Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 18
Sporhundurinn Nonni, sem skátar í Hafnarfirði hafa nýlega fengið hing- að til lands, hefur þegar komið að gagni og sýnt hæfni sína, eins og fram hefur komið í blöðum og útvarpi. 1 þessari grein segir frá æfingarleit með Nonna, sem hjálparsveit skáta framkvæmdi fyrir FALKANN. Það er ekki hægt að segja að það sé dagsatt því það var komið kvöld, en engu að síður er það satt, að við fengum þær upplýsingar hjá opinberum aðila, að símanúmerið í Skátaheimilinu í Hafnarfirði væri 51211. Við tókum tólið af tækinu og hringdum. 5-1-2-1-1. Við heyrðum hringja góða stund áður en svarað var, og svarið kom okkur talsvert á óvart. — Miðstöð. ___ ??? — Já, miðstöð. — Og hvar er þessi miðstöð? — í Hafnarfirði. — Er þetta einhver skátaleikur? — Hvert ætluðuð þér að hringja? — Upphaflega hugmyndin var að hringja í Skáta- heimilið í Hafnarfirði. — Síminn þar er 51211, gjörið svo vel. Og áður en við gátum sagt svo mikið sem takk fyrir var þessi miðstöðvarstúlka farin og við heyrð- um símann hringja aftur. Og enn leið góð stund áður en svarað var. — Halló. — Er þetta 51211? — Já. — Skátaheimilið í Hafnarfirði? — Já. — Gæti líka verið hjá Hjálparsveit skáta? — Já. — Eigið þið ekki sporhund? — Jú, hann Nonna. — Væri hægt að fá hann lánaðan smástund? — Er einhver týndur? — Þetta er Fálkinn vikublað. Það fór einn starfs- maðurinn í kaffi í dag og er ekki kominn aftur. Okkur datt í hug að fá lánaðan hundinn til að leita. — Ertu ekki bara að grínast? — Ueldurðu að hundurinn geti ekki fundið hann? — Jú, ég geri fastlega ráð fyrir því, svo framar- lega sem hann hefur ekki farið að þvælast mikið í bíl. Þetta gæti verið ágæt æfing. — Já, þá skulum við láta hann eiga sig, mann- inn á ég við því hann er með voðalega bíladellu. En gætum við ekki fengið að vera viðstaddir eina æf- ingu hjá ykkur? — Jú, alveg sjálfsagt. Ef þið komið hingað suður á sunnudaginn strax eftir hádegið þá ætti það að vera í lagi. — Við segjum það þá. Eftir hádegi á sunnudag- inn. Vertu blessaður. — Já vertu sæll. Og svo leið vikan og sunnudagurinn rann upp eins og segir í ferðasögum, en ekki bjartur og fagur heldur með venjulegum rigningarúða. Við fórum suður eftir strax upp úr hádeginu og velviljað og kurteist fólk vísaði okkur á Skátaheimilið. Skáta- heimilið er allstór bygging, ein hæð með risi og var eitt sinn fiskhús. Það stóð opið og við gengum inn, en þar var ekki nokkurn mann að finna. Þeir eru seinir hugsuðum við og ákváðum að leggja til að 11. gr. skátalaganna yrði: Skáti er ávallt stund- vís. Við bíðum þarna í stundarfjórðung án þess að nokkur léti sjá sig og tókum þá ákvörðun að fara að leita að skátunum. Við ókum í bæinn og spurðum þá sem við mættum, hvort þeir hefðu séð skáta með hund í bandi. Þeir höfðu ekki séð skáta með hund í bandi. En bandlausan? Ekki heldur. Að lokum fórum við í biðskýlið Álfafell við Strandgötu og sá sem var þar við afgreiðslu sagði okkur að skát- arnir hefðu verið kvaddir út í leit. Bezt væri fyrir okkur að fara á lögreglustöðina og fá nánari upp- lýsingar. Við fórum á lögreglustöðina og þó að ekki sé kannski hægt að segja að þeir hafi tekið okkur opn- um örmum þá tóku þeir okkur vel. Jú, skátarnir höfðu verið kvaddir út í leit og væru nú sennilega staddir í Arnarhrauni. Og þeir sýndu okkur á stóru og skilmerkilegu korti hvar það væri. Við þökkuð- um og hófum leit okkar að skátunum. Við fundum þá um hálftíma seinna. Þeir voru þá að koma úr leitinni og spurðu hvort okkur væri ekki sama þótt æfingunni væri frestað í viku. — Við sjáumst þá á sunnudaginn? — Já, á sama stað og tíma. Svo liðu þrír dagar. Við sáum í blöðunum sem komu út eftir helgina að þeir höfðu verið kallaðir þrisvar út á sunnudaginn að leita, höfðu leitað alla aðfaranótt mánudagsins í rigningu og roki. Það var á miðvikudegi að þeir hringdu í okkur. — Þetta er hjá Hjálparsveitinni. Það verður æf- ing hjá okkur í kvöld. Hafið þið hug á að koma? — Já, hvar eigum við að hittast? — Á lögreglustöðinni klukkan átta. — Gott. Við komum. Og fimm mínútum fyrir átta vorum við mættir á lögreglustöðinni suður frá. Þeir voru ekki komn- ir og við vörpuðum fram þeirri spurningu hvort þeir hefðu verið kallaðir út í leit. Nei, þeir voru bara að sækja hundinn. Og við þurftum ekki lengi að bíða, þeir komu að vörmu spori. Og þá er hér komin aðalpersóna þessa leiks. Sporhundurinn Nonni. — Við gefum honum orðið: Eg heiti Sailor og er fæddur á hundabúgarði vest- ur í Washington í Bandaríkjunum. Þetta er ekki borgin Washington, þar sem Kennedy á heima, heldur fylkið Washington, sem er vestur við Kyrra- haf norður undir landamærum Kanada. Ég man lítið eftir móður minni því ég var ungur tekinn frá henni. Föður minn sá gg aldrei. Eigandi minn hét Mrs. H. B. Tailor 22812 N. E. St. Redmond Wash- ington. Þessi ágæta kona, hún frú Tailor, rak hundaskóla og á hann var ég sendur og þar lærði ég að rekja spor. Þegar ég hafði verið í skólanum tók ríkið mig á leigu. Ég var sendur í næsta fylki, Idaho. og vann þar í ríkisfangelsinu við að elta strokufanga. Ef þið hafið hug á að vita hvað Idaho þýðir þá er það ávarp Comanche Indíánanna og merkir „Góðan dag“. Þarna var ég í nokkra mán- uði og hundelti nokkra strokufanga með þeim ágæta 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.