Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 38
Tak eigi grásleppn í Framhald af bls. 17. hans, þar sem hann sjálfur ætti ekki heima í sýslunni og langt til hans og erfitt að sækja. Einnig að hann héldi lítt uppi lögum í festing og stofnun hjúskapar og að lokum að hjúskapur Páls sjálfs væri í megnasta óstandi og til almenns hneykslis. Beiðast þeir þess, að Páll verði settur frá sýslunni. En ekki varð af, að Páll missti sýsluna, en hann hét í viðurvist Odds biskups Einarssonar og umboðsmanns höfuðs- manns, á fundi er haldinn var í Vatns- firði að bæta ráð sitt. Mun Ari síðar sýslumaður Magnússon í Ögri bróður- sonur Páls hafa veitt honum lið nokkuð í þessu máli. En grunur er á að hér hafi verið undirbúin árás á Pál af Oddi biskupi Einarssyni, enda gefur síra Jón fróði Halldórsson í Hítardal það í skyn, og hafi það verið í sambandi við hjú- skaparmál síra Jóns Loftssonar í Vatns- firði, er kvænti sig sjálfur. En Staðar- hóls Páll hafði veitt presti lið nokkuð. En Páll hafði áður freklega móðgað biskup í bréfi og brá honum þar um lausaleiksbrot og að hann væri lítilla manna. Endar bréf Páls til biskups á vísu þessari: Þeim lyft er neðan úr lágri stétt, leiddur upp á vald og mekt, hafi sá lukku í heiðri slétt, rún sýni honum ekki stærri prett. Páll var skáld gott, eitt hið bezta á íslandi sér samtíða. Honum var mjög létt um að yrkja og kastaði oft fram vísum. Hann var mælskumaður mikill, meinyrtur og hittinn. Á stundum kenn- ir mjög í vísum hans kerskni og glettni. Páll var skapstór og stórmennska hans fram úr hófi, og átti hann oft erfitt að hemja lund sína, eins og eftirfarandi saga hermir: Páll var eitt sinn á ferð á sjó á nýju skipi, vel útbúnu og vel mönnuðu. Sum- ir herma, að hann hafi verið á leið undan Jökli með hlaðið skip af föng- um. Á sömu leið var óvildarmaður hans og fór honum mjög samhliða, og varð kappsigling á milli þeirra. Bar lítt til tíðinda í fyrstu. En þar kom, að á leið þeirra varð sker eitt nyrzt í Gassaskerjum. Einn háseti Páls spurði hann, hvort ekki ætti að beita fyrir skerið, en Páli þótti það vera krókur að sneiða fyrir skerið og svaraði með vísu: Ýtar sigla austur um sjó öldujónum káta, skipið er nýtt, en skerið hró, skal því undan láta. Aðrir hafa vísuna þannig: Snemma á degi, mjög var morgnt, mengið svaraði káta, Skipið er nýtt, en skerið fornt, skal því undan láta. 38 FÁLKINN Er ekki að orðlengja það, að litlu síðar bar skipið á skerið, og þurfti ekki að sökum að spyrja, skipið brotnaði og fórust menn nokkrir, einn eða fleiri. Þá kom þar að skip óvildarmanns Páls, og spurði formaður þess: „Viltu þiggja líf, Páll bóndi?“ Páll svaraði: „Gerðu hvort sem þér þykir sóma betur.“ Síðan var þeim bjargað af skerinu. En er Páll var kominn í skipið, settist hann aftur á hnífil, sneri baki fram, en hafði báða fætur útbyrðis og sat þannig til lands. Skömmu eftir að þeir voru lentir, gekk Páll að formanni, laust hann kinn- hest og gaf honum 20 hundruð í jörðu, með þeim orðum, að hið fyrra væri fyrir spurninguna, en jörðin fyrir björgunina. Skerið, sem Páll lenti á, nefna sumir Tindastól, en aðrir Páls- flögu. Eftir því sem Páll eltizt, jókst sér- vizka hans og undarlegt háttalag. Um- mæli eru til um þetta í málskjali, laust eftir dauða hans: „En ég hygg flestum mönnum í þessu landi muni kunnugt vera, hversu annarlegur og sérlegur sá góði mann Páll, var í mörgum háttum. Hann vildi skilja við sína eiginkonu lifandi. Þar með uppbyrjaði hann hinar og aðrar fánýtar klaganir, svo sem mörgum er kunnugt, og virtist góðum mönnum þær ekkert afl hafa. Um aðr- ar nýjungar og uppfyndingar, sem hann fór með, viljum vér ekki tala, vegna tengda og skyldsemi“. Jón lærði segir um Pál: