Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 29
Hundurinn urrar, opnar grimmilegt ginið og ætlar að ráðast á Glomp. En kaupmaður snarast inn í vagninn af því- líkri fimi, að dæmi til annars eins hafa ekki sézt hjá honum síðastliðin þrjú ár, og skellir hurðinni á eftir sér. Hundur- inn stekkur á bílinn, urrandi og gelt- andi, klórar í lakkið og fitjar upp á trýnið inn um gluggarúðurnar. Verka- mennirnir þyrpast út í garðinn, og senda Glomp hávær hlátrasköll og háðsyrði, er hann hraðar sér út á veginn sem mest hann má, og heldur brott. Gamli Glomp ekur sem leið liggur til þorpsins og nemur staðar fyrir utan veitingastofu Krummakers. Nú er hon- um ekki vanþörf á að fá sér í staupinu. Hann fær ekki ennþá skilið til fulls það, sem fyrir hann hefur komið. Hann, sem er höfðingi yfir Spessart, höfuðlánar- drottinn malarans .... hann hefur ver- ið rekinn frá Mylnubæ með blóðhundi! Það er mikið um að vera í veitinga- stofunni. Leitin að Goritsky stendur fyrir dyrum. Tylft manna er þegar mætt á staðnum, ungir menn og skógarhöggv- arar. Þeir standa hér og þar í smáhóp- um, hressa sig á ölglasi og bíða eftir Barða lögregluþjóni. Flestir hafa með sér barefli, einn hefur náð sér í öxi, og tveir unglingar sýna hvor öðrum skáta- hnífa sína. Loksins kemur Barði. Hann breiðir landabréf mikið út á borðið og tekur að skipta leitarsvæðinu niður í reiti. Menn þyrpast um hann og horfa for- vitnisaugum á þenna hrærigraut af lín- um, merkjum og litum. Svo skipar hann mönnum niður: — Þið tveir takið að ykkur Nestel- skóginn og þið tveir hinir skóginn við Saufang. Þið tveir lágskóginn við Pal- feld og þið tveir hinir svæðið þaðan og yfir til Heimeikendals! Skyndilega gellur við bílhorn úti á veginum og truflar hann. — Nei, þarna má nú sjá fínan vagn, kallar einn hinna ungu manna. Úti fyrir kránni stendur silfurgrár sportbíll . ... á miðjum veginum. Ung- ur maður stekkur út úr honum. Hann er klæddur í gula peysu, brúnar stutt buxur og mislita sportsokka. Þykkt, brúnleitt hár hans stendur út í allar áttir í mesta hirðuleysi og blístrar glað- lega um leið og hann gengur inní stof- una. Menn stara á hann líkt og anda frá öðrum heimi. Hann litast um, brosandi og ófeiminn, gengur síðan að afgreiðslu- borðinu. Barði kallar til hans: — Heyrið mig, ungi maður, ætlið þér að láta bifreið yðar standa úti á miðjum vegi? Piltur lítur frjálslega til lögreglu- þjónsins og svarar: — Hamingjan góða, takið nú ekki hart á þessu! Hér er eng- in umferð hvort sem er. Því næst snýr hann sér til gestgjafans. — Ég ætlaði bara að spyrja, hvernig ég ætti að komast heim til föður míns. Krummaker gapir af undrun. — Heim til föður yðar? Framh. í næsta blaði. TÍMINN SKER ÚR UM ÞAD eitt orð við söðlasmið Að áliðnum degi leggjum við leið okkar um Óðinsgötu, að húsinu núm- er 17, og hittum að máli Gunnar Þorgeirsson, þar sem hann stundar iðn sína, söðlasmíðina. Hann segir okkur, að hann sé ætt- aður af Barðaströndinni, sé fæddur árið 1896 og hafi stundað þessa iðn síðan 1920. — Ég hafði áður lært skósmíði, en var í eðli mínu latur og langaði til að eiga heima í sveitinni, segir hann. En það var ekki nóg fyrir mig að gera í sveitinni við skósmíðina svo ég fór yfir í söðlasmíðina. Fyrst lærði ég hjá Sigurði Jóhannssyni að Þverfelli í Saurbæ, en seinna fór ég suður. Hér lærði ég hjá Þorkeli Ólafs- syni, sem margir Reykvíkingar kann- ast við. Hann á heima á Vesturgöt- unni, númer 29, held ég mér sé óhætt að segja. Hann er góður leðurvinnu- maður, einn sá bezti, að mínum dómi. — Og svo fórstu í sveitina aftur? — Já, ég fór í sveitina aftur, en suður lá nú leiðin samt, og hér er ég. Þetta er vélvæðingunni að kenna. Hún hefur fælt fólkið úr sveitunum. Það var orðið lítið að gera fyrir söðla- smið, svo ekki var annað að gera en fara suður. — Og hvernig er afkoman? — Hún er svona sæmileg. Annars hefur allt hækkað óskaplega varð- andi þetta sem annað. Verð á sumu hefur hundraðfaldast. Ég man t. d. að hnakkvirki kostaði 7 til 8 krón- ur, en nú kostar það 860. — Er efnið orðið dýrt? — Já, það er orðið ákaflega dýrt. — Notar þú innlent eða útlent leður? — Það er nú hvort tveggja. — Er stéttarfélag hjá ykkur í iðn- inni? — Nei, svo er nú ekki. Það hef- ur aldrei náðst samstaða, held ég. —- Veiztu til að það sé nemi í söðla- smíðinni? — Ég held mér sé alveg óhætt að segja, að svo er ekki. Það er ekki hægt að hafa lærling, því það kost- ar svo mikið. Hér er ekki hægt að nota vélar, og þess vegna verður það ókleift. Það má segja, að í þessari iðn séu 17. og 18. aldar vinnubrögð. — Leggst þá þessi iðngrein niður? — Það skal ég ekkert segja um. Ég er ekki maður til að sjá í eyð- urnar. Tíminn einn sker úr um það. — Veiztu, hvað margir menn eru starfandi við söðlasmíði? — Ég er nú aðallega einn sem smíða hnakka, en nokkir eru með réttindi, en þeir eru flestir í annarri leðurvinnu. — Nú hefur áhugi fyrir hestum aukizt, er þá ekki meira að gera en var fyrir nokkrum árum? Framh. á bls. 32. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.