Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 6
NÝTÍZKU HÚSGÖGN ELDHÚSSETT FALLEG * VÖNDUÐ ÖDYR. SENDUM UM ALLT LAND HNOTAN HOSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 — Sími 20820. UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÓNASILKI CERES, REYKJAVIK Útvarp og afnotagjald. Kæri Fálki. — Útvarpið er mesta menningarfyrirtæki landsins. Þar ráða mektar- menn ríkjum, menn sem bæði kunna að afla peninga á auð- veldan hátt og eyða þeim. mér hefur verið sagt, að út- varpsefni sé afar dýrt, þeir þurfa að borga stórar fúlgur fyrir bara einn skemmtiþátt eða svo. Ekki get ég dæmt um efni útvarpsins yfirleitt ekki á annað en auglýsingar. Auglýsingar útvarpsins eru einhver mesti menningar svipur á þessu þjóðfélagi, enda er mér sagt, að útvarp- ið verði að borga stórfé til þess að fá þær. Einkum hef ég dáðst að því hve vel þær eru orðaðar og hve mikið er auglýst þar af blaðaefni aug- lýsingahlustendum til yndis, því að hvar væru útvarps- hlustendur ef þeir hefðu ekki blöðin til að lesa. Ég geri því að tillögu minni að allir útvarpshlustendur leggist á eitt og greiði afnotagjaldið strax, svo að útvarpið geti haldið áfram að kaupa aug- lýsingar. Kær kveðja. Paxvobiscum. Teiknisamkeppni. Vikublaðið Fálkinn. — Mig langaði til að bera fram þá uppástungu, að Fálkinn geng- ist fyrir teiknisamkeppni á meðal lesenda sinna. Ástæðan fyrir þessari tillögu er að ég hef séð margar frábærar teikningar hjá áhugafólki, sem teiknar í frístundum, sem væru virkilega þess virði að koma fyrir almenningssjónir. Það er með teiknara sem aðra listamenn, að þeir hafa sig misjafnlega í frammi og oft er það svo, að þeir með mestu hæfileikana til listar- innar eru hlédrægastir og hinir trana sér mest fram og teikna og mála það, sem hvorki þeir né aðrir skilja. Einnig veit ég um marga ágætis málara sem mála sem áhugamenn, en eru sama og ekkert kunnir á meðal al- mennings og væri vel þess virði að leita þá uppi, t. d. í formi samkeppni meðal áhugamálara, sem þér hefðuð ef til vill áhuga fyrir að efna til. Virðingarfyllst. Lesandi og unnandi Fálkans. Svar: Oft er þaö líka svo aö liinar ágætustu tillögur eru erfiöar í framkvæmd. Samt mun þessari eklci veröa stungiö undir stól lieldur mun veröa tekin og hef- ur veriö tekin til nánari athug- unar. En ekki er allt jafn auö- velt og þaö sýnist vera. Eitt pínulítið og spaklegt svar. Kæri ritstjóri pósthólfsins, hver svo sem þú ert. — Nú ætla ég mér að taka nöldrun- arseggi þína mér til fyrir- myndar og þrasa hér ögn vegna bréfkorns eins, sem birtist í þínum dálkum. Þið dálkasmiðir eruð nú allir af- skaplega vitrir, mér liggur við að segja stórgáfaðir, — en því miður ekki nógu hátt settir í þjóðfélaginu — það væri betur, að þið væruð á þirigi (þú, Hannes, Velvak- andi og blessaður karlinn hann Hábarður Indriðason). f blaði því sem mér barst í hendur var langur pistill um þjóðlegan fróðleik, íslenzka fyndni. Heldur fannst mér þetta klént. Bréfritari reynir að misskilja allt, sem hægt er, hann gerir ekki greinar- mun á skemmtun og fróðleik, hann kann hreinlega ekki að skýrgreina fræðimennsku. í mínum skilningi eiga greinir um svoddan nokkuð að vera skemmtunin tóm, þó að vissu- lega megi fljóta með agnar- lítil ættfræði og vísur, skemmtilega kveðnar, helzt níð. Fyndnin á að vera ís- lenzk, hressilega góð — þá er fyrst orðið eitthvert bragð að frásögninni. Þessi bréfrit- ari ykkar vefur um sig blæju, hann fyllist yfirborðssamúð með aumingjum og skrælingj- um, — og svo kann hann ekki að meta ástafarssögur, þær kallar hann óþverra. Þykir mér heldur leggjast lítið fyr- ir Fálkann, ef hann birtir svona bréf aftur . . . 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.