Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 10
Fagrar konur eru hættulegar SPENNANOI SMÁSAGA EFTIR STUART CLOETE Ég hafði fengið vægt taugaáfall vegna ofþreytu, áður en ég kom til Coopers Bay. Ég vildi nota tímann til að hvílast og ennfremur dunda við að vinna að skáldsögu, sem ég hafði í smíðum. í rauninni var Coopers Bay smáþorp hér um bil 150 kílómetra frá Höfðaborg og stóð við sjóinn. Þar gat að líta hval- ina gefa frá sér mikla gufustróka, sel- ina veiða fisk og stórar skjaldbökur að leik. Þetta var nú svo sem ekkert sérstakt, en hins vegar var Coopers Bay ósköp þægilegur staður og bjó þar aðallega fólk, sem hafði dregið sig út úr skarkala lífsins og naut lífsins á hógværan hátt og átti hæfilegan lífeyri. Rithöfundar verða bókstaflega að hafa áhuga á meðbræðrum sínum, — þeir lifa nefnilega á því, að skrifa um fólk. Svo verður þetta að ávana, þeir eru með nefið niður í öllu, og sam- kvæmt þessu hóf ég strax að átta mig á fólkinu í kringum mig. Þetta var einkar auðvelt með flesta. Þarna voru tveir fyrrverandi tannlæknar og tveir fyrrverandi skólastjórar. Ennfremur var þarna fólk, sem átti fyrirtæki í nágrannaborgunum og skrapp öðru hverju til þess að líta eftir hlutunum, — skyldu nú synirnir reka verzlunina með hagnaði? Þá voru það hr. og frú Smith, — það voru dularfullar persón- ur. Hann var ungur maður, og enginn virtist hafa hugmynd um fortíð hans. Hann eyddi mestum tíma úti á sjó — líklega að fiska, — en hún var hrein- asta fegurðardís, og þess vegna alls ekki á réttum stað, Coopers Bay var alltof afskekktur staður, — og leiðinleg- ur. Það hafði víst verið mikil guðsbless- un, er þau hjónin fluttust til staðarins. Loksins fékk fólk eitthvert almennilegt umræðuefni. Að vísu var hún ekki sú eina, sem fór í sólbað, en hún var í bað- fötum, það var mikill munur. Hún lakk- aði neglurnar á sér svartar og stund- um grænar. Einnig neglurnar á tánum. Svo hafði hún yndislega söngrödd — og söng hátt. Jú, hann fiskaði víst ein- hver býsn, gat varla borið fenginn heim. Maður gat jafnvel látið sér detta í hug, að hann væri fiskimaður að at- vinnu. Auðvitað fóru líka aðrir karl- menn í Coopers Bay á fiskveiðar, en þeir komu næstum alltaf tómhentir heim, -— það var eiginlega undantekn- ing, ef þeir fiskuðu nokkurn skapaðan hlut. Og svo öll bréfin, sem þau fengu, — frá Ameríku, Englandi, Frakklandi — og blöð úr öllum heimshornum. Já, það var áreiðanlega eitthvað skrítið við þetta fólk, — ef til vill voru þau rúss- neskir njósnarar. Frú Johnston sagði, að sum lögin, sem frú Smith söng, væru rússnesk ættjarðarlög. Einnig öll fram- koma þeirra, — sem sagt hálfgert hneyksli. Maður gæti haldið, að þau væru ný trúlofuð. Þau leiddust eins og krakkar og þau höfðu sézt kyssast nið- ur við klettaströndina. Fyrst héldu flestir því fram, að þau væru á brúðkaupsferð, — það var þó að minnsta kosti skýring á framferði þeirra. Seinna sagði Maizie frú Dorian, að þau hefðu verið gift í fjögur ár. „Annars hélt ég, að þau væru á brúð- kaupsferð," sagði frú Dorian. ,,Já, það erum við reyndar líka,1' sagði Maizie, „allt okkar líf er ein brúðkaupsferð.“ — Það var náttúrlega hneyksli út af fyrir sig — ef það var þá satt. Að sjálfsögðu öfunduðu allir karl- mennirnir Jack Smith. Það hlaut að vera dásamlegt að eiga svona fallega konu, — og kunna svo í þokkabót einnig að veiða fisk! Sjálfir voru þeir allir komnir yfir fimmtugt, og enginn þeirra nema rétt í sæmilegum efnum. Allir höfðu þeir sínar draumfarir, og þá dreymdi, að þeir væru hr. Smith. Enda þótt konur þeirra væru sýknt og heilagt að baktala ungu hjónin, þá voru karlmennirnir áberandi umburðarlynd- ir gagnvart þeim, — þessum blessuðum farfuglum, sem dvöldust hjá þeim um hríð. Enginn efaðist um, að einn góðan veðurdag myndu þau hverfa. Þó var einn karlmannanna, sem ekki var umburðarlyndur eða vinsamlegur gagnvart þeim, — það var Querling. Hann fyrirleit þau bæði innilega og sérstaklega Maizie, Hann kallaði hana dóttur syndarinnar og sagði, að tilvist hennar væri blettur á þessum bæ, sem að öðru leyti væri heimkynni fyrir guð- hrædda og góðborgara. Það var skrítið, að konan hans, Mary Querling, var góð- ur vinur ungu hjónanna og gerði sitt bezta til þess að róa hann, er hann æsti sig upp, þeirra vegna. Mary var móðurleg kona og leit út eins og feit akurhæna, sem kjagar um á stuttu fótunum sínum. Hr. Querling var fast- eignasali, ágætur eiginmaður og var mikils metinn. Maizie átti einn aðdáanda — Percy Jungler. Hann var furðufugl — list- málari, og bjó einsamall í litlu húsi, sem stóð nokkurn spöl frá öðrum hús- um í Coopers Bay. Hann sá um sig sjálfur og stundum sást hann ekki dögum saman. Hann hafði mikinn áhuga á fuglalífinu, og málaði góðar fuglamyndir. Hann umgekkst ungu hjónin mikið og reyndi að dylja aðdáun sína á Maizie með alls konar fyndni einmitt um þetta efni. Stundum sagði hann við Jack: „Ef eitthvað kemur fyrir þig einhvern daginn, þá kvænist ég Maizie, ekki rétt Maizie?“ Hún svaraði þá venjulega: „Auðvitað, elskan mín!“ Og svo brosti hún til hans og bætti við: „Hver veit hvað skeð hefði, ef ég hefði hitt þig fyrst?“ Svona tal reitti Querling venjulega til reiði. Hins vegar sá ég ekkert athugavert við þetta. Það var óhjákvæmilegt, að Jungler yrði hrifinn af Maizie, og þess vegna var betra að aðdáun hans fengi ein- hverja útrás en bæla hana niður. Við hittumst venjulega öll á hótelinu, — litum inn að kvöldi og drukkum bolla af kaffi, eða te eða jafnvel sherry- glas, og einnig komum við til þess að tala — það var auðvitað aðalatriðið. Kvöld eitt ræddum við almennt um morð. Það var Querling, sem byrjaði á öllu saman, með því að spyrja mig hvernig ég aflaði mér efnis í skáld- sögur mínar. Ég svaraði að umhverfið hefði mikil áhrif á þessi efni. „Þessi staður,“ hélt ég áfram, „myndi til dæmis ágæt umgerð fyrir morðsögu, ef maður hugsar sér, að fórnardýrið sé áhugasamur veiðimaður. Það eina, sem gera þarf, er að kasta stórum steini í höfuðið á honum og sökkva honum í 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.