Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 30
llliiíur án heitisi Framh. af bls. 19. ið uppréttur heila flösku þá var það Popo!“ Popo var ekki samur maður, þegar hann kom aftur til okkar. Hann urraði við mér, þegar ég reyndi að tala við hann, og hann fleygði Hat og öllum hinum út, er þeir komu á verkstæðið með flösku af rommi. „Bölvað kvenfólkið hefur gert hann vitlausan,“ sagði Hat. Hann lagði rafleiðslu út í verkstæð- ið og vann langt fram á kvöld. Stórir lokaðir flutningabílar stönzuðu fyrir utan heimili hans og annað hvort komu þeir með eða sóttu mikið af varningi. Svo byrjaði Popo dag nokkum að mála húsið sitt. Hann málaði það Ijósgrænt og þakið eldrautt. „Nú er hann þó orð- inn rækilega geggjaður,“ sagði Hat. 16 mm fimuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILM0R OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 Og bætti við: „Það er næstum eins og hann hefði í huga að kvænast aftur.“ Og Hat var alls ekki langt frá því að hitta naglann á höfuðið. Því að um það bil tveimur vikum seinna kom Popo heim með kvenmann. Það var konan hans. Frænka mín. „Þarna sjáið þið, hvernig kvenfólk er,“ sagði Hat bitur. „Og hverju þær hafa mætur á. Ekki manni sjálfum. En nýmáluðu húsi og húsgögmxm. Ég þori að sveia mér upp á, að hefði ómennið í Arima átt nýtt hús og ný húsgögn, mundi hún aldrei hafa komið heim til Popo.“ En ég gat ekki séð, að það væri svona slæmt. Ég var þvert á móti glað- ur yfir, að hún var komin aftur. Það var yndislegt að sjá Popo standa aftur úti á gangstéttinni með rommglasið sitt á morgnana og dýfa fingri í romm- ið og veifa til kunningja sinna. Og það var yndislegt að geta aftur spurt: „Hvað eruð þér að smíða, hr. Popo?“ og heyra gamla svarið: „Hvað ég er að smíða strákur? Ja, það er stóra spurn- ingin. Ég er nefnilega að smíða nafn- lausa hlutinn." Popo féll fljótt í sama farið og notaði allan tíma sinn til að smíða nafnlausa hlutinn. Hann var hættur að vinna og konan hans fékk aftur sína gömlu stöðu hjá sama fólkinu, sem bjó í nám- unda við skólann. Fólkið í götunni var í þann veginn að reiðast Popo. Það hafði veður af því, að það hafði látið í ljós meðaumkun sína að þarflausu. Og Hat sagði aftur: „Þessi bölvaður Popo er alltof sjálf- birgingslegur. En nú var Popo kærulaus. Hvað eftir annað sagði hann v-ið mig: „Farðu heim, drengurinn minn, og óskaðu þess að þú megir verða eins hamingjusamur og ég er núna.“ Það sem skeði því næst, bar svo brátt að höndum, að við vissum alls ekki, að það hefði skeð. Hat hafði ekki einu sinni heyrt neitt um það, fyrr en hann las það í dagblaðinu. Hann las nefni- lega alltaf dagblöð. Hann las þau frá því um tíu leytið á morgnana til klukkan langt gengin sex á kvöldin. „Hver fjandinn er þetta, sem ég sé hér?“ hrópaði Hat allt í einu og sýndi okkur fyrirsögnina: CALYPSO SMIÐ- UR HANDTEKINN! Þetta var ótrúleg saga. Popo hafði stolið öllu mögulegu, þar sem hann hafði getað komið því við. Öll nýju húsgögnin, eins og Hat kallaði þau, hafði Popo alls ekki smíðað sjálfur. Hann hafði einfaldlega stolið þeim og lagað þau dálítið til. En hann hafði stolið svo miklu, að hann hafði neyðzt til að selja þá hluti, sem hann hafði ekki rúm fyrir. Þess vegna hafði kom- izt upp um hann. Og við skildum nú, hvers vegna svo margir flutningabílar höfðu stansað fyrir utan hjá honum. Jafnvel málningunni og burstunum hafði hann stolið. Hat lét í ljós það, sem við hugsuðum allir, þegar hann sagði: „Þessi maður er raunar heimskari en menn hafa leyfi til að vera. Hvers vegna átti hann líka að selja það, sem hann hafði stol- ið?“ Við féllumst á, að það hefði verið heimskulegt af Popo. En innst inni renndi okkur grun í, að Popo væri reglulegt karlmenni — ef til vill reynd- ar meiri maður en nokkur annar í götunni. Og hvað fannst frænku minni? „Hvað fær hann langan tíma?“ sagði Hat. „Eitt ár? Þegar dregnir eru frá þrír mánuðir fyrir góða hegðun, verða það níu mánuðir alls. Ég gef henni þrjá mánuði, þá verður engin Emelda lengur hér í Miguel Street, þið getið vel borið mig fyrir því!“ En Emelda yfirgaf aldrei Miguel Street. Hún hélt ekki einungis stöðu sinni sem eldabuska, heldur byrjaði líka að þvo og pressa fyrir fólk. Engum í götunni fannst það vera vansæmandi fyrir Popo eða nágranna hans, að hann væri kominn í fangelsi; það gat svo sem komið fyrir hvern sem var. En okkur þótti leitt, að Emelda skyldi vera alein í svo langan tíma. Hann kom aftur sem hetja. Enginn í götunni — hvorki Hat né Bogart — jafnaðist nú á við hann. En gagnvart mér hafði hann breytzt. Og breytingin olli mér leiðindum. Því að Popo var byrjaður að vinna. Hann smíðaði ruggustóla, borð og skápa fyrir ókunnugt fólk. Og þegar ég spurði hann: „Hr. Popo, hvenær byrjið þér aftur að smíða nafn- lausa hlutinn?“ glápti hann geðvonzku- lega á mig. „Þú ert í þann veginn að verða of leiðinlegur," sagði hann. „Burt með þig — áður en ég gef þér einn utan- undir.“ I*ii erí of stolt Framhald af bls. 15. nístandi sársauki. í leikfangaverzlun voru nokkrar fallegar brúður til sýnis, og við stönzuðum fyrir framan glugg- ann. — Þú varst of stoltur, sagði ég. — Já, svaraði hann, — nú, svona löngu seinna, get ég vel viðurkennt, að ég var stoltur. Það var heimskulegt, barnalegt stolt...... — En þú ert þó allténd kvæntur henni eftir sem áður, sagði ég, um leið og við héldum áfram eftir götunni. — Já, sagði hann, við erum eftir sem áður gift og okkur líður ágætlega sam- an. Maður á ekki að gera of miklar kröf- ur til tilverunnar. Og við eigum falleg, hraust böm. Litla stúlkan þín — hvað sagðirðu að hún væri gömul? — Já, hún — er fjögurra ára. Hann nam staðar og leit á mig, og ég hugsaði, að það hlyti að vera vínið, sem hitaði mér í kinnum. Fólk strunzaði fram hjá okkur í báðar áttir, og hár hans var vott af regni. — Börn eru yndisleg, sagði hann, en 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.