Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 14
 um sézt alveg nýlega og eins og það væru skórnir, sem væru eina vandamál okkar. Það munaði minnstu, að ég byrj- aði að gráta. — Þú ert rennblaut í fæturna, hélt hann áfram. Ég stóð og hugsaði með mér, að hann væri mjög fölur, en fólk var það víst um þetta leyti árs. — Vertu ekki svona kjánalegur, muldraði ég og yppti öxlum. Hvað eftir annað hafði ég hugsað til þessa fundar, og ég hafði verið svo örugg um að geta staðið mig. Hann myndi tala við mig um það, sem einu sinni hafði verið, um ást, um vonbrigði og um þrá, og ég myndi svara honum stuttlega og eðli- lega. Að hann byrjaði að tala um skóna mína, olli þess vegna meiri óþægindum en ég myndi nokkru sinni geta viður- kennt fyrir sjálfri mér. — Ertu svöng? Eða þyrst? Hvernig hefur þú það? spurði hann, og ég hefði getað svarað: „Ég er ástfangin í þér!“ Ef til vill hefði hann tekið því svari álíka rólega og nú, þegar ég svaraði, að ég hefði það ekki sem bezt — og að það stafaði sennilega af flugferðinni. — Það líður fljótt hjá, hughreysti hann, eins og hann talaði við kveifar- legt barn. — Við förum inn á barinn þarna og fáum okkur eitthvað að drekka^. í reykjarsvælunni þar inni stóðu nokkur lítil borð með stólum umhverfis. Við fengum borð við vegginn, og hitinn ornaði okkur brátt. Ótti minn hvarf eins og hæg undiralda — ég var næstum alveg róleg nú. — Ég hélt satt að segja að þú værir orðin eldri, sagði hann brosandi. — Það höldum við víst yfirleitt um fólk, sem við höfum ekki séð í mörg ár, sagði ég, og bros hans hvarf. — Hvernig gengur það hjá fjölskyldu þinni? spurði ég til að beina athygli hans að öðru. — Ágætlega! Ég á sex ára dóttur og fjögurra ára son, svaraði hann og starði ofan í glasið sitt. Ég tók eftir að hann var byrjaður að grána í vöngum, og það komu tár í augu mín. Það var gott, að hann leit ekki á mig einmitt á því augnabliki. — Og konan þín? spurði ég, án þess að vita, hvað ég átti eiginlega við með spurningunni. — Jú, þakka þér fyrir, henni líður líka vel, sagði hann. Skömmu síðar leit hann upp og horfði á mig. Hann virtist öðru vísi, og ég braut heilann um, hvað hefði komið fyrir hann. — Nú líður mér betur, sagði hann og brosti vandræðalega. — Betur? — Já, ég held, að mér hafi brugðið lítið eitt, þegar ég hitti þig. Þú leizt nákvæmlega eins út og áður, og þegar þú stóðst allt í einu þarna rétt fyrir framan mig, mátti minnstu muna, að ég gæfi þér ekki venjulegan kveðju- koss. Það var gott, að þú byrjaðir að tala um að þér liði ekki sem bezt, svo að ég fékk tíma til að komast niður á jörðina aftur. Ég brosti, eins og hann hefði sagt eitthvað merkilegt, en hugsaði með sjálfri mér að það hefði verið hann, sem byrjaði að tala um skóna mína. — Og hvernig líður þér? sagði hann eftir stundarþögn. — Jú, þakka þér fyrir, við eigum góða íbúð og fjögurra ára dóttur, lítinn sumarbústað á Suðurlandi, góða vini og ljósgráan bíl .... — Það gleður mig að þú skulir hafa það svona gott, sagði hann, og hann var greinilega ánægður á svipinn, þegar hann sagði það. — Ég hef oft brotið heil- ann um, hvernig þér hefði farnazt. Þeg- ar ég fór til að hitta þig í dag var ég dálítið órólegur — ég vissi ekki, hvers konar konu ég mundi hitta. En þú lítur út fyrir að vera bæði glöð og hamingju- söm. — Já, ég er hamingjusöm nú, svaraði ég, og auðvitað tók hann ekki eftir áherzlunni, sem ég lagði á síðasta orðið. — En þó að ég hefði ekki litið út fyrir að vera svona hamingjusöm, hélt ég áfram á báðum áttum, þó að ég hefði sagt, að ég væri einmana og óham- ingjusöm, hvað hefðir þú eiginlega get- að gert við því? Andartak hugleiddi ég, hvernig fim- leikamanninum hlýtur að vera innan- brjósts áður en hann reynir nýtt helj- arstökk. Ég stirðnaði af hræðslu við hugsunina eina saman. — Nei, það er ljóst, sagði hann, þú lifir þínu eigin lífi, og ég á ekki lengur neinn hlut í því. En öðru hvoru hefur það hvarflað að mér, að ég væri ábyrg- ur fyrir því, hvernig tilvera þín æxlað- ist, og nú — svona löngu seinna, þegar ég veit að þér líður vel, get ég víst vel skýrt frá því, að ég sá eftir öllu saman — ég vildi fá þig aftur.. — Nei, sagði ég, — vildir — vildir þú? .... Og síðan sagði hann mér, hvernig hann — þegar öllu var lokið okkar á milli og hann sat uppi með aðra