Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 12
Sigfús Bjarnason býður velkomna Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðh,, (efri myndin) og Vilhjálm Þór (neðri myndin). Heildverzlunin Hekla h.f. tók í notk- un laugardaginn 2. febrúar hið nýja stórhýsi sitt að Laugavegi 170—172. Þar opnar fyrirtækið glæsilegasta bíla- verkstæði, sem hér hefur þekkzt, verk- stæði, sem á allan hátt jafnast á við það, sem bezt gerist erlendis. Verkstæð- ið er útbúið mælitækjum og rannsókn- artækjum, sem kanna ástand bifreiðar og hreyfils, áður en viðgerð hefst og eftir að henni er lokið og ýmsum fleiri tækjum. Alls er þetta nýja húsnæði um 4200 fermetrar. — Sigfús Bjarnason, forstjóri Heklu og stofnandi fyrirtæk- isins, fyrir tæpum þrjátíu árum síðan, tók á móti gestum við opnun hins nýja og glæsilega húsnæðis. Var þar saman kominn mikill fjöldi tiginna gesta, svo sem ráðherrar, erlendir full- trúar, framámenn í viðskiptalífinu og fleiri. FÁLKINN birtir á þessari opnu nokkrar svipmyndir úr hófinu. (Mynd- irnar tók ljósm. Fálkans, Jóhann Vil- berg.) Guðbjartur Ólafsson, bílaútgerðarm. Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðv. Jóhann Hafstein, bankastjóri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.