Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 13
efxiumótið Andlit hans var ekki lengur sem höggvið í stein. Það vottaði fyrir kímni í augum hans. — Nei, ég veit það ekki, endurtók hún og lagði höndina að brjósti sér. — En ég finn það, hérna inni. Þá hló keisarinn hátt, hann tók hönd hennar og lyfti henni að vörum sér. — Litla Désirée! Ég hélt ég ætti aldrei eftir að hiæja framar. Síðan tók hann hönd hennar milli beggja sinna og sagði lágt: — Ég hélt ekki að það mundi nokkru sinni hafa nema þýðingu fyrir mig, að Désirée Clary lýsti yfir tryggð og trausti sínu við mig. — Jæja, sagði Désirée og dró höndina að sér. — Ég er nú bara ekki Désirée Clary lengur. Að ég skuli trúa á þig, ei allt annar handleggur. En þú verður að reyna að breytast til batnaðar ofurlítið. Heldur þú, að faðir minn hefði orðið með auðugustu mönnum í Marseille, ef hann hefði verið hald- inn slíku stórmennskubrjálæði og þú? Það ætti að nægja syni þínum að erfa Frakkland. Það er ekki bráðnauðsynlegt að hann erfi hálfan heiminn. Napoleon gekk eitt skref áfram og virti hana fyrir sér. — Yðar konunglega tign hefur bersýnilega bein í nefinu. Sænska hirðin má vara sig, þegar það hentar þér að snúa þangað aftur. Síðan hló hann aftur og dró hana að sér. ■—- Pelsinn þinn angar svo dýrðlega, sagði hann. Désirée stóð hreyfingarlaus í örmum keisarans og hlustaði á rödd hans, sem hvíslaði í eyra henni: — Ég er farinn að halda, að það sé komið að mér að óska Bernadotte til hamingju. Ég hefði ekki átt að bregðast kaupmannsdótturinni. Heilbrigð skynsemi ásamt gáfum og kímni er ekki svo slæm blanda. Síðan kyssti hann munn hennar. Og varir hans voru undarlega mjúkar. Désirée hafði gleymt hversu mjúkar þær gátu verið og mótmælti ofurlítið of seint. Og löðrung urinn, sem hún rak keisaranum var ekki sérlega kröftugur. — Ég sendí vagn hingað, sem getur flutt yðar konunglegu tign heim, sagði Napoleon og sté á bak hesti sínum. ★ Enn einu sinni stóð Désirée í dyraskyggninu og beið eftir manni. Enn einu sinni var París drungaleg og köld og þoka yfir Signu. Það heyrðist hófatak og að vörmu spori birtist hávaxin kunnugleg vera ríðandi. Désirée hljóp í áttina til hans. Hann var náfölur í andliti og djúpir baugar voru undir augunum. Við munnvikin voru skarpir drættir, sem Désirée hafði ekki áður séð. Karl Jóhann reyndi að standa hnar- reistur meðan hinir sænsku fylgdarmenn hans voru nálægir. Þegar þeir voru farnir lét hann sig falla niður í stól og þrýsti konu sinni að sér. — Ó, Désirée, sagði hann og þrýsti andliti sínu að háls hennar. Hér í París æpa þeir á eftir mér: Föðurlandssvikari! Ég hélt aldrei að það ætti fyrir mér að liggja að berjast við mína eigin landsmenn, en það var nauðsynlegt að sigra her Napoleons við Leipzig. Désirée strauk yfir hár hans. — Þú ert orðinn grár í vöngum, Jean-Baptiste, sagði hún. — Hvítgrár. Var nauðsynlegt að vera alveg á móti þeim, þótt þú gætir ekki verið með þeim? Krónprinsinn útskýrði fyrir henni stöðu stjórnmálanna í Evrópu, stöðu Svíþjóðar þarna í norðrinu með Rússa sem nágranna í austri, um viðskiptasamninga við England og um skyldur þær, sem einn konungur verður að rækja, — þar til Désirée stundi þungan og hann veitti því eftirtekt að hún var farin að gráta. Hún hafði ekki séð hann í þrjú ár og fannst allt í einu eins og hann væri framandi maður. Hann talaði aðeins um stríð og stjórnmál og gleymdi að segja henni, að hann hefði þráð að hitta hana. Désirée grét sig í svefn um nóttina og fannst hún vera skelfing einmana í stóra rúminu, sem hún hafði sjálf búið umhyggjusamlega. Sænski krónprinsinn gat ekki hvílzt um nóttina á gamla franska heimilinu sínu. Hann varð að búa í sænsku höfuðstöðvunum í Rue St. Honoré. Désirée grét yfir tilveru sinni, sem var orðin svo öfugsnúin og erfið, hversu heimurinn var orðinn stór og eiginmaður hennar framandi, yfir því, að ástin skyldi ekki ríkja yfir stjórnmál- unum. Og hann hafði ekki einu sinni spurt hana, hvenær hún vildi koma aftur til Svíþjóðar ... Veturinn leið og vorið kom og sumarið og haustið. Og Désirée gat aldrei ákveðið að snúa aftur til vetrarlandsins. Julia systir hennar var veik. Hún gat ekki yfirgefið hina elskulegu systur sína. Auk þess átti hún eignir þarna sem hún þurfti að gæta og ofan á allt þetta var hún sjálf ekki vel heilsuhraust. En að sjálfsögðu mundi hún fara einhvern tíma, — bara ekki einmitt núna. Óvinir Frakklands sendu keisarann til Elbu og aftur varð Bourbonahirð í París. Désirée ók í vagni með kórónu á til þess að sækja heim hinn feita Lúðvík XVIII konung, sem tók á móti henni af fyllstu kurteisi og sýndi engin merki ill- girni. Það var á takmörkunum, að hann gæti kallað hana ,,kæru frænku“ eins og kóngafólkið gerði sín á milli, og þess vegna ávarpaði hann hana ,,Chére Madame,,. Hann furð- aði sig á því, að hún skyldi ekki eins og annað tigið fólk Framhald á bls. 33. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.