konu — hafði allt í einu vaknað upp við vondan draum og fundizt það allt vera misskilningur. — Og þegar mér varð það ljóst, fannst mér ég elska þig meira en nokkru sinni áður, hélt hann áfram angurværri röddu. — Mér fannst þú vera sú eina fyrir mig, og ég var ákveðinn í að skrifa þér. En svo var það einhver, sem sagði mér, að þú ætlaðir að gifta þig, og þá skildi ég, að það var um seinan. Hann yppti öxlum á sama hátt og þegar maður kemur of seint í kaffi. Skömmu síðar dró hann upp peninga- seðil og lagði hann undir glasið sitt. Við vorum komin á það stig, þar sem það var ómögulegt að segja orð, sem olli ekki sársauka, og ég byrjaði að leita ákaft í töskunni minni að engu. Við stóðum upp og gengum út af barnum, án þess að líta hvort á annað. Ljósið úr sýningargluggum verzlan- anna skein þannig, að það var eins og Framh. á bls. 30. fXlkinn 15 Pii ert m stolt SIVIÁSAGA EFTIR AMINIA GRETA PERROLF Það rigndi þegar ég kom til Kaup- mannahafnar, svo að ég hefði auðvit- að átt að taka leigubíl. Svörtu skómir mínir voru vissulega ekki fyrir slíkt veður, en samt lagði ég af stað gang- andi eftir regnvotum götunum. Þegar maður óttast stefnumót, tekur maður ekki leigubíl. Af hreinni og skærri rag- mennsku ímyndar maður sér, að löng gönguferð muni draga úr óttanum, en það stenzt ekki. Ég hefði auðvitað getað hætt við að koma og láta hann halda, hvað sem hann vildi — að ég hefði ekki ratað, til dæmis, það er mjög eðlilegt í ókunnri stórborg — eða að ég hefði blátt áfram hætt við stefnumótið. Það eru níu ár síðan, hugsaði ég. Níu ár — fjórðungurinn af ævi minni — eru liðin síðan við skildum. — Nei, það var ánægjulegt, hafði hann sagt, þegar ég hringdi til hans 14 FÁLKINN frá flugvellinum, en það hafði hvorki verið gleði né nein sérstök undrun í rödd hans. Karlmenn verða að gæta virðingar sinnar, og það hlýtur að vera allerfitt fyrir þá. Ef hann hefði ekki gætt virðingar sinnar, stolts síns, í það sinn fyrir níu árum síðan........ En hvaða máli skipti það nú? Það var ei- lífð síðan. Að missa mann er aldrei meira en svo, að maður getur hlegið að því — níu árum seinna. Og ég skal víst muna að hlæja, hugsaði ég, um leið og ég beygði fyrir síðasta götuhornið. Snjórinn beit í andlit mér, og ég hóstaði og bretti kápukraganum upp fyrir eyru. Er ég stytti mér leið yfir Amagertorg, sló kirkjuklukkan þrjú högg — ég var feginn að það var desembermánuður og þegar byrjað að skyggja dálítið. Sterk birtan frá búðargluggunum og götuljós- unum hafði uppörvandi áhrif á mig og óttinn vék aðeins til hliðar. — Það verður skemmtilegt að hittast aftur, hafði hann sagt í símanum. — Já, ég get aðeins staðið við í þessar klukkustundir, þangað til flugvélin fer aftur til Osló, svaraði ég, og ég var viss um, að mér tókst að láta röddina virð- ast eðlilega. Síðan ákváðum við stund og stað. Hann spurði, hvort ég væri gift, og ég svaraði að það væri ég. Síðan sagði hann eitthvað, en ég heyrði ekki, hvað það var, því að einhver tók í hurðina á símaklefanum. — Það getum við talað um, þegar við hittumst, sagði ég stuttlega, því að ég vonaði að hin ákafa óþægindakennd yrði þá liðin hjá. En það gerði ég ekki, og það var að sumu leyti þess vegna, sem ég hafði ekki tekið leigubíl. Ég gekk og mér var kalt á fótunum og dauðsá eftir að hafa tekið til þessa bragðs. Hvað hafði ég hér að gera og hvers vegna? Hvað vildi ég eiginlega þessum manni, sem hafði svikið mig fyrir níu árum vegna annarrar konu? Slíkt hend- ir alltaf fyrr eða síðar í lífi konu, og þá verður að reyna að gleyma því, en gæta sín vel á að rifja það ekki upp. Ég tók ekki eftir honum, fyrr en ég stóð beint fyrir framan hann. -—• Nína! hrópaði hann og tók um herðar mér, og ég hugsaði: Nú kyssir hann mig. Ég skil ekki, hvernig mér datt svo heimskulegt í hug, en það var víst af því að hann var svo líkur sjálf- um sér, eins og þegar við vorum sam- an. Auðvitað kyssti hann mig ekki, en hann hélt mér frá sér og horfði rann- sakandi á mig. Allt virtist vera svo óraunverulegt, og mig langaði mest til að hlaupa leiðar minnar. — Skórnir þínir eru of þunnir í þessu hryssingsveðri, sagði hann. — Þú getur ekki gengið um á þennan hátt. Hefur þú ekki neina aðra skó með þér? Hann talaði við mig eins og við hefð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.