Hann var „ofbjóðanlegur í orðum og lét fátt ótalað, allra manna ófalskastur“. En Páll vildi líka bæta misgjörðir sínar, segir Jón lærði: „hann taldi sér aldrei minkun að bæta og biðja fyrir sinn misgerning. Það gera nú fáir höfðingjar á fslandi". (Heim: Menn og menntir, Alþingis- bækur íslands, ísl. fornbr. s., Biskupa- sögur Jóns Halldórssonar, Safn til sögu fslands, Annálar, Sýslumannaævir, Ár- bækur Espólins o. fl.). Orusta á . .. Framhald af bls. 21. unni og inn í salinn. Á hann er skrifað stórum stöfum að reykingar séu strang- lega bannaðar. í þessum kassa hafa blaðamenn aðsetur sitt. Þá er annar kassi á gafli miklu minni og óveglegri. í honum hafa venjulega tveir strákar aðsetur sitt og færa töflu hvernig leik- ar standa. Á öðrum gaflinum eru fest- ir upp rimlar sem notaðir eru í sam- bandi við leikfimikennslu og þegar mikið er í húsinu á leik sem þessum er það siður stráka að klifra upp í rimlana svo þeir sjái vel yfir völlinn. Það kom. því okkur ekkert á óvart þegar maður aftur í þvögunni sagði við félaga sinn rétt áður en leikurinn hófst. — Það er merkilegt hvað þeir drepa lítið af krökkum hér í þessu húsi. Og nú hlupu liðin inn á völlinn og í salnum upphófust mikil köll og baul eftir því með hvoru liðinu menn héldu. Svo flautaði dómarinn í flautu sína og fyrirliðarnir gengu fram, tókust í hend- ur og krónu var kastað upp og sá sem vann hlutkestið kaus mark. Leikurinn hófst. Það varð talsverð spenna meðal áhorfenda sem óspart kvöttu „sína menn“. Það getur verið gaman að fylgjast með áhorfendum að svona leik og oft skemmtilegra en leikurinn sjálfur. Það hefur líka að sögn komið fyrir í þessu húsi, að áhorfenda hafi verið vísað úr húsi fyrir óspektir og settur í aðgöngu- bann um nokkra mánuði. Og menn eru ekki að vanda málið, þegar þeim líkar ekki dómarinn. Líflátsdómar eru mjög algengir og allskonar sóðaleg köll að mótherjum. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla áhorfendur, en það er al- gengt engu að síður. í fyrstu var leikurinn frekar rólegur en þegar fram í sótti og fór að líða á tímann og liðin frekar jöfn, fór að fær- ast harka í leikinn og dómarinn þurfti oft að stöðva hann með flautu sinni. Rétt fyrir aftan okkur var maður sem virtist vera ákaflega vel heima í lögum þeim sem leikurinn er leikinn eftir, og hann var ósínkur á að miðla öðrum af þekkingu sinni. Og það voru mörg brot, sem hann sá, en dómarinn tók ekki eftir og stundum þegar dómarinn var að stöðva leikinn sagði hann: — Því í ósköpunum er hann nú að stöðva leikinn fyrir þetta? í hálfleik kom mikið los á áhorfenda- skarann. Menn þurftu annað hvort að fá sér kók ellegar fram á gang að fá sér nikótín. Og þegar leikurinn hefst að nýju er komin meiri harka í hann. Leikmenn taka ómjúklega hver á öðrum og sumir fá byltu. Þetta er ekki í sumum tilfell- um ósvipað og þegar í réttunum er ver- ið að taka rollurnar og snúa þær niður. f eitt skipti þarf dómarinn að vísa leik- manni af velli, en það er víst frekar algengt. Þrengslin í húsinu eru óskapleg og áhorfendur standa inni á vellinum í hornunum. Það er mikið um köll og svo taka menn upp á þeim skolla að baula. Þá eru þeir víst að mótmæla einhverju hjá dómaranum. — Skjóttu maður, skjóttu! — Látið ekki manninn vaða svona! — Stroffí! — Mega utanbæjarmennirnir allt? Og hámarki ná lætin rétt fyrir leiks- lok, þá er eins og þakið af bragganum ætli að rifna. Þegar leikurinn hefur verið flautaður af og Fram aftur unnið 24:20, ryðjast áhangendur sigurvegar- anna inn á völlinn með miklum fagnað- arlátum. Við bíðum þar til flestir eru farnir út, þá höldum við á eftir ánægðir yfir því að vera heilir á húfi. Or.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.