Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG SAFNARINN MIKLI Þótt Goggi væri önnum kafinn við söfnun sína, fór samtal þeirra Panda og Stálhjarta ekki framhjá honum. Hann tók líka eftir því að þeir fóru út fyrir. „Þetta setur strik í reikninginn,“ sagði hann við sjálfan sig. „Það er bezt að koma sér í burtu.“ Hann sneri til dyra, en þegar hann sá Panda og þá kumpána í dyrunum, flýtti hann sér að fela sig á bak við glugga- tjald. „Kæru klúbbfélagar,“ ávarpaði herra Stálhjarta safnarana. „Ég hef nú nýlega komizt að þeirri stað- reynd, að þetta safn er alls ekki safn Gogga, heldur mitt eigið safn. Við höfum verið að safna í mínu eigin safni allan tímann og ég sé mig tilneyddan til þess að biðja ykkur um að skila hlutunum, sem þið hafið safnað, aftur.“ ,,Ó, ó“ veinaði Goggi lágt. „Hvernig kemst ég undan. Ég verð að fela mig ein- hvers staðar. En hvar?“ Augu hans staðnæmdust á fötu, sem fyllt var leir. Safnararnir reyndust vera sannir íþróttamenn og skiluðu mununum aftur með glöðu geði. „Þetta er allt samkvæmt klúbbreglunum,“ sagði Eggert safnari. „Það er nú allt saman gott og blessað,“ sagði annar safnari, „en samkvæmt klúbbreglunum eigum við líka að fá peningana sem við létum í staðinn fyrir það, sem við söfnuðum. En þeir virðast allir vera horfnir.“ „Og Goggi góðgjarni er horfinn líka,“ sagði Panda. „Já, og hvar er hann,“ hrópuðu safnararnir í kór og hófu leit að gerfiklúbbfélaganum. En það var eins og loftið hefði gleypt Gogga. Leitin að Gogga var gjörsamlega árangurslaus. Það var sorglegt, en Goggi hafði komizt burtu með pen- inga safnaranna. „Kæru klúbbfélagar,“ hóf Stálhjarta mál sitt, „því miður get ég ekki skilað aftur pening- um ykkar. En þar sem þið eruð fórnardýr þorparans Gogga, þá ætla ég að bæta ykkur upp tjónið. Þið megið taka, einn hlut hver eftir eigin vali.“ Það varð almenn ánægja yfir þessu höfðinglega boði. „Komdu Panda,“ sagði Eggert safnari „og hjálpuðu mér að velja eitthvað fallegt.“ Þeir gengu um salina og Eggert varð starsýnt á leirstyttu eina, sem kom honum einkar kunnuglega fyrir sjónir. „Ég þori að veðja að ég hef séð eins styttu áður,“ sagði Eggert, „en hvar? Að minnsta kosti hlýtur önnur nákvæmlega eins að vera til og þá mundu þær sóma sér vel í safninu mínu. Ég vel þessa styttu.“ 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.