Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 28
RAUÐA FliSTIA Framh. af bls. 24. Og Barði lyftir að honum fingri í síðasta sinn. — Sem sagt, ég gef yður þriggja daga frest, síðan læt ég höggið ríða! Kristínu léttir mjög, er hún sér föður sinn koma heim frá knæpunni, þegar líða tekur á kvöldið, í fylgd með Marteini. Faðir hennar fer rak- leitt upp í herbergi sitt og háttar, en Kristín hittir Martein niðri í eldhús- inu. Hún er óumræðilega glöð. Gamli maðurinn var næstum ódrukkinn þegar hann fór í rúmið, og enn er alls ekki óhugsandi að hann gæti skynsem- innar og láti það vera að ljúka við bréfið til lögfræðingsins í Köln. — Ekki veit ég hvernig ég get þakk- að þér eins og vert væri, Marteinn, segir Kristín og réttir honum höndina. En hann tekur ekki í hana. Situr bara við borðið og starir fram undan sér í þungum hugsunum. — Marteinn, hvíslar hún aftur. — Hvað hefur komið fyrir? Marteinn dregur andann djúpt og segir henni hvernig þeim lenti saman við Barða. — Það eru þessi skilríki, segir hann. — Barði gaf mér þriggja daga frest. Ef ég hef ekki lagt skil- ríkin fram á skrifistofu bæjarstjóra innan þess tíma, ætlar hann að taka mig fastan. Kristín fölnar, en fyllist von bráðar nýrri orku og áhuga. — Marteinn, seg- ir hún biðjandi. — Það er kominn tími til þess, að þú vitjir læknis. Ef læknirinn lýsir þig heilbrigðan, fara yfirvöldin varla að senda þig aftur til Gundelsberg. Að minnsta kosti .... og það er eina ráðið .... að fá ein- hvern lækni til að hjálpa okkur. Okkur! Hann lítur upp og horfir ástúðlega á hana. Okkur! Það er ekki einasta hans framtíð, sem er í hættu. það er líka hennar. — Ég ætla að hlaupa upp eftir til Veru Orsini, segir hún. — Vera er ætíð boðin og búin til að hjálpa mér, og hún á svo marga áhrifaríka vini, frá því er hún var söngkona í hljóm- leikahöllum stórborganna. Kristín grípur höfuðklút, er liggur á stól við eldhúsborðið. — Marteinn, ég hleyp til Veru. Ætlarðu að bíða hérna, þangað til ég kem aftur? Hann kinkar þegjandi kolli, en hún Snýst á hæli og hverfur út úr dyrun- um. STUND ARF J ÓRÐUN GI síðar situr Kristín í hinni fögru stofu Veru Or- sini og segir henni allt, sem hún veit um Martein. Vera hlustar forviða. — En, Kristín. Er það mögulegt, að hann viti ekki sjálfur hvers vegna hann hefur setið í haldi í Gundelsberg í tíu ár? — Já. — Og það er óhugsandi, að hann leyni þig sannleikanum viljandi? Það fer hrollur um Veru við þær hugsanir, sem allt í einu gera vart við sig í brjósti hennar. Hún spennir greipar af alefli og situr lengi stein- þegjandi. Kristín bíður og hlustar útí þögn- ina. Kvíði hennar og óró eykst við hverja mínútu sem líður. — En hvers vegna segir þú ekkert? hrópar hún að lokum. — Þú getur bætt úr þessu! Það er ég viss um! Þú ert svo kunnug. Þú þekkir áreiðanlega marga lækna. Vera kinkar kolli og þegir enn. Hugur hennar er á mikilli langferð. Hún horfir útá sjóinn og langt fyrir neðan gluggann. Við tunglskinið breyt- ist hann í bláleitan spegil, bjartan og skínandi. — Já, segir hún. — Ég þekki sál- fræðing .... í Túbingen. Hann heitir Herdegen prófessor. Þú hefur kann- ski heyrt hans getið. Hann er frægur taugalæknir. Var meira að segja orð- inn það fyrir tuttugu og þrem árum, þegar ég vitjaði hans í fyrsta sinni. Þá var ég alveg yfirkomin. Ég hafði ofreynt mig gersamlega. Síðan hefur Herdegen prófessor verið einn af mín- um beztu vinum. Vera hugsar sig um og kinkar kolli. — Já, Herdegen er áreiðanlega sá rétti læknir fyrir Martein. Ég ætla að skrifa honum bréf, sem þú getur fengið Marteini. Heldurðu að hann geti farið til Túbingen í fyrramálið? — Það getur harin áreiðanlega svar- ar Kristín fljótt. — Það stendur ein- mitt svo vel á því í fyrramálið. Alfreð er kominn hjá okkur. Hann getur hleypt Marteini út úr á leiðinni. Vera leitar í blaðasyrpu sinni ó- styrkum höndujm, finnur pappírsörk og sjálfblekung sinn, tekur síðan til við skriftirnar. Þegar hún hefur lokið þeim, fær hún Kristínu bréfið. — Gerðu svo vel, Kristín. sendu nú Martein af stað með þetta bréf. Kristín les: „Kæri Hertegen! Það er af sérstök- um ástæðum, sem ég læt nú heyra frá mér aftur, eftir svo langan tíma. Kristín Ektern, sem er ung vinkona mín, ber þungar áhyggjur. Hvers kon- ar áhyggjur það eru, getur sá sem fær- ir þér þetta bréf, Marteinn Brunner, bezt frætt þig um. Ég bið þið að hjálpa honum, svo vel sem þú getur! Það væri mér sönn ánægja. Vera Orsini.“ Svo er eftirskrift: „Ég lifi sífellt bezta gengi hér í Nesterborn.“ — Þakka þér fyrir, Vera! segir Kristín. Nokkrum mínútum síðar hleypur hún aftur heimleiðis til mylnunnar í myrkrinu. Það fréttist fljótlega morguninn eft- ir, að Marteinn sé á förum til Túbigen — að því er sagt er þeirra erinda að koma skilríkjum sínum í lag. Hanna litla víkur ekki frá hlið Marteins. Hún rígheldur sér í buxnaskálm hans og ómögulegt að fá hana til að sleppa. Marteinn skynjar hversu einmana henni finnst hún nú verða. — Ég kem bráðum aftur heim, Hanna litla! Hann klappar henni þýð- lega á vangann. — Ég sem ætla ekki að vera í ferðinni nema tvo eða þrjá daga! — Kemurðu þá áreiðanlega heim aftur? Þetta tekur Hanna litla upp aftur og aftur. Marteinn stendur í miðjum garðin- um og umfaðmar alla sögunarmylnuna vinhlýju augnaráði. Degi er tekið að halla og sól að setjast bak við skógar- hlíðina. Allt er þetta orðið sem hluti af lífi hans. Sögunarmylnan, þar sem hann á orðið margar starfsstundir að baki, gripahúsin, sem Goritsky hefur sett þak á, matjurtagarðurinn sem hann hamaðist mest við að stinga upp, dag- inn sem fjölleikaflokkurinn var í Nestelborn. Það er líkt og angurværð komi yfir hann við skilnaðinn. Framhald í næsta blaði. KING9S SCHOOL EIMGLISH BOUHNEMOUTH EIV(iLAl\» Málaskólinn, sem viðurkenndur er af yfirvöldunum, á hinni fögru suSurströnd Englands. ASalnámskeiS (3—12 mánuSir) ; sumarleyfisnámskeiS (3—11 vikur) ; 4-vikna yfirgripsmikil sérnámskeiS (í marz) fyrir starfs- fólk viS stjórn fyrirtækja. HúsnæSi á góSum heimilum. Upplýsingar hjá stjórn skólans, 8 Portchester Road, Bourne- mouth, England. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.