Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 21
TEXTI: JÓIM ORIVIAR - IUVIMDIR: JÓHAIMIM VILBERG var hált á grjótinu . Það var heldur engu líkara en menn hefðu haft mikla ánægju af að girða þarna með gadda- vír því áður en maður vissi af var mað- ur kominn í hörku slagsmál við gadda- vír. Og sú barátta var frá upphafi von- laus því út úr slíku hafði maður ekki annað en rifin föt og blóðugar hendur. Einn missti hælinn undan skónum og annar talaði um að hann væri fingur- brotinn. Og meðan við háðum baráttu okkar við hraunið og girðingarnar fórum við að spyrja þá, hvernig þeir hefðu aflað fjár til kaupa á Nonna. Þeir sögðu okkur að Reykjavíkurborg hefði gefið sextán þúsund, dagblöðin þúsund krón- ur hvert og hitt. hefði fengizt með sam- skotum einstaklinga. Þeir hefðu yfir- leitt fengið góðar viðtökur þar sem þeir hefðu farið fram á styrk, en félagsskap- ur sem lætur slysavarnarmál mikið til sín taka og nýtur til þess opinberra styrkja, hafi ekki viljað veita þeim stuðning. Þá hefði Gottfreð Bernhöft veitt þeim mikinn stuðning. — En þegar þið farið í leitir og verð- ið fyrir vinnutapi, fáið þið það borgað. — Nei, það er yfirleitt ekki. Þó er til einstaka undantekning. Og nú lá leiðin út úr hrauninu og að húsi sem stóð í jaðrinum. Þaðan barst að vitum okkar indæl lykt sem er því samfara þegar verið er að baka pönnu- kökur. En Nonni hafði engan áhuga fyrir pönnukökum heldur fór hring um húsið og stefndi svo út í hraunið aftur. Þar runnu á okkur tvær grímur því við vorum ekki hrifnir af áframhald- andi baráttu við gaddavír og snúru- staura og pönnukökulyktin var lokk- andi þarna í hraunjaðrinum. Við kvöddum því og sögðumst mundum hringja næsta dag. Svo snerum við okkur að liúsinu og pönnukökulyktinni. Við hringdum daginn eftir. — Hvernig gekk? — Það fór ágætlega. Sá týndi fór stóran hring í bænum og við náðum honum heima, þar sem hann var að drekka kaffið. — Voruð þið lengi að þessu? — Rúma tvo tíma. Hvernig gekk ykkur? — Með pönnukökurnar? — Já. — Alveg prýðilega. Við erum boðn- ir suður eftir í næstu viku. Or. Viðbragð hans var svo snöggt, að Birgir var nærri oltinn um koll. wm r FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.