Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 21
I FÁLKINN brá sér á hand- knattleikskeppni á Háloga- landi og á þessari opnu lýs- um við í máli og myndum ýmsu því, sem þar bar fyrir augu og eyru. Tvær stærstu myndimar gefa nokkrar hugmynd um hin ógurlegu þrengsli sem jafnan eru í þessum húsakynnum. Mynd- in hér til hægri: Þrír af liðsmönnum FH: Páll Ein- arsson, Kristján Stefánsson og Einar Sigurðsson. Það er svipað að koma þangað. Menn eru að mýkja sig upp fyrir leikinn og þjálfarinn, Sveinn Ragnarsson, er að skrifa leikskýrslu til dómarans. — Hvernig fer þetta, Ragnar? — Þið viljið vita hvernig þetta fer, segir hann og brosir. — Það er ég ekki maður til að segja ykkur. En það má búast við að þetta verði harður leikui' og fjörugur og hvorugur aðilinn lætur sig fyrr en í fulla hnefana. Og nú er að reyna að koma sér fram í salinn svo maður geti séð eitthvað af leiknum. í dyrunum fram hittum við Magnús Pétursson dómara og spyrj- um hvernig honum lítist á leikinn. — Þetta getur orðið harður leikur, svarar hann. — Er ekki harkan í handknattleik alltaf að aukast? — Jú, því miður virðist það vera svo. Húsið hér er mjög óhentugt og erfitt að dæma. Þeir hafa verið að ræða um að setja tvo dómara í leik. — Heldur þú að íþróttin breytizt mikið við að flytja í nýja húsið í Laug- ardalnum? — Já, það er ekki minnsti vafi á að svo verður, og það til batnaðar. Við þökkum Magnúsi fyrir spjallið og förum að leita okkur að viðunandi stað þar sem hægt er að sjá, þótt ekki væri nema eitthvað af vellinum. En það gengur erfiðlega að finna þann stað, þótt það takist að lokum með óskaplegri hörku og troðningi. Það eru tveir kassar að Hálogalandi sem rétt er að hafa orð á. Annar stór og mikill yfir dyrunum úr afgreiðsl- Framh. á bls. 38. — Það er ekki gott að segja, svar- ar hann og kímir. Þetta er mjög erfitt hér, salurinn er svo lítill og aðstæður allar leiðinlegar. Við æfum í sal sem er stærri og það getur verið að það hái okkur. Nei, það er ekki gott að segja, hvernig þessi leikur fer, en bæði liðin gera áreiðanlega sitt bezta. Við innum leikmennina eftir ástand- inu á taugunum og fáum mörg svör, en öll á einn veg. — Þær eru alveg indælar. — Allt í lagi með þær. — Aldrei verið rólegri. — Finn ekki fyrir þessu. — Hef engar taugar. Það er lang bezt. Svo kveðjum við og óskum þeim gengis í leiknum um leið og við förum út og heimsækjum Framarana. LANDI FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.