok. Skyndilega varð Désirée svo þreytt. Fætur hennar voru ískaldir og hún var komin með sultardropa í nefið. Hversu fáránleg var ekki þessi hugmynd hennar að ana út í þetta óveður? Hún, sem var krónprinsessa af Svíþjóð! Hvað hafði hún hér að gera? En rétt í þann mund og hún hafði ákveðið að fara, heyrði hún hófaskelli. Þeir hljómuðu eitthvað svo dapurlega í hinum veturþreytta bæ. Eins og lest af haltr- andi hestum. Hún beygði sig áfram og sá lestina nálgast. Kunnuglega veru bar við grábleikt ljósið. Hinn frægi þríJ hyrndi hattur var svartur eins og hrafnsvængur. Hesturinn hrökk við, þegar hún hljóp út á götuna og ekillinn tók í taumana. Napoleon starði niður á Désirée. Andlit hans var grátt og tómt. — Hvað viljið þér, kona góð? — Mig langaði bara til að bjóða yðar hátign velkominn heim, sagði Désirée og hneigði sig, svo að dýrmæti pelsinn dróst við götuna. — Désirée! Hvað er yðar konunglega tign að gera úti í þessu veðri? Augnaráð hans varð allt í einu fjörlegra en áður og hann beygði sig niður. — Kemur frúin með boð frá eiginmanni sínum? Vill hann ganga í lið með mér nú? Hann hefur þá ekki enn gleymt sínu gamla föðurlandi? Glampinn í augum hans dó út, um leið og hún hristi höf- uðið og stamaði: — Hann ... hann veit ekki að ég er hér. Ég ætlaði bara .. . Hún beit á vörina og fannst hún vera heimskuleg. Hvað hafði hún hér að gera? 12 Siða>sta> st Napoleon starði hugsandi á hana andartak, gaf leiðsögu- manni sínum stutta skipun um að halda áfram, en sveiflaði sér niður á götuna. — Við förum hérna inn, sagði hann og dró hana með sér inn í dyraskyggnið. — Það er ekki gott fyrir hið góða nafn frúarinnar að láta sjá sig með keisara, sem hefur engan her. — Engan her, endurtók hann og lét aftur augun. Síðan bætti hann við: — Og hvers vegna stendur yðar hátign hér og bíður? Er það meinfýsni og forvitni sem knýr þig áfram í þessu athæfi. Langar þig til að sjá unnustann, sem einu forsmáði þig, lítilssvirtan, krjúpandi L skítnum? — Napoieon! hrópaði Désirée og stappaði niður fætinum. •—■ Hættu að velta þér upp úr sjálfsmeðaumkvun. Ég kom hingað til þess að segja þér, að ég trúi á þig, þrátt fyrir allt. Keisarinn opnaði augun og leit snöggt til hennar. — Þá ert þú áreiðanlega eina manneskjan í allri Evrópu, sem gerir það. Og þessi trú þín, kemur hún frá heilanum eða hjartanu? — Það veit ég ekki sagði Désirée og leit til hans óörugg. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.