Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 20
OBUSTA Á seinni árum hefur handknattleik- urinn notið vaxandi vinsælda og mun nú vera sú íþróttagrein sem flestir leggja stund á. Og eftir því sem okkur hefur skilizt er það einnig sú flokka- íþróttin sem við höfum náð hvað beztum árangri í. Um upphaf handknattleiks- ins hér á landi var fjallað hér í grein í blaðinu fyrir rúmu ári og förum við því ekki frekar út í þá sálma. En að sama skapi og íþróttin er vinsæl þá er illa að henni búið. Að vísu hafa tvö íþróttafélög komið sér upp myndarlegum húsum þar sem skil- yrði eru viðunandi, en aðalkeppnin, íslandsmótið, fer fram í braggaræksni í Hálogalandshverfi og þar eru aðstæð- ur fyrir neðan allar hellur. Húsið er alltof lítið og rúmar hvergi nærri þann mannfjölda sem sækir ,,stóra“ leiki. Þegar rignir úti rignir inni og þegar búið er að troða í húsið eins og mögu- legt er, fer að minnka um þægilegt og heilnæmt andrúmsloft. Nú er í byggingu nýtt og glæsilegt hús í Laugardal og er vonandi að það komizt í notkun sem allra fyrst. Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur um npkkurt skeið borið ægishjálm yfir önnur félög í þessari íþróttagrein. En nú upp á síðkastið hefur Fram sótt þar fast á og í fyrra urðu þeir íslands- meistarar innanhúss. Það þykir því jafnan til tíðinda þegar þessi tvö félög keppa saman. Og þess vegna datt okk- ur í hug að gaman væri að skreppa inn eftir og vera áhorfendur að einum leik hjá þessum félögum. , Þegar við komum inn eftir beið stór hópur fyrir utan aðaldyrnar og komst ekki inn. Það var kalt í veðri og menn börðu sér ákaft til hita. Þeir sem næst- ir voru dyrunum sögðu, að það væri orðið fullt inni, en höfðu samt góða von um að komast þangað. Og það stóð heima, að rétt á eftir var kallað, að nokkrum yrði hleypt inn um bakdyrn- ar. Þegar til kom var það Þó ekki nema lítill hópur sem var svo heppinn og við vorum þar á meðal. Það biðu enn nokkrir fyrir utan og urðu frá að hverfa. Og þá erum við komnir inn í mið- stöðvarklefann að Hálogalandi. Ef ein- hverjir hafa ekki hug á að koma með okkur lengra, geta þeir skotizt út um dyrnar aftur, en hinir fylgja okkur eftir í gegnum afgreiðsluna, þar sem gosið er selt. Þegar þangað er komið spyi’jumst við til vegar, hvar við finn- um búningsklefa leikmanna og okkur er vísað til vegar. Við heimsækjum fyrst Hafnfirðinga. Þeir eru að henda á milli sín knetti ellegar þeir sitja á bekkjunum og eru að spjalla saman. Að sjá eru þeir ró- legir, en það er sennilega bara á yfir- borðinu. Við spyrjum þjálfara þeirra, Hallstein Hinriksson, sem jafnframt er þjálfari landsliðsins, hvernig hann haldi að leikurinn fari. Tveir af liðsmönnum Fram í búnigs- klefa: Sigurjón markvörður og Guðjón Jónsson. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.