Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 8
ALLUR HEIMURINN ER MITT PRESTAKALL ---♦-- Hann talar betur esperantó en nokkur annar í heiminum. — Hann fékk köllun um að fylgja Kristi ell- efu ára gamall. — Hann varð skáld 29. nóvember 1955. — Hann er aðalsálusorgari Halldórs Kiljans og heiðursfélagi í Stórstúkunni. — Honum finnst lífið eitt kraftaverk og er heimspekingur að eðlisfari. — Hann hefur ort 90 sálma og er enn þá jafn skotinn í konunni sinni og daginn sem þau hittust ... Það er norðanstrekkingur og frost- gaddur um allan bæ, hvítnar í báru um allan Flóann en þó er rjómalogn og sól skín í heiði inni í Vogum þar sem við knýjum dyra hjá séra Halldóri Kolbeins. Hann býður okkur strax í stofu, tekur okkur eins og aldavinum og spyr ljósmyndarann hvort hann eigi heldur að nota danska uppstillingu eða ameríska þegar smellt er af. Og varla erum við sestir fyrr en rjúkandi kaffi og kökur fylla borðið, frú Lára Kolbeins býður okkur velkomna. Þau hjónin eru flutt til Reykjavíkur fyrir fáum árum en séra Halldór hef- ur á langri starfsævi gegnt prestsem- bætti víða um land. Hann er fæddur 16. febrúar 1893 og er því rétt sjötugur. Við biðjum Halldór að segja okkur sitthvað af því sem fyrir hefur borið á langri leið og komum ekki að tómum kofunum, séra Halldór hefur aldrei ver- ið yngri en nú eftir því sem hann sjálf- ur segir og allir kunnugir geta borið um að það er rétt. Það væri ekki nógu djúpt í árinni tekið að nota hið gamal- kunna orðtak úr afmælisgreinum að hann sé enn vel ern; öllu nær sanni væri að segja að hann léki við hvern sinn fingur. Við spyrjum Halldór hvernig á því stóð að hann valdi sér prestsstarfið að ævistarfi. — Ég hef fengið köllun um að fylgja Kristi, svarar séra Halldór hiklaust, það var þann 11. apríl 1904, skulum við segja. Þá var ég í kirkju hjá föður mínum, séra Eyjólfi Kolbeins. Ég var að horfa á altaristöflu í kirkjunni og varð þá fyrir gagntekningu. Svona stundir hafa margir lifað, það eru til augnablik sem móta líf manns allt og standa alla ævi. Ég ætlaði mér ekki endilega að verða prestur. Ég fékk köll- un um að verða eins góður og ég gæti. Þessi köllun átti lítið skylt við þessi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.