Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 9
uðu virkishliðum okkar og einstaka þeirra voru þegar komnir inn fyrir mörkin. Orustan sem á eftir fór var einhver hin hatrammasta, sem ég lifði í stríð- inu. Oft vorum við svo nærri hvor öðr- um, að við gátum auðveldlega lesið númerin á skriðdrekum þeirra og greint andlitsdrætti einstakra hermanna. Með- an á þessu stóð hljóp ég til eins af mín- um mönnum, sem stóð í skjóli við hús- vegg sveipaður laki sínu og hafði auga með sex Þjóðverjum sem nálguðust að aftan. —- Hvernig í ósköpunum hafa þeir komizt inn fyrir keðju okkar, spurði ég. — Hef ekki hugmynd um það, svar- aði hann. — En hvað sem því líður verður erfitt fyrir þá að komast út aftur. Og það reyndist rétt. Dulbúningur okkar gafst vel í hví- vetna og varð okkur til bjargar. Skyndi- lega, eins og merki væri gefið, var or- ustunni lokið. Óhugnanleg kyrrð féll yfir vígvöllinn. Hið eina sem rauf hana var snarkið í logandi skriðdrekunum. Við höfðum tekið hálft hundrað fanga og valdið óvinum okkar hinu mesta tjóni. Okkar eigið tap var mjög óveru- legt. Nokkrum dögum síðar vorum við kalláðir til annars umráðasvæðis, og lökin tókum við með okkur. Smátt og smátt voru þau rifin niður í tætlur og fleygt. Og ekki leið á löngu þar til saga þeirra var með öllu fallin í gleymsk- unnar dá. Tæpu hálfu ári síðar var stríðinu lokið og ég snéri heim til Amer- íku. .... ÉG HEFÐI EKKI trúað því, að ég mundi nokkru sinni rekast á nafnið Hemroulle aftur. En haustið 1947 sá ég í blaði nokkru í Boston grein eftir blaða- mann, sem heimsótti alla hina mismun- andi staði, þar sem orustur voru háðar í stríðinu. Hann hafði verið við Basto- gne og einnig í Hemroulle. Ibúarnir sögðu honum, að þeir hefðu sloppið til- tölulega vel við hörmungar stríðsins. Og síðan bættu þeir við brosandi: — Bara ef ameríski ofurstinn, sem fékk lánuð Jökin okkar, mundi skila þeim aftur, eins og hann lofaði okkur. Ég skrifaði blaðinu og viðurkenndi, að ég væri sökudólgurinn. Og þetta bréf mitt hafði gífurleg áhrif á lesendur blaðsins. Pakkar með lökum bárust blaðinu víða að. Með einu þeirra fylgdi bréf þar sem stóð, að ef mér tækist með einhverju móti að efna loforð mitt, þá gæti meðfylgjandi lak ef til vill stuðlað að því. Sagan barst frá einu blaðinu til ann- ars og pakkarnir héldu áfram að streyma. Sumum þeirra fylgdu meira að segja allverulegar peningaupphæð- ir. Einnig lögðu sumir af fyrrverandi hermönnum mínum sitt af mörkum, — mennirnir, sem hinn örlagaríka dag höfðu barizt í snjónum umhverfis Hemroulle, og máttu ef til vill þakka íbúum þorpsins það, að þeir voru enn í tölu lifenda. í heimabæ mínum, Win- ehester í Massachusetts, tók fólk að víkja sér að mér á götu og spyrja mig, hvernig það gæti bezt hjálpað mér í þessu máli. Ég hugsaði mikið um þetta allt saman. Enda þótt hér væri engan veginn um neinn stórvægilegan heimsviðburð að Framh. á bls. 38. JOHN HANLON FÁLKINN í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.