Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 35
□TTD □□ HRINGUR RDBERTS LAVARÐAR Ottó gerði sér nú grein fyrir því, að Herbert lávarður hélt, að hér væri kominn maðurinn, sem hefði komið Róbert lávarði fyrir kattarnef, maðurinn, sem stjórnað hefði Millu gömlu og hennar trantaralýð. „Ég hef búizt við þér,“ hélt Herbert áfram. Hermennirnir mynduðu nú þéttan hring umhverfis þá. „Og ég hafði undirbúið verðugar móttökur." Ottó hafði haft rétt fyrir sér. Þetta var þá gildra. Hann þreifaði á jakkanum til þess að athuga, hvort hringurinn væri þar. Hann hugsaði um leiðir til þess að komast hjá því að afhenda fjandmanni sínum hring- inn. „Og nú,“ sagði Herbert og rétti út lófann. „Réttu mér hringinn strax.“ En jafnvel þótt Ottó hefði viljað verða við óskum hans, var það ómögulegt. Hringurinn hafði horfið á dularfullan hátt. Ottó horfði á hönd sína .... en hann hafði falið hann í jakkanum sínum .... Hringurinn var horfinn. Undrun Ottós var jafnmikil og von- brigði Herberts. „Hvar er hann?“ öskraði Herbert. „Ætli ein- hver af leiguþýjum yðar hafi ekki stolið honum?' svaraði Ottó hæðnislega. „Það skiptir þig engu. Þú veizt þegar of mikið,“ sagði Herbert og veifaði hermönnunum. „Setjið hann inn." Nokkru síðar var Ottó leiddur niður í eina af dýflissum kast- alans. Aðstaða hans var ekki öfundsverð. Hugsanir hans sner- ust um það, hvað orðið hefði af hringnum. Hafði hann týnt honum eða hafði honum verið stolið? .......... En Danni hefði getað svarað þessari spurningu, því að nú sat hann úti í skógi og velti hringnum í lófa sér. „Það var ekki svo vitlaust af mér að taka hringinn í veð,“ taut- aði hann við sjálfan sig. „Þeir hafa Ottó lávarð á valdi sínu, en ég hef hringinn. Þá get ég að minnsta kosti skipt við þá. En hvernig á ég að fara að því án þess að eiga á hættu að verða tekinn sjálfur." Það er víst bezt að gleyma verðlaun- unum, hugsaði hann. Hann varð að kaupa Ottó frelsi með hringnum og þá varð að hafa það, þótt hringurinn kæmist ekki í réttar hendur. „Og hver verður að koma þessu í kring?" muldraði hann enn við sjálfan sig. „Danni, auðvitað." Skyndi- lega var gripið framí fyrir honum: „Þetta er fallegur hring- ur.“ Hann leit við, og var þegar viðbúinn að berjast. En honum létti, þegar hann sá, að þetta var aðeins förumunkur. FÁLKEnIN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.