Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 28
Framh. af bls. 24. Áður en hún hverfur út í myrkrið, lítur hún til hans yfir öxl sér. — Ef þeir komast á slóð þína, svo þú neyðist til að hverfa héðan úr kofanum, þá leitaðu niður til mylnunnar, Marteinn. Ég skal finna þér felustað þar, ef nauð- syn krefur. — Þess gerist ekki þörf, svarar hann um leið og hann lokar hana úti í óveðr- inu. Hann virðist nú alveg rólegur. En það er ömurleg, næstum ískyggileg ró. Hvinur sagarinnar vekur Frans Ekt- ern malara af værum blundi. Hann sprettur upp, lítur í kringum sig og hallar sér því næst út af aftur með værðarsvip. Það er furðulegur friður í sál hans, þessa morgunstund. Allt er í bezta lagi. Veðlánavandamálinu er lok- ið. Eftir tvo eða þrjá daga verða láns- skjölin komin í hendur honum. Árum saman hefur honum ekki veitst svo un- aðsleg ró. Hann liggur dreymandi og beinir opnum augum til lofts. En þessi kyrrð varir ekki lengi. Úti fyrir upphefur sig digurbarkaleg kok- rödd. Hún ryður úr sér skömmum og hækkar sig unz hún er orðin að mjó- róma skræk. Malarinn kannast svo sem fullvel við þessa raust. Það er málrómur gamla Glomps! Frans Ektern kemst þegar í vont skap. Hann hraðar sér í fötin og hleypur nið- ur. Snarast léttfættur yfir húsgarðinn og gengur inn um dyr sögunarsalarins. Þar stendur Glomp gleiðfættur og baðar út öllum öngum. Hann snýr baki við dyrum og sólskinið glampar á gljá- andi skallanum og fitukeppunum neðan við hnakkann. Glomp beinir orðum sínum til Marteins, er stendur með krosslagða hendur á brjósti og horfist rólegur í augu við hann. Svo rammt er tekið að kveða að, hér í þessu holuræksni, öskrar Glomp, — að framandi flökkuhundur leyfir sér að fleygja Páli mínum á dyr! Hver haldið þér eiginlega að þér séuð? Það er eins og þér vitið ekki, að í raun réttri á ég alla þessa sögunarmylnu! Það er ann- ars svei mér tími til þess kominn, að hér fari hreinsun fram! Marteinn þegar. Verkamennirnir glotta. Þeir sjá það, sem Glomp sér ekki: Ektern malara, hávaxinn og herðabreið- an, er stendur í dyrunum fyrir aftan hann. — Og ég skal sýna ykkur það! grenj- ar Glomp. — Ég rek ykkur héðan! Ég segi ykkur upp! Ég vil ekki hundsnýta einn einasta ykkar. Hann skekur ak- feitan hnefann framan í Martein. — Og allra sízt yður! Undir eins í dag! Út með yður! Hann kemst ekki lengra. — Rétt hjá þér, Glomp! Það er að- eins eitt, sem gildir: Út með þig! Þetta er sagt með hvassri röddu að baki hon- um. Glomp snarsnýst á hæli og horfir skelkaður beint framan í Frans Ektern. Það er hættulegur glampi í augum mylnueigandans. Glomp berst við að koma upp ein- hverju orði. En malarinn heldur áfram: — Út með þig .... já! það ert þú, sem ég er að tala við, Glomp. — En....... Malarinn sleppir hurðinni og bendir útí dyr: — Út með þig! Að mínútu lið- inni ert þú kominn brott af bænum, skil- urðu það? Glomp froðufellir af bræði og von- brigðum. — Svo þetta eru þakkirnar, rymur hann hásri röddu, — sem maður fær fyrir að hafa dregið þig upp úr svaðinu hvað eftir annað! Fyrir að.... — Út með þig! segir malarinn enn á ný. ítöddin er svo hvöss, að allar at- hugasemdir eru þýðingarlausar. Glomp kastar hnakka og röltir út. Hann gengur að vagni sínum, ögrandi seinagangi, opnar hurðina og býst til að stíga inn. En áður verður hann þó að gefa bræði sinni útrás. Hann snýr sér við og öskrar svo hátt, að heyrast má langt út á veg: — Ég kem aftur, malari! En þá verður þú hættur að vera eig- andi sögunarmylnunnar! Ég fer undir eins í dag til lögfræðings míns og læt segja veðdeildarlánunum upp! Frans Ektern er óbifanlega rólegur. Ánægjubros leikur um varir hans. — Þú ætlar að segja upp veðlánunum, Glomp? Það ómak getur þú sparað þér. Þegar þú kemur heim, geri ég ráð fyrir að bréfið frá lögfræðingi mínum liggi þar fyrir. Ég er búinn að segja þeim upp! Glomp grípur andann á lofti. Honum hnykkir við hina furðulegu rósemi malarans. Skyldi þessi fylliraftur virki- lega hafa komizt að samningi við ann- an lánardrottin? Bræði hans verður að vonbrigðum. Ef svo er komið málum, hafa glæsilegustu fyrirætlanir hans runnið út í sandinn! Þá hefur net það, er hann hefur árum saman ofið af mik- illi list, tætzt sundur í einu vetfangi. — Og þetta með trúlofunina .... það verður ekkert af henni! æpir hann að lokum. — Páll er búinn að segja henni upp. Hann........ — .... hefði nú ekki fengið Krist- ínu hvort sem var! grípur malarinn framí fyrir honum. — Þú heldur þó ekki í alvöru, að mér hefði komið til hugar að gefa dóttur mína annari eins landeyðu......? — Landeyðu! Landeyðu! gjammar Glomp upp eftir honum: — Hver er það, sem er landeyða? Kristín þín er nú svo sem ekki neitt afbrigði. Þú ættir bara að spyrja eftir því hjá Krummaker, hvað um hana er rætt! Hann glottir illgirnislega. — Já, það er hitt og þetta sagt um hana og Martein Brunner. Ja, svei, það er þá tengdasonur, sem þú færð, malari! Malarinn eldroðnar og svipur hans verður myrkur. Hann hraðar sér yfir til gripahúsanna, þar sem varðhundur- inn hleypur á móti honum og dillar rófunni. Hann klappar hundinum á koll- inn og leysir af honum hlekkjafestina. Síðan bendir hann þegjandi á timbur- kaupmanninn, er stendur þarna gleiður og kemur ekki fyllilega fyrir sig, hvern- ig hann á að skilja þessa athöfn. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.