Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAN Framh. af bls. 24. yfir álagðan skatt, fylgir mismun- urinn í hjálagðri ávísun. Virðingarfyllst f. h. Y. S. G. E.“ Það greip mig undarleg tilfinning, þegar ég opnaði næsta bréf. Það var frá lögreglustjóra: „Samkvæmt 42. grein umferðarlag- anna frá 1919 er yður hér með stefnt fyrir Umferðardómstól borgarinnar vegna meints brots á lögum þessum, þar sem þér hinn 29. des. sl. kl. 14.30 ókuð farartæki niður Hverfisgötu á 80 km. hraða, en löglegur hraði á þessari leið er 60 km./klst og er sá hraði skýrt tekinn fram á umferðar- merkjunum, sem þér eigið skilyrðis- laust að gefa gaum. Ef þér æskið þess að mál yðar verði tekið munn- lega fyrir, þá eruð þér vinsamlega beðnir að hringja í síma 11166.“ Með virðingu, S. S. ftr.“ Ég hringdi strax í hið uppgefna númer. — Þetta er allt í lagi, sagði varð- stjórinn vingjarnlega, en keyrðu ekki svona gantalega aftur. Heyrirðu að ég ríf ákæruna sundur. Ég heyrði það. Ég opnaði þriðja bréfið. „Við endurskoðun á tryggingu yð- ar, sjáum vér, að þér hafið tryggt of hátt og þess vegna höfum vér leyft oss að lækka iðgjaldið um 150 kr. Auk þess leyfum vér oss að stinga upp á, að þér ónýtið þjófatryggingu þá, sem þér skrifuðuð upp á til tutt- ugu ára í fyrra, þar sem vér vitum, að það er næsta sjaldgæft að þjófar brjótist inn í eins rammgirt hús og yðar er og auk þess óskuðu þér þess við fulltrúa vorn, að þessum samn- ingi yrði rift. Með beztu kveðju, Sjóvá, stofnað 1777.“ Það lá við að ég flygi upp úr skrif- borðsstólnum og satt að segja gat ég ekki varizt hlátri. Ég minntist þess ekki að vera svo léttur í lund áður. Mér fannst ég vera þyngdarlaus og geta svifið ofar sjöunda himni, enda þótt ég sé í raun og vei'u yfir 80 kíló að þyngd. Ég reif upp bréfið frá Húsaleigunefnd. „Umsókn yðar frá 17. þ. m., hvar þér sækið um leyfi til þess að segja upp löglegum leigj- endum yðar á 2. hæð húss yðar hefur verið tekin til meðferðar. Þér viljið fá í staðinn fyrir þessa tutt- ugu manna fjölskyldu nokkur gesta- herbergi og ballskákstofu. Yður er Framh. á bls. 36. Kvenfólk í miklum meirihluta EITT ORÐ VIÐ STARFSMANN BRÉFASKÓLA Skólinn stendur allt árið. Hann er aldrei settur og honum er aldrei slitið. Það er engin skólabjalla, sem segir til hvenær kennslustund hefst og hvenær kennslustund lýkur. Nem- endur og kénnarar hittast ekki, — þeir skrifast aðeins á. Þannig geng- ur þettafyrir sig í einum stærsta skóla landsins, Bréfaskóla SÍS. Við heim- sóttum skólann nú fyrir skömmu og ræddum við starfsmann hans, Jóhann Bjarnason. — Hefur þú starfað lengi hér? var fyrsta spurning okkar. — Ég hef unnið hér fjóra mánuði. — Og í hverju er starfið fólgið? — Það er nú fyrst að veita upp- lýsingar um skólann. Menn koma hingað, hringja eða skrifa og þess- um spurningum þarf að svara, Þeg- ar nemandi hefur innritazt, er hon- um send verkefni og hann sendir úrlausnirnar hingað, og við komum þeim til kennarans, sem sendir þær svo aftur til okkar. Við sendum svo nemandanum næstu verkefni og svona heldur þetta áfram unz nemandinn hefur lokið námi. Fyrir hverja úrlausn sem nemandinn send- ir gefur kennarinn honum einkunn og þegar náminu er lokið fær hann sent prófskírteini. — Hvernig fellur þér þetta starf? — Mér fellur það vel. Mér finnst þetta ákaflega viðfelldið starf. — Hvað eru kenndar hér margar námsgreinar? — Þær eru um 30 og jafnmargir kennarar. — Og fjöldi nemenda? •—- Það er nú ekki gott að segja það alveg nákvæmlega. Það eru margir sem eru í nokkrum greinum. Ég hygg að fjöldi nemenda sé eitt- hvað um tólf hundruð. — Hvaða greinar eru vinsælastar? — Enskan er langvinsælust. Bók- færsla er einnig vinsæl. Sjómenn hafa gert talsvert af því að læra hér siglingafræði, en þegar þeir hafa lok- ið því námi geta þeir gengið undir próf sem veitir þeim réttindi á 30 tonna báta. Þá get ég sagt þér, að kvenfólk er í miklum meirihluta í þessum skóla. Hér eru nemendur úr öllum sýslum landsins og kaupstöð- um. Margar greinar hér duga til landsprófs og við höfum vitað til að nemendur héðan hafa tekið það próf með góðum árangri. — Kynnist þú nemendum hér per- sónulega? — Nei, það heyrir til undantekn- inga. Ég kannast við nöfnin og fylg- ist með þeim í gegnum skólann. Sumir eru duglegir en aðrir taka þessu með mikilli ró. Það er gaman að skoða fráganginn sem oft er æði misjafn. Sumir senda verkefnin al- veg listilega unnin. Stundum kemur það fyrir, að nemendur gleyma að skrifa nafnið sitt á úrlausnirnar og þá gerist maður hálfgerð leynilög- Framh. á bls. 36. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.