Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 31
hann brosti ekki, eins og menn eru annars vanir, þegar þeir tala um börn. — Við verðum að kaupa eitthvað handa henni. Hvað finnst þér um brúðu? Má ég? — Nei, Nei, sagði ég snöggt, — þú mátt ekki láta þér detta neitt slíkt í hug — hún á nóg af brúðum, og .... — En þú getur sagt, að þú hafir keypt hana, sagði hann ákafur og tók í hand- legginn á mér. — Leyfðu mér að kaupa eitthvað handa henni — eða finnst þér það vera barnalegt af mér? Ég sagði honum, að mér fyndist það alls ekki barnalegt, mér fyndist það þvert á móti vera mjög vel hugsað, en hvers vegna. .... Hann hafði dregið mig aftur að stóru leikfangaverzluninni. Hann ákvað að kaupa stóra brúðu í ljósbláum'"kjól, og þegar hann hafði borgað við kassann, rétti hann mér böggulinn. — Líkist hún þér? spurði hann, þeg- ar við stóðum aftur úti á gangstéttinni. — Nei, hún líkist þér, sagði ég, og ég vissi ekki hvers vegna. — Gerir þú gys að mér spurði hann og stanzaði. Ég elska þig, hugsaði ég og strauk vanga hans létt. — Fyrirgefðu,- sagði ég, —• þetta var heimskuleg fyndni. En þú átt þrátt fyrir allt að vera ánægður með að ég geti gert að gamni mínu á þennan hátt. — Því þá það? sagði hann og sneri sér undan. — Þú hefur nú alltaf átt létt með að geta haft allt í flimtingum. Það er aðeins á þennan hátt, sem þú reynir að fela stolt þitt — því að þú ert nefnilega líka stolt, Nina! Hann þagði stundarkorn. — En við getum ekki haldið áfram að reika svona um eins og við værum heimilislaus, sagði hann loks. Við litum hvort á annað, og við hugs- uðum bæði það sama. Hann var fölur, en það stafaði víst af götulýsingunni. — Við getum farið þarna inn, sagði ég og benti á dyrnar á upplýstu veit- ingahúsi. í anddyrinu var hlýtt og notalegt, og skyndilega fannst mér ég vera svo hræðilega þreytt. Ég tók böggulinn með brúðunni og bað hann að fara inn og setjast, meðan ég hringdi til að vita, hvenær flugvélin ætti að fara. — Viltu ekki fara úr kápunni fyrst? sagði hann. — Nei, það held ég ekki, sagði ég og hugleiddi, hvort hann mundi skilja það. —- Já, gerðu bara eins og þér sjálfri finnst vera bezt, sagði hann með hlýju í röddinni, og í sömu andrá varð mér ljóst, að hann vissi það. Hann gekk inn í veitingasalinn, og ég gekk út á götuna. Hún leit nákvæm- lega eins út og venjuleg gata.......Ég stöðvaði leigubíl, og á leiðinni út g, flugvöllinn skemmti bílstjórinn mér með löngum fyrirlestri um óveðrið. Kæri Astró. Mig hefur lengi langað til að fá að vita eitthvað náið um framtíð mína. Pabbi og mamma skildu þegar ég var lítil, vegna þess að pabbi var taugasjúklingur. Ég var í landsprófsdeild síðastliðinn vetur, en féll og fór aftur. Mig langar mjög mikið í Menntaskólann annað veifið en stundum missi ég áhugann á öllu. Ég hef sýnt að ég hef leik- listarhæfni. Ætti ég ef til vill að snúa mér að því? Hvað hentar mér annars bezt að vinna við? Ég hef ekki hitt neinn pilt enn, sem gjörsamlega hefur hrifið mig og ekki farin að vera með neinum. Ég hef verið nokkuð mikið í kristilegum félögum, en hef enn ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Að lokum vildi ég biðja þig að segja mér frá ástamálunum, ferðalögum, menntun og heilsufari. Vinsamlegast sleppið öllum tölum og nafni. L. K. Svar til L. K. Þú fæddist þegar Sól var 18° í merki Sporðdrekans. Máninn var í 12° 18’ í merki Tvíburanna og hið rísandi merki var 11° í merki meyj- arinnar. Ef við tökum til at- hugunar fyrst sólmerkið Spoðdrekann þá eru þeir, sem þar eru fæddir mjög tilfinn- inganæmir og hrifgjarnir. Sérstaklega er ábertndi hvað Sérstaklega er áberandi hvað þeim verður mikið fyrir öllu bæði ef um erfiðleika eðr-; ann- að mótlæti er að ræða, jafnvel svo að aðrir gætu álitið að Sporðdrekamerkingurinn héldi að erfiðleikamir væru ósigr- andi. Hins vegar er það nú ávallt svo að skin kemur eftir skúr og þurfa þeir, sem undir þessu merki erufæddir aðhafa þetta hugfast þegar þeir lenda í erfiðleikum. Ein af hinum miklu listum lífsins er að kunna að taka erfiðleikunum og raunar hverju, sem að höndum ber með jafnaðargeði. Stundum lenda þeir, sem hér eru fæddir í erfiðleikum á sviði ástamálanna sökum þess að þeir eru svo hrifnæmir, en ástin getur slökknað eftir fyrstu sambfundi og þá fylgir oft böggull skammrifi. Hins vegar er þetta fólk mjög sál- rænt og er oft berdreymið. Því hefur oft verið ráðlagt að kynna sér vel bókmenntir, sem fjalla um lífið handan grafar. Sökum hins næma tilfinningalífs Sporðdreka- merkinga þá eru þeir oft gæddir ríkum hæfileikum til leiklistar og að líkja eftir persónum annarra og mundi ég því vera meðmæltur því að þú kynntir þér leiklist, því mikið er hægt að þroska sig í henni. Enginn vafi er á því að þú hefur mikla hæfi- leika í þá áttina. Einn bezti þátturinn í stjörnukorti þínu er það heimili, sem þú munt stofna til sjálf ásamt þeim manni, sem gengur að eiga þig. Þar er áhrifaplánetan Venus, sem bendir til þess að friður, feg- urð og samræmi muni ríkja innan heimilisins. Einnig er margt sem bendir til þess að þú munir verða vinsæl heim að sækja af þínum skoðana- bræðrum og systrum. Þú mundir eiga auðvelt með að halda uppi talsverðri félags- starfsemi á heimili þínu. Merkúr í merki Bög- mannsins bendir til þess að hugur þinn hneigist talsvert í áttina að trúarbrögðunum og að þú eigir talsvert greið- an aðgang að því að skilja þau, Það er með trúarbrögðin eins og annað að maður þarf að kynna sér sem flestar stefn- ur innan vébanda þeirra og helga sig síðan þeirri, sem bezt á við mann. Leiðirnar eru margar, en markmiðið er ávallt hið sama í þessum efnum, þ. e. a. s. hin andlega upprisa sérhverrar mannsálar. Um nítján ára aldurinn muntu kynnast þeim manni, er flest bendir til að muni ganga að eiga þig og sennilega verð- ur hann trúarlegur skoðana- bróðir þinn, því mér virðist þú kynnast honum á vettvangi trúmálanna. Hann verður sennilega fæddur undir Fisk- merkinu. Áhrifamerki barna þinna er Steingeitin og bendir hún til talsvert stórrar fjölskyldu, og einnig að þú munir vera talsvert metnaðargjörn fyrir þeirra hönd, t. d. að þau fái góðar einkunnir í skóla og gangi vel í sínu ævistarfi. Heilsufarið kemur undir merki Vatnsberans og er fremur gott tákn.....Helzt bendir það til sjúkdóma í fót- leggjum og lærum t. d. æða- hnúta og slíks, og einnig til vissra blóðsjúkdóma. Það er mjög líklegt að þú eigir eftir að ferðast til út- landa í samfloti með eigin- manni þínum og þú býrð yfir ríkri ævintýraþrá til þess. V * V F&LKